Fréttir

EFLA hlýtur styrk frá Loftslagssjóði - 26.5.2023

EFLA hlaut nýlega styrk frá Loftslagssjóði fyrir verkefnið Þurrkun á timbri með jarðvarma. Verkefnið var unnið með hópi aðila frá Skógræktinni, Fjölinni timburvinnslu ehf., Límtré-Vírneti og Trétækniráðgjöf slf.

Lesa meira

Samtal um nýsköpun í Elliðaárstöð - 25.5.2023

Reynir Sævarsson, fyrirliði nýsköpunar og þróunar hjá EFLU, tekur þátt í umræðum á viðburði Orkuveitu Reykjavíkur sem er hluti af dagskrá Nýsköpunarviku, Iceland Innovation Week. Viðburðurinn verður í dag, fimmtudaginn 25. maí, í Elliðaárstöð og hefst kl. 12.

Lesa meira

Ísgöngin til umfjöllunar erlendis - 24.5.2023

Reynir Sævarsson, fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, og Hallgrímur Örn Arngrímsson, fyrrum starfsmaður EFLU og nú viðskiptastjóri á samgöngu- og umverfissviði Verkís, skrifuðu nýverið saman grein um gerð ísganganna í Langjökli sem formlega opnuð voru í júní 2015.

Lesa meira

EFLA á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar - 10.5.2023

Fulltrúar EFLU eru þátttakendur á ráðstefnunni og sýningunni Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar sem fram fer í Silfurbergi, Hörpu fimmudaginn 11. maí.

Lesa meira

Fulltrúar EFLU á Fagþingi Samorku - 4.5.2023

Nokkrir fulltrúar frá EFLU eru með erindi á Fagþingi Samorku í hita-, vatns- og fráveitum sem haldið er á Selfossi dagana 3. - 5. maí. Alls verða 70 fyrirlestrar á fagþinginu og er áætlað að um 220 gestir verði á svæðinu.

Lesa meira

EFLA styrkir Kvennaathvarfið - 27.4.2023

Kvennaathvarfinu var í dag veittur styrkur úr Samfélagssjóði EFLU. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, afhenti Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins styrkinn, fjórar milljónir króna, á aðalfundi athvarfsins. 

Lesa meira

Opnunartími EFLU um páskana - 3.4.2023

Opnunartími skrifstofu EFLU helst óbreyttur í kringum páskana.

Lesa meira

Þjóðhagslegur kostnaður raforkuskerðinga síðasta árs - 28.3.2023

vinnslugeta, útflutningsverðmæti, fjarvarmaveitur, fiskvinnslur, innrennsli, miðlunarlón, flutningsgeta, vatnsaflsvirkjanir, raforkuvinnsla,

EFLA vann nýlega að greiningu fyrir Landsnet á umfangi skerðingar á raforku veturinn 2021-2022 og þeim þjóðhagslega kostnaði sem skerðingarnar höfðu í för með sér. 

Lesa meira

Þjóðgarðsmiðstöð vígð á Hellissandi - 27.3.2023

umhverfisráðherra, brunahönnun, hljóðhönnun, hönnun burðarvirkja, grundunar, hönnun lagna- og loftræstikerfa, BREEAM umhverfisvottun,

EFLA er einn af þeim aðilum sem komu að hönnun á þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi sem var vígð föstudaginn 24. mars.

Lesa meira

Konur í orkumálum í heimsókn - 24.3.2023

Konur í orkumálum mættu í heimsókn í EFLU í síðustu viku þar sem haldnar voru áhugaverðar kynningar og sköpuðust skemmtilegar umræður.

Lesa meira

Fjórir styrkir úr Aski - 23.2.2023

Fjögur verkefni frá starfsfólki EFLU fengu styrki úr Aski – mannvirkjasjóði en alls skiptu 39 verkefni með sér 95 milljónum króna sem var úthlutað að þessu sinni. Styrkirnir eru veittir til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Lesa meira

EFLA eina fyrirtækið sem uppfyllti gæðakröfur - 20.2.2023

EFLA fékk nýverið stóran ráðgjafasamning fyrir Svenska kraftnät í Svíþjóð sem fellst í því að hanna nýjar mastratýpur fyrir raforkuflutningskerfið þar í landi. Fleiri sænskar verkfræðistofur buðu í verkefnið en EFLA var eina fyrirtækið sem uppfyllti þær miklu gæðakröfur sem Svenska kraftnät setti fram.

Lesa meira

Sæmundur kynnti skýrslu á Viðskiptaþingi - 13.2.2023

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU og formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, kynnti skýrslu hópsins á Viðskiptaþingi 9. febrúar sl.

Lesa meira

Vök Baths fær Steinsteypuverðlaunin - 10.2.2023

Vök Baths fengu í dag Steinsteypuverðlaunin 2023, en verðlaunin voru veitt á Steinsteypudeginum sem haldinn var á Grand Hótel í dag. 

Lesa meira

EFLA á árlegum Steinsteypudegi - 8.2.2023

EFLA verður á Steinsteypudeginum sem haldinn verður á Grand Hótel föstudaginn 10. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð sem er haldin af Steinsteypufélaginu. 

Lesa meira

EFLA á Framadögum 2023 - 3.2.2023

EFLA verður á Framadögum sem verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.

Lesa meira

Niðurstaða vinnustofu að brýn þörf sé á breytingum - 1.2.2023

Vinnustofa, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Arkitektafélag Íslands, Grænbyggð, Samtök iðnaðarins, Reykjavíkurborg, FSRE,

Ísland stendur nágrannaþjóðum að baki þegar kemur að innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði og brýn þörf er fyrir breytingar. Þetta er skýr niðurstaða Vinnustofu Hringborðs Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði sem fór fram í Grósku þann 19. janúar.

Lesa meira

Hvað gerist þegar vindinn lægir? - 31.1.2023

orkumálaráðgjöf, Zephyr Iceland, Landsnet, Landsvirkjun, orkugjafar, vindorka, raforkukerfi,

Landsvirkjun heldur opinn fund um aflstöðu raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 2. febrúar kl. 9:00. Þar verður fjallað um stöðu mála í raforkukerfinu og þær áskoranir sem á því steðja.

Lesa meira

Rafrænar upplýsingar um vegabréf - 13.1.2023

Þjóðskrá, Útlendingastofnun, dómsmálaráðuneytið, Stafrænt Ísland, Advania, Hugsmiðjan, dvalarleyfiskort, vegabréf, stjórnsýslukerfi, gagnagrunnur, stjórnsýsluverkfæri

Teymi hugbúnaðarlausna á iðnaðarsviði EFLU tók þátt í að þróa lausn sem gerir landsmönnum kleift að nálgast upplýsingar um vegabréfið sitt og barna í sinni forsjá. Lausnin má finna undir skírteini inni á „mínum síðum“ á Island.is. Hlutverk EFLU er að halda utan um Skilríkjaskrá og miðla upplýsingum til vefs island.is og taka við skráningum þaðan.

Lesa meira

Styrkir sem nýtast víða í samfélaginu - 3.1.2023

Samfélagssjóður EFLU styrkti nokkur verkefni í haustúthlutun sjóðsins fyrir árið 2022. Við fengum fulltrúa þeirra til að segja frá þeim verkefnum sem hafa verið unnin á árinu 2022 og hvernig styrkurinn muni nýtast á nýju ári.

Lesa meira

Gleðilega hátíð - 23.12.2022

Við sendum viðskiptavinum okkar, samstarfsaðila og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðilega hátíð um leið og við þökkum fyrir samskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða.

Lesa meira

Opnunartími EFLU um hátíðarnar - 20.12.2022

Opnunartími skrifstofa EFLU mun breytast örlítið um hátíðarnar.

Lesa meira

Rafvæðing Sundahafnar sparar 240 tonn af olíu - 15.12.2022

Starfsfólk EFLU hafði yfirumsjón með landtengingu flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn sem var formlega tekin í notkun í gær. Þá var samið við norska fyrirtækið Blueday Technology AS til að sjá um fullnaðarhönnun og smíði á landtengingarbúnaði.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU styrkti fjögur verkefni - 8.12.2022

ABC barnahjálp, Félag Horizon, Pangeakeppnin, Hringrásarsetur Íslands, Reddingakaffi, Fjölskylduhjálp Íslands, mataraðstoð, stærðfræðikeppni

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til fjögurra samfélagsverkefna í haustúthlutun sjóðsins. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

EFLA kemur að uppbyggingu á Norsk Skogfinsk safninu - 28.11.2022

EFLA kom að forhönnun á safni um norsku skógarfinnana eða Norsk Skogfinsk Museum, í Svullrya í sveitarfélaginu Grue í Noregi, nálægt sænsku landamærunum. Starfsfólk EFLU sá um rafmagnstæknilega hönnun, byggingareðlisfræði og jarðtækni.

Lesa meira

EFLA tekur þátt í uppbyggingu Fjallabaða - 15.11.2022

Starfsfólk EFLU tekur þátt í uppbyggingu á Fjallaböðunum í Þjórsárdal, en fyrsta skóflustungan fyrir böðin var tekin í síðustu viku. Áætlað er að þau verði tekin í gagnið árið 2025.

Lesa meira

Rafeldisneyti og orkuskipti – fyrirlestur á Bransadögum - 11.11.2022

Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, hélt fyrirlestur um rafeldsneyti og orkuskipti á Bransadögum sem Iðan fræðslusetur stóð fyrir.

Lesa meira

Minna kolefnispor bygginga - 9.11.2022

BREEAM, kolefnisspor bygginga, kolefnisspor í hönnunarferli bygginga, hringrásarvegginn, grænt húsnæði framtíðarinnar, Matarspor

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, hélt fyrirlestur á Degi grænni byggðar sem var haldinn í IÐNÓ fyrir stuttu. Fyrirlesturinn, sem hún kallaði Minna kolefnispor bygginga – hvar liggja tækifærin í hönnun?, fjallaði um hvernig hönnun skilar lægra vistspori í mannvirkjagerð.

Lesa meira

Verðlaun fyrir Grænu skófluna - 7.11.2022

Starfsfólk EFLU tók þátt í endurbótum á leikskólanum Brákarborg sem hlaut verðlaunin Græna skóflan 2022, en verðlaunin voru veitt á Degi grænni byggðar fyrir stuttu. 

Lesa meira

Sex verkefni kynnt á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 3.11.2022

Starfsfólk EFLU kynnti verkefni sín sem hlutu styrk úr Rannsóknasjóði. 

Lesa meira

Framúrskarandi 13 ár í röð - 21.10.2022

EFLA er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2022 samkvæmt mati Creditinfo og er jafnframt eitt af 56 fyrirtækjum sem hefur verið á listanum frá upphafi. 

Lesa meira

Ný nálgun við gerð kostnaðaráætlana - 21.10.2022

EFLA er þátttakandi í verkefni um samræmda aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana. Auk EFLU hafa Samtök Iðnaðarins, Félag ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirki – félag verktaka og Samtök arkitektastofa með stuðningi Framfararsjóðs SI unnið að verkefninu sem var kynnt í gær á fundi á Hilton Reykjavík Nordica.

Lesa meira

EFLA á Lagarlífi 2022 - 19.10.2022

EFLA tekur þátt í fagráðstefnunni Lagarlíf 2022, áður kölluð Strandbúnaður, sem verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 20.-21. október. Þar verður boðið upp á fyrirlestra og kynningar um eldi og ræktun í sjávarútvegi.

Lesa meira

Nýr upplýsingavefur um orkuskipti opnaður - 18.10.2022

Í dag var opnaður nýr upplýsingavefur um orkuskipti, orkunotkun og áhrif þeirra, orkuskipti.is. Vefurinn var opnaður á fundi sem var haldinn í Hörpu þar sem farið var yfir orkunotkun á Íslandi og orkuskipti sem eru framundan. Auk EFLU koma Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorka að þessu verkefni.

Lesa meira

Málþing um rakaskemmdir og myglu - 17.10.2022

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innivist hjá EFLU, og Böðvar Bjarnason, tæknifræðingur hjá EFLU, taka þátt í málþingi fagráðs Betri bygginga og Iceiaq um loftgæði, rakaskemmdir og myglu í byggingum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, mun opna málþingið.

Lesa meira

Ný brú yfir Varmá opnuð fyrir umferð - 13.10.2022

Suðurlandsvegur, forhönnun, verkhönnun, vegur, þjóðvegur, Varmá, veghönnun, brúarhönnun, lýsingarhönnun, aðlögun vatnsveitu, fráveita, umhverfisáhrif,

EFLA sá um for- og verkhönnun á nýjum vegkafla og nýrri brú yfir Varmá, austan við Hveragerði, þar sem opnað var fyrir umferð í liðinni viku. Vegurinn myndar nýja tengingu milli Sunnumarkar í Hveragerði og Ölfusvegar austan Varmár og er verkefnið hluti af breytingu á Þjóðvegi 1 á milli Hveragerðis og Selfoss sem er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Hveragerðisbæjar.

Lesa meira

Málþing EFLU í tengslum við Arctic circle ráðstefnuna - 11.10.2022

EFLA þekkingarfyrirtæki stendur fyrir málþingi á ráðstefnunni Arctic Circle 2022 sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík dagana 13.-16. október. Málþingið kallast With the Wind in our Sails og verður haldið föstudaginn 14. október kl. 8:30-9:25 í Akrafjalli á fjórða hæð Hörpu.

Lesa meira

Innblástur til að halda náminu áfram - 7.10.2022

„Starfsfólk EFLU tók vel á móti mér frá fyrsta degi og er það greinilegt að allir eru viljugir til þess að hjálpa hvor öðrum,“ segir Trausti Lúkas Adamsson sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU á Norðurlandi í sumar. „Þetta var fyrsta sumarið mitt hjá EFLU.“

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum - 5.10.2022

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 17. október. Samfélagssjóðurinn veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu.

Lesa meira

EFLA forhannar landeldisstöð í Vestmannaeyjum - 4.10.2022

þrívíð, teiknivinna, eldisker, lagnir, raflagnir, mannvirki, tæknikerfi, BIM-stjórnun, sjóveitu, fráveitu, rafveitu, meðferð úrgangs, landeldisstöðvar

EFLA hefur gengið frá samningi við Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) um forhönnun 10.000 tonna landeldisstöðvar fyrir lax við Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Vinna við forhönnunina hófst í liðinni viku og er áætlað að henni ljúki í desember á þessu ári. Stefnt er að því að framkvæmdir við eldistöðina geti hafist sumarið 2023.

Lesa meira

Samvinna skiptir miklu máli - 30.9.2022

Technical University of Denmark, DTU, umhverfisverkfræði, mastersnám, Nýsköpunarsjóður námsmanna,

„Þau hafa tekið mjög vel á móti mér og hafa ávallt verið tilbúin að hjálpa mér þegar ég hef verið í vafa og svara öllum þeim spurningum sem ég hef haft, greinilegt að hér ríkir mjög góður vinnuandi,“ segir Anna Snjólaug Valgeirsdóttir sem var hluti af hópi sumarstarfsfólks EFLU.

Lesa meira

Mikil ánægja með Sjávarútveg 2022 - 26.9.2022

EFLA var þátttakandi á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í liðinni viku. Fjöldi fólks heimsótti bás EFLU alla þrjá dagana sem sýningin stóð yfir.

Lesa meira

Gefur góða reynslu fyrir framtíðarstörf - 23.9.2022

„Mjög vel hefur gengið að vinna að þessum verkefnum, starfsfólk hefur tekið vel á móti mér og hjálpað við að komast af stað,” segir Atli Guðjónsson sem var hluti af sumarstarfsfólki EFLU í sumar. Atli er 31 árs Reykvíkingur með B.Sc gráðu í orku- og umhverfistæknifræði.

Lesa meira

EFLA tekur þátt í sýningunni Sjávarútvegur 2022 - 21.9.2022

Fulltrúar EFLU verða á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem hefst í Laugardalshöllinni í dag og verður í gangi fram á föstudag. EFLA er með stærðarinnar bás á besta stað á sýningarsvæðinu og bjóðum við áhugasömum að kíkja við og ræða við sérfræðinga EFLU.

Lesa meira

Innsýn inn í atvinnulífið á Íslandi - 16.9.2022

Háskóli Íslands, orkumálaráðgjöf, nýsköpunarverkefni, endurnýjanleg orka, rafmagns- og tölvuverkfræði,

„Það hefur gengið vel að mestu leyti að takast á við þessi verkefni. Þau eru ólík í eðli sínu og hafa veitt innsýn inn í mismunandi hluta fagsviðsins. Það tók tíma að koma sér inn í þau og kynna sér fræðin bakvið ýmsa hluta en reynsla úr háskólanum hefur komið að góðum notum,“ segir Vilhjálmur Jónsson, einn af sumarstarfsfólki EFLU.

Lesa meira

Reynsla sem hefur mótað áhugasviðið - 9.9.2022

„Mér hefur tekist ágætlega að vinna öll verkefnin. Þau hafa verið mis krefjandi en alltaf jafn skemmtileg og fjölbreytt,” segir Sara Kolodziejczyk, 23 ára sumarstarfsmaður EFLU á Egilsstöðum. Sumarið var hennar þriðja hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Útsýnispallur á Bolafjalli formlega vígður - 5.9.2022

Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður fimmtudaginn 1. september að viðstaddri ríkisstjórn Íslands og öðrum gestum. Það var Pétur Vigfússon, íbúi í Bolungarvík, sem klippti á borðann og formlega opnaði útsýnispallinn. Bolafjall er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum og frá fjallinu er stórbrotið útsýni.

Lesa meira

Hef gaman af mannlega þættinum - 3.9.2022

„Það hefur almennt séð gengið ágætlega,“ segir Egill Milan Gunnarsson sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU í sumar. „Það kom oft fyrir að ég festist í hinum ýmsu verkefnum og á köflum var erfitt að læra á forritin sem ég þurfti að nota, en það var létt að fá aðstoð og ég er nokkuð sáttur með það sem ég hef skilað af mér fram að þessu,“ bætir þessi 24 ára Reykvíkingur við.

Lesa meira

Majid ræðir hafnir í Hofi - 31.8.2022

Majid Eskafi, hafnarsérfræðingur EFLU, heldur erindi á NordPIANC ráðstefnunni, sem er norrænn hluti alþjóðlegu hafnasamtakanna PIANC. Ráðstefnan er haldin í Hofi á Akureyri dagana 31. ágúst til 1. september og á henni verða fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum sem fjalla munu um málefni hafna frá ýmsum hliðum. Norðurlöndin skiptast á að halda ráðstefnuna á tveggja ára fresti.

Lesa meira

Sumarstarfsfólk | Þekking sem kemur að góðum notum - 26.8.2022

lífefnalíffræði, sameindalíffræði, Háskóli, Ísland, mygla, Nýsköpunarsjóður, námsmenn, rakaskemmdir, byggingarefni, Kaupmannahafnarháskóli,

„Það hefur gengið mjög vel og ég hef lært heilan helling. Ég er miklu fróðari um myglu í húsnæði og húsasmíði en ég var í byrjun sumars og ég veit að þessi þekking kemur til með að koma að góðum notum í framtíðinni,” segir Hjördís Birna Árnadóttir, 22 ára Reykvíkingur sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU í sumar.

Lesa meira

Samningur um hönnun viðbyggingar við endurhæfingardeild Grensáss - 25.8.2022

Þriðjudaginn 23. ágúst var undirritaður samningur milli EFLU, Nýs Landspítala ohf. og Nordic Office of Architecture um fullnaðarhönnun 3.800 fermetra viðbyggingar við endurhæfingardeild Grensáss. Gert er ráð fyrir að hönnunarferlið taki um það bil eitt ár og að því loknu verði unnt að hefja verklegar framkvæmdir.

Lesa meira

Sumarstarfsfólk | Opnar dyr inn í framtíðina - 19.8.2022

„Hér á EFLU hef ég svo fengið mikla og góða leiðsögn og svo meira og meira sjálfstæði og frjálsræði í verkefnum,” segir Valþór Ingi Karlsson einn af sumarstarfsfólki EFLU á Norðurlandi. Valþór Ingi, sem er 25 ára gamall úr Suður-Þingeyjarsýslu en alinn upp á Akureyri, hefur verið sumarstafsmaður hjá EFLU síðustu fjögur sumur.

Lesa meira

Sumarstarfsfólkið þakkar fyrir sig - 18.8.2022

Á hverju ári eru háskólanemar ráðnir inn sem sumarstarfsfólk á öll svið og allar svæðisskrifstofur EFLU. Þetta er gert til að styðja við háskólasamfélagið, nýsköpun og þróun.

Lesa meira

Vel heppnað golfmót EFLU - 15.8.2022

Golfmót viðskiptavina EFLU fór fram í liðinni viku á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Óhætt er að segja að tilþrifin sem sáust út allan völl hafi verið glæsileg, en það sem er mikilvægara er að allir skemmtu sér vel.

Lesa meira

Hringrásarveggurinn og Auðlindahringrás fá styrki - 5.8.2022

endurvinnsluúrgangur, plast, pappír, pappi, málmur, gler, viður, textíll eða lífbrjótanlegur, Landspítalinn, endurvinnsla, CO2-ígildi, innivist, hljóðvist, brunavarnir, innveggur,

Tvö verkefni EFLU og samstarfsaðila fengu styrki frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu vegna verkefna sem ætlað er að efla hringrásarhagkerfið. Annars vegar er um að ræða verkefnið Auðlindahringrás í rekstri og hins vegar Hringrásarveggur - efnisval, efnisgæði og hönnun. Hvort tveggja eru nýsköpunarverkefni.

Lesa meira

Vaxtartækifærin liggja erlendis - 23.7.2022

útflutningsverðlaun, orkuflutningsverkefni, gjaldeyrir, forseti Íslands, orka,

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdarstjóri EFLU, um þýðingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands fyrir starfsfólk fyrirtækisins og framtíðarhorfur. 

Lesa meira

Myndir af merkilegum degi - 1.7.2022

EFLA fékk Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent á þriðjudaginn. Starfsfólk EFLU fjölmennti á Bessastaði þennan dag til að taka þátt í þessum merkilega degi. Ljósmyndari var á staðnum og tók þessar myndir.

Lesa meira

Sérfræðingar EFLU komu að gerð nýrrar jarðvarmaspár - 1.7.2022

Teymi orkumálaráðgjafar hjá EFLU vann að nýrri jarðvarmaspá fyrir árin 2021-2060 sem Orkustofnun gaf nýlega út.

Lesa meira

EFLA hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands - 28.6.2022

þekkingarfyrirtæki, þjóðhagsleg, gjaldeyrisöflun, alþjóðleg, viðskipti, sala, markaðssetning, hugvit, þekking, Noregur, Svíþjóð, Pólland, Frakkland, Þýskaland, Skotland, Tyrklandi, orkuflutningsmannvirki

EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2022 en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir stuttu. Það var Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, sem veitti verðlaunum viðtöku en auk hans var fjöldi starfsfólks EFLU viðstaddur.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU styrkir fimm verkefni - 24.6.2022

Hjálparstarf, kirkjunnar, Ljósmyndasýning, Grímsey, Ástráður, Kynfræðslufélag, Læknanemar, Rafíþróttasamtök, Tæknifræði,Háskólann, Akureyri

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til fimm samfélagsverkefna. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

EFLA verður aðaleigandi HECLA SAS - 22.6.2022

EFLA þekkingarfyrirtæki verður aðaleigandi franska verkfræðifyrirtækisins HECLA SAS eftir að gengið var frá kaupum EFLU á eignarhlutum Landsvirkjunar, í gegnum dótturfélagið Landsvirkjun Power, og Jean Chauveau í fyrirtækinu. Þannig eignast EFLA 96,5% hlut í félaginu, en tveir lykilstjórnendur fyrirtækisins eiga samtals 3,5%.

Lesa meira

EFLU vinnur deiliskipulag fyrir fjallaskála - 7.6.2022

mannvirki, öryggisatriði, ferðamenn, skipulagsáætlun, þéttbýli, dreifbýli, skipulagslög, ráðgjafar, skipulagsvinna, framsetning skipulags, afmörkun, lóðir, staðsetning, bygginga, stærð, útlit, byggingar, aðalskipulag

Skipulagsteymi EFLU hefur unnið fjölda deiliskipulaga m.a. fyrir fjallaskála í sveitarfélögum á Suðurlandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímnes- og Grafningshreppur.

Lesa meira

Jökulárnar fullar af áburðarefnum - 3.6.2022

áburður, heildarlosun, koltvíoxíð, flóáveita, Hvítá, Suðurland, Flóahreppur, jökulár, grasspretta, Eyjafjallajökull, áburðarveita, dælustöð, íblöndunarstöð, þrýstilagnir, kastdreifari

Talsverður samfélagslegur og umhverfislegur ávinningur gæti hlotist af því að nýta áburðarefni sem finnast í íslenskum jökulám. Tveir sumarstarfsmenn EFLU munu framkvæma frumkönnun á viðfangsefninu fram í sumar. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

Skógarböðin í Eyjafirði opnuð - 28.5.2022

bað, ferðmannastaður, áningarstaður, hönnun, náttúruböð, Akureyri, Eyjafjörður, hönnun, burðarvirki, hús, lagnir, laugakerfi, rafkerfi, hljóðvist, brunahönnun, hússtjórnarkerfi, stýringar, lýsingarhönnun

EFLA sá um verkfræðihönnun Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit sem voru opnuð fyrir almenning um helgina. Samstarfsaðilar EFLU voru hönnuðir frá Basalt Architects og Landslagi.

Lesa meira

Samningur undirritaður vegna Öldu – brúar yfir Fossvog - 25.5.2022

borgarlína, Reykjavík, Kópavogur, hönnun, mannvirki, útvistarsvæði, borgarumhverfi, skipulag, deiliskipulag, Vegagerðin

Samningur um hönnun á nýrri brú yfir Fossvog var undirritaður í höfuðstöðvum EFLU í vikunni. Hönnunartillagan var unnin af EFLU í samstarfi við BEAM Architects , bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar undir lok síðasta árs. Leynd var yfir samkeppninni meðan á henni stóð og gilti ströng nafnleynd um höfunda tillagnanna hjá dómnefnd.

Lesa meira

Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagið í Hveragerði - 17.5.2022

Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagi við Lindarbrún í Hveragerði var tekin í byrjun maí. EFLA ásamt arkitektastofunni Arkþing Nordic unnu hugmyndasamkeppni fyrir svæðið og munu hanna alls 84 sjálfbærnivottaðar íbúðir á svæðinu.

Lesa meira

Leiðandi í orkuskiptum - 13.5.2022

samorkuþing, orkuskipti, BIM líkön, háspennulínur, orkugeirinn, uppbygging, kerfislíkön, flöskuhálsgreining, fráveita

Starfsfólk EFLU tók virkan þátt í Samorkuþinginu sem haldið var í Hofi á Akureyri dagana 9.-10. maí. Okkar fólk var með alls fimm erindi á þinginu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Þá var bás EFLU á sýningarsvæðinu í Hofi einnig vel sóttur og viljum við þakka þeim sem litu við kærlega fyrir komuna.

Lesa meira

EFLA á Samorkuþingi - 7.5.2022

Starfsfólk EFLU mun taka virkan þátt í Samorkuþinginu sem verður haldið á Akureyri dagana 9.-10. maí. Metfjöldi þátttakenda verður á þinginu í ár og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á básinn okkar í Hofi sem verður staðsettur rétt við kaffihús staðarins.

Lesa meira

Samfélagsskýrsla EFLU 2021 - 3.5.2022

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2021 er komin út og í henni er farið yfir árangur fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Hægt er að skoða vefsvæði samfélagsskýrslunnar og verður hún gefin út á rafrænu formi síðar í þessum mánuði.

Lesa meira

Viðurkenningarskjöldur vegna BREEAM sjálfbærnivottunar Sjúkrahótelsins afhjúpaður - 30.4.2022

BREEAM, framúrskarandi, NLSH, umhverfisvottun, skipulagsgerð, forhönnun, hönnun, bygging, meðferðakjarni, sjálfbærni, innivist, loftgæði, lýsing, hljóðvist, útisvæði, vistvænar samgöngur, orkunýtni, byggingarefni, úrgangsflokkun

Fimmtudaginn 28. apríl var formlega afjúpaður viðurkenningarskjöldur vegna BREEAM umhverfisvottunar á sjúkrahótelinu við Hringbraut.

Lesa meira

Samningur um skipulagsráðgjöf í Garðabæ - 26.4.2022

skipulagsráðgjafi, artkitekt, landslagsarkitekt, verkfræðingur, rammahluti, aðalskipulag, skipulagsgerð, samgöngulausnir, umhverfismat, stefna, uppbygging, byggð, umhverfi, samgöngur,

EFLA ásamt Arkþing – Nordic munu í sameiningu vinna að gerð rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði A ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka Garðabæjar, en samningur þess efnis var undirritaður fyrir stuttu.

Lesa meira

Rafeldsneyti og hlutverk þess í orkuskiptunum - 11.4.2022

Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, var fyrir stuttu gestur í hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði hjá Iðunni fræðslusetri. Þar ræddi hann um rafeldsneyti og hlutverk þess í orkuskiptunum, en hann hefur unnið greiningar á sviði framtíðarlausna í orkuskiptum.

Lesa meira

Fjögur aðalskipulög sem EFLA hefur unnið eru í auglýsingu - 8.4.2022

landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngukerfi, þjónustukerfi, umhverfisþættir, sveitarfélag, loftlagsmál, kolefnisbinding, gróðurhúslofttegundir, kolefnishlutlaus, skipulagsmál, vefsjá

Fjögur aðalskipulög sem skipulagssérfræðingar EFLU hafa unnið eru nú í auglýsingu, eru þau fyrir sveitarfélögin Ásahrepp, Árborg, Rangárþing eystra og Ölfus – allt sveitarfélög á Suðurlandi. Þá er auglýsingu ný lokið fyrir aðalskipulag Grímnes- og Grafningshrepps. Sérfræðingar EFLU hafa áratuga reynslu í vinnu við aðalskipulagsmál.

Lesa meira

EFLA semur við Carbfix um forhönnun Coda Terminal - 1.4.2022

EFLA hefur samið við Carbfix um forhönnun á Coda Terminal, fyrirhugaðri móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík.

Lesa meira

Önnur verðlaun í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar - 31.3.2022

borgarhverfi, gróðursvæði, stígar, torg, leiksvæði, Smárahverfi, Lindahverfi, Glaðheimahverfi, umhverfi, öryggi, mannvænt, Kópvogur, höfuðborgarsvæðið

EFLA hlaut önnur verðlaun í opinni hugmyndasamkeppni Kópavogsbær, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, um þverun Reykjanesbrautar og svæðiskjarna í Smára með tillögu sinni Smárahvammur. 

Lesa meira

Er vistvænt að byggja með raka öryggi? - 24.3.2022

vistvænt, byggingar, sjálfbærni, rakaskemmdir, raki

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í rakaöryggi og innivist hjá EFLU, heldur erindi á málþingi Samtaka iðnaðarins sem ber heitið Mannvirkjagerð á tímamótum. Á málþinginu, sem verður Laugardalshöll í dag, fimmtudaginn 24. mars kl. 14-16, verður fjallað um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð. 

Lesa meira

Rammasamningur við Carbfix - 8.2.2022

loftlagsáhrif, koldíoxíð, kolefnisförgun, umhverfismál, loftlagsmál,

Fyrir stuttu undirrituðu fulltrúar EFLU rammasamning við fyrirtækið Carbfix, sem er hluti af Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt samningnum mun EFLA sjá um ráðgjafarþjónustu, hönnun og framkvæmdaeftirlit fyrir Carbfix.

Lesa meira

Þekkingarfyrirtæki sem byggir á mannauði - viðtal í Fréttablaðinu - 20.1.2022

FKA, konur, viðtal

Viðtal við þær Jónínu, Helgu og Ingibjörgu, sem eru sviðsstjórar, hjá EFLU birtist í sérblaði sem FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) og Fréttablaðið gefa út.

Lesa meira

Endurbætt útivistarsvæði við Esju - 22.12.2021

Esja, Útivistarsvæði, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Göngu- og hjólastígar

Síðastliðin sex ár hefur EFLA unnið með Skógræktarfélagi Reykjavíkur að framkvæmdum varðandi þróun og endurbætur á útivistarsvæðinu við Esjuna, en svæðið er eitt það vinsælasta á höfuðborgarsvæðinu. EFLA sá m.a. um hönnun, ráðgjöf og útfærslu á nýjum göngu- og hjólastígum þar sem öryggis- og aðgengismál voru höfð að leiðarljósi.

Lesa meira

Gleðilega hátíð - 21.12.2021

Jól, hátíð, 2021, opnunartími

EFLA sendir viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um góða og gleðiríka jólahátíð. EFLA þakkar ánægjulegt samstarf og samvinnu á árinu sem er að líða.

Lesa meira

Vinningstillaga um nýja brú yfir Fossvog - 8.12.2021

Borgarlína, Alda, Brýr, BEAM, sigur

EFLA, ásamt BEAM Architects, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Úrslitin voru kynnt á fundi fyrr í dag en þrjár tillögur komust áfram í lokaumferð samkeppnarinnar.

Lesa meira

Þjóðhagslegur kostnaður vegna rafmagnstruflana - 6.12.2021

EFLA vann skýrslu um þjóðhagslegan kostnað vegna rafmagnstruflana í dreifi- og flutningskerfi raforku árið 2020 fyrir Starfshóp um rekstrartruflanir. Áætlaður kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralaustra truflana er metinn á um 1.928 m.kr eða um 770 kr./kWh.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU styrkir tíu verkefni - 2.12.2021

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til tíu samfélagsverkefna. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

Allt um steypu á árlegum Steinsteypudegi - 17.11.2021

Árlegur Steinsteypudagur fór fram nýverið og voru fulltrúar EFLU með kynningarbás, fluttu erindi um steypt burðarvirki í Landsbankanum og birtu grein í Sigmáli, tímariti Steinsteypufélagsins.  Lesa meira

Stuðningur við Rampa í Reykjavík - 17.11.2021

EFLA styður við átakið Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að auka aðgengi hreyfihamlaðra að hinum ýmsu stöðum um miðborgina. Nýverið var haldinn blaðamannafundur þar sem framtakið var kynnt.

Lesa meira

Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ - 17.11.2021

fráveitur, veitur, tankur

Nýverið lauk framkvæmdum við byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum í Mosfellsbæ. EFLA kom að öllum áföngum verkefnisins og sá m.a. um forathugun, verkhönnun og landmótun.

Lesa meira

Nýir drónar bætast í flotann - 16.11.2021

Tveir nýir drónar hafa bæst við í flugflota EFLU. Drónarnir eru af gerðinni DJI Matrice 300 RTK og gera EFLU kleift að bjóða enn fjölbreyttari þjónustuleiðir í tengslum við öflun gagna með drónum.

Lesa meira

Róbótar sem vinna við hlið starfsfólks - 13.11.2021

Akraborg, Iðnaður, Sjálfvirkni, Pökkun

EFLA, í samstarfi við PERUZA, hefur unnið að hönnun og virkni á liðsinnisróbótum (e. cobot) í framleiðslufyrirtækinu Akraborg. Róbótarnir koma til með að tvöfalda afkastagetu pökkunarlínunnar og létta á líkamlegu álagi á starfsfólk.

Lesa meira

Jarðstrengur í Vopnafjarðarlínu 1 tekinn í rekstur - 12.11.2021

Landsnet hefur tekið í notkun níu km langan jarðstreng yfir Hellisheiði eystri fyrir Vopnafjarðarlínu 1. EFLA sá m.a. um verkhönnun, útboðsgögn og sinnti verkeftirliti.

Lesa meira

Samgönguverkefni EFLU kynnt á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 7.11.2021

Nýverið hélt Vegagerðin sína árlegu rannsóknaráðstefnu og þar kynnti starfsfólk EFLU stöðu verkefna sem hafa fengið styrk úr rannsóknasjóð. 

Lesa meira

Vel sótt EFLU-þing um hringrásarhagkerfi - 4.11.2021

Ráðstefna, Viðburður, DTU

Húsfyllir var á EFLU-þingi, þann 28. október, þegar um 90 fulltrúar atvinnulífs og hins opinbera ræddu mikilvægi hringrásarhugsunar. Eftir ráðstefnuna var haldin vinnustofa með fræðimönnum frá DTU um sex áherslur í átt að hringrásarhagkerfi.

Lesa meira

Kröflulína 3 spennusett - 29.10.2021

Háspennulína, Krafla, Kröflulína, Landsnet

Lengsta háspennulína sem Landsnet hefur byggt, Kröflulína 3, var spennusett nýverið. Um er að ræða 122 km langa háspennulínu, með 328 möstrum, sem liggur um þrjú sveitarfélög. EFLA tók þátt í verkefninu með margvíslegum hætti og sá meðal annars um verk- og útboðshönnun.

Lesa meira

Ný raforkuspá er komin út - 26.10.2021

Orkustofnun, Orkuspá, Orkuspárnefnd

Orkustofnun hefur gefið út nýja raforkuspá fyrir 2021-2060 og koma sérfræðingar EFLU á sviði orkumálaráðgjafar að gerð skýrslunnar.

Lesa meira

EFLA er framúrskarandi frá upphafi - 20.10.2021

Creditinfo, starfsemi, rekstur, árangur

EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2021 samkvæmt mati Creditinfo. EFLA hefur hlotið þessa viðurkenningu 12 ár í röð og er jafnframt eitt af 61 fyrirtækjum sem hefur verið á listanum frá upphafi. 

Lesa meira

Góður árangur í lækkun kolefnisspors - 19.10.2021

Sjálfbærni, umhverfismál, samfélag, byggingar, fréttablaðið

Hjá EFLU er unnið að rúmlega 3.000 verkefnum árlega og mikil áhersla er lögð á að veita ráðgjöf sem hefur jákvæðari umhverfisleg áhrif, sérstaklega hvað varðar loftslagsmál. 

Lesa meira

Orkuskipti framundan í Sundahöfn - 18.10.2021

Rafvæðing hafna er á fullu stími og nú styttist í að flutningsskip Eimskips verði landtengd við rafmagn. EFLA hefur unnið þétt við hlið Eimskips til að verkefnið verði að veruleika.

Lesa meira

EFLA tekur þátt í Arctic Circle - 14.10.2021

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle fer fram í Hörpu 14-17 október og tekur EFLA þátt í ráðstefnunni. Fulltrúar EFLU hafa skipulagt málstofu á laugardaginn um beislun vindorku og framleiðslu rafeldsneytis á norðlægum slóðum. 

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum - 11.10.2021

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 18. október næstkomandi. Samfélagssjóðurinn veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu.

Lesa meira

Deilibílar í þremur sveitarfélögum - 11.10.2021

zipcar, rannsóknarverkefni

Hafnarfjarðarbær, Akureyrarbær og Garðabær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um deilibíla sem leitt er af EFLU í samstarfi við Zipcar deilibílaleigu. Verkefnið hlaut styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og verður til reynslu næstu sex mánuði.

Lesa meira

EFLU-þing: Hringrásarhagkerfið. Miðlum reynslunni til árangurs - 1.10.2021

Þann 28. október fer fram EFLU-þing um hringrásarhagkerfið. Um er að ræða annars vegar ráðstefnu og hins vegar vinnustofu með því markmiði að fjalla um og styðja við þá sem eru að innleiða hringrásarhugsun í sinni starfsemi. Lesa meira

Eldsneytisspá Orkustofnunar er komin út - 28.9.2021

raforkuspá

Ný eldsneytisspá orkuspárnefndar fyrir 2021-2060 hefur verið gefin út. Starfsfólk EFLU er í starfshóp nefndarinnar og kemur að útgáfu skýrslunnar.

Lesa meira

Sendiráðsfulltrúar í heimsókn - 16.9.2021

EFLA í Noregi fékk til sín góða gesti þegar fulltrúar sendiráðs Íslands komu við á skrifstofuna í Osló. Tilgangurinn var að kynnast starfseminni og skoða möguleikana á að styrkja viðskiptatengsl milli landanna enn frekar. 

Lesa meira

Ráðstefna um bundin slitlög - 14.9.2021

Vegagerðin heldur ráðstefnu þar sem fjallað verður um klæðingar og malbik á vegum. Fulltrúi EFLU heldur erindi á ráðstefnunni og segir frá niðurstöðum rannsóknarverkefnis um endingu malbikaðra slitlaga.  Lesa meira

Verkfræðihönnun salernishúsa við Dettifoss - 9.9.2021

Vatnajökulsþjóðgarður, Þurrsalerni, Klósett

Ný salernishús hafa verið tekin í notkun við Dettifoss í Vatnajökulsþjóðgarði. EFLA sá um verkfræðihönnun og útfærslu salernislausna en á svæðinu er hvorki vatn né rafmagn og þarfnaðist verkefnið því töluverðrar útsjónarsemi.

Lesa meira

Græn tímamót í sjávarútvegi - 7.9.2021

Síldarvinnslan, Norðfjörður, Landtenging, Rafmagnstenging

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar á Norðfirði voru tengd landtengingu í síðustu viku og þar með var fyrsta skrefið stigið í átt að umhverfisvænum orkugjafa. EFLA hefur átt í farsælu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækið í þessu verkefni. 

Lesa meira

Námskeið í PLS-Cadd - 6.9.2021

EFLA, sem er viðurkenndur umboðsaðili fyrir Power Line Systems (PLS) hugbúnaðarlínuna, býður upp á margvísleg námskeið, tæknilega aðstoð og þjónustu varðandi PLS hugbúnaðinn. Næsta námskeið í PLS-CADD hefst 13. september og fer fram á netinu. 

Lesa meira

Golfmót viðskiptavina EFLU - 27.8.2021

Síðastliðinn föstudag fór fram golfmót viðskiptavina EFLU. Það voru 92 kylfingar sem tóku þátt í mótinu sem fór fram við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli.

Lesa meira

Samfélagssjóður styrkir vegglistaverk á Flateyri - 24.8.2021

Á Flateyri hafa verið töfruð fram frumleg og eftirtektarverð vegglistaverk á húsveggjum bygginga víðsvegar um þorpið. Verkefnið hlaut styrk úr samfélagssjóði EFLU síðastliðið haust.

Lesa meira

Sumarstarfsfólk EFLU - 23.8.2021

EFLA leggur mikla áherslu á góð tengsl við háskólasamfélagið og á hverju ári eru efnilegir nemar ráðnir til starfa. Í sumar voru 20 aðilar sem bættust í hóp starfsmanna EFLU. Þau sinntu sinntu fjölbreyttum verkefnum á flestum sviðum ásamt þremur áhugaverðum nýsköpunarverkefnum. Lesa meira

Róbóti sem léttir verkin - 16.8.2021

MS, gervigreind, iðnaður

EFLA hefur lokið við hönnun, smíði og uppsetningu á endurbættu róbótakerfi fyrir MS á Selfossi. Hlutverk róbótans er m.a. að sækja og stafla kössum á vörubretti.

Lesa meira

Þola jarðstrengir álag frá hraunflæðinu? - 9.8.2021

eldgos, fagradalshraun, fagradalsfjall, reykjanes

Um þessar mundir fer fram athugun við gosstöðvarnar til að kanna hversu mikið álag jarðstrengir þola af hita og áhlaupi frá hraunflæðinu. Tilgangurinn er að draga lærdóm af tilrauninni sem gæti nýst við sambærilegar aðstæður.

Lesa meira

Tvö störf laus til umsóknar - 4.8.2021

EFLA leitar að tveimur liðsfélögum, annars vegar raflagnahönnuði og hins vegar tækniteiknara. Um er að ræða störf á iðnaðarsviði í fagteymi raf- og fjarskipta.

Lesa meira

Verkefnastjóri í skipulagsmálum - 21.7.2021

Vilt þú taka þátt í mótun samfélagsins? EFLA leitar að öflugum verkefnisstjóra í skipulagsmálum á samfélagssvið fyrirtækisins.

Lesa meira

Hólasandslína 3 tekur á sig mynd - 14.7.2021

Landsnet, raforka, jarðstrengur, loftlína, Norðurland

Möstur Hólasandslínu 3 rísa nú á Hólasandi á Norðurlandi. Línan er hluti af nýrri byggðalínu Landsnets og annaðist EFLA útboðs- og verkhönnun á bæði loftlínu og 10 km jarðstreng, þeim lengsta á landinu. 

Lesa meira

EFLA vinnur að undirbúningi framtíðarhúsnæðis Tækniskólans - 8.7.2021

Tækniskólinn, iðnnám, Hafnarfjörður, KPMG, þarfagreining

Staðsetning nýs Tækniskóla hefur verið staðfest af stjórnvöldum, Hafnarfjarðarbæ og Tækniskólanum og mun rísa við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. EFLA vann valkostagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði skólans í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið KPMG.

Lesa meira

EFLA kaupir Tækniþjónustu Vestfjarða - 6.7.2021

Landsbyggð, Vesturland, tækniþjónusta, verkfræði, ráðgjöf

EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Sameiningin mun styrkja áherslu EFLU á nærþjónustu á landsbyggðinni. 

Lesa meira

Ný skýrsla um loftslagsávinning endurnýtingar steinsteypu - 25.6.2021

Samgöngur, Vegagerðin, loftslagsáhrif, kolefnisspor, steinsteypa, endurnýting, hjólastígar

EFLA vann að rannsóknarskýrslu fyrir Vegagerðina um ávinning af endurnýtingu steypuúrgangs sem fyllingarefni í vegbyggingu. 

Lesa meira

Ný viðbygging á Keflavíkurflugvelli - 24.6.2021

Keflavíkurflugvöllur, hönnunarstjórn, viðbygging, Suðurnes

Hafnar eru framkvæmdir vegna byggingar á 20.000 fermetra viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. EFLA tekur þátt í hönnunarstjórn og sinnir margvíslegri verkfræðiráðgjöf vegna viðbyggingarinnar.

Lesa meira

Uppbyggingarmöguleikar og ásýnd nýrrar byggðar - 21.6.2021

Borgarlína, Miklubraut, Ask, Gagarín, Sæbraut

Tillögur EFLU, Ask arkitekta og Gagarín um útfærslu og uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis við Miklubraut og Skeiðarvog, þar með talinn stokk, voru kynntar í síðustu viku. Alls voru fimm tillögur kynntar og þar með mögulegar útfærslur í næstu umferð og þróun svæðisins.

Lesa meira

EFLA vinnur reiknivél fyrir loftslagsáhrif áburðartegunda - 18.6.2021

Kolefnisspor, loftslagsáhrif, Landgræðslan, Stjórnarráðið, áburður

Umhverfisteymi EFLU lauk nýverið við smíði reiknivélar fyrir kolefnisspor áburðartegunda í samstarfi við Landgræðsluna. Markmið verkefnisins var að öðlast skilning á loftslagsáhrifum áburðarnotkunar og auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að móta stefnu í notkun áburðar. 

Lesa meira

Gestastofa Þingvalla fær alþjóðlega umhverfisvottun skv. BREEAM - 18.6.2021

vistvottun, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Framkvæmdasýsla ríkisins

Í síðustu viku hlaut Hakið, gestastofa þjóðgarðsins á Þingvöllum, fullnaðarvottun alþjóðlega umhverfisvottunarkerfisins BREEAM. Hlutverk EFLU var að sjá um verkefnisstjórnun BREEAM vottunar byggingarinnar, ráðgjöf og matsmannshlutverk. Vottunarstofan lauk miklu lofsorði á skil á gögnum og skýrslugerð EFLU í verkefninu.

Lesa meira

Rammasamningur við sveitarfélagið Hamar í Noregi - 11.6.2021

útboð, samkeppni, gæði

EFLA hefur verið staðfest sem aðili að rammasamning að verðmæti 600 milljón kr fyrir skipulags- og hönnunarþjónustu í sveitarfélaginu Hamar. Allar stærstu verkfræðistofur Norðurlandanna buðu í samninginn.

Lesa meira

EFLA miðlar þekkingu um rafeldsneyti - 9.6.2021

Orkuklasinn, orkuskipti, vetni

Vetni og rafeldsneyti hefur mikið verið til umræðu í tengslum við orkuskipti á Íslandi, en orkuskipti í samgöngum eru háð framleiðslu rafeldsneytis innanlands. Að því tilefni hélt Orkuklasinn málþing um það efni og var sérfræðingur EFLU með erindi á staðnum.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til sjö verkefna - 4.6.2021

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt styrki til sjö uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu.

Lesa meira

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga - 2.6.2021

Norðurál, Elkem, Alur

EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga fyrir árið 2020. Norðurál, Elkem Ísland og Alur standa að vöktuninni sem fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2028.

Lesa meira

Stafrænar styttur - 31.5.2021

styrkur, barnamenningarsjóður,

Listasafn Einars Jónssonar og EFLA, í samstarfi við List fyrir alla, hljóta styrk frá Barnamenningarsjóði til myndmælinga og framsetningar á stafrænum tvíburum: verka Einars Jónssonar myndhöggvara.

Lesa meira

Háskóli Íslands hlýtur ISO-vottanir - 28.5.2021

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur hlotið ISO 45001 og ISO 14001 vottanir. EFLA veitti ráðgjöf og aðstoðaði HÍ við innleiðingu á þessum stjórnunarstöðlum.

Lesa meira

Samfélagsskýrsla EFLU 2020 - 20.5.2021

Sjálfbærniskýrsla, UN Global, Samfélag

Samfélagsskýrsla EFLU er komin út og í henni er farið yfir árangur fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Hægt er að skoða vefsvæði samfélagsskýrslunnar eða rafrænt skjal. 

Lesa meira

Auðvelda aðkomu að gosstöðvum - 14.5.2021

eldgos, fagradalshraun, geldingadalir

Gossvæðið við Fagradalshraun er vinsæll ferðamannastaður og leggja fjölmargir leið sína þangað daglega. EFLA, ásamt landeigendum, vinnur að endurbótum á svæðinu til að auðvelda aðkomu að svæðinu. Sjá einnig myndband í fréttinni.

Lesa meira

Fræðsluvika um umhverfismál - 30.4.2021

umhverfisvika, starfsfólk

Árleg umhverfisvika starfsfólks EFLU fór fram 26. til 30. apríl við góðar undirtektir. Markmið umhverfisviku er að stuðla að aukinni vitund, þekkingu og hæfni starfsfólks um málaflokk umhverfismála í breiðum skilningi.

Lesa meira

Heiðursverðlaun Stjórnvísi 2021 - 27.4.2021

Guðmundur Þorbjörnsson, Framkvæmdastjóri, Viðurkenning

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, hlaut í gær heiðursverðlaun Stjórnvísi fyrir framlag sitt til stjórnunar á Íslandi. Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega þeim sem þykja hafa skarað fram úr á sviði stjórnunar.

Lesa meira

Gull-hjólavottaður vinnustaður - 26.4.2021

EFLA leggur mikið upp úr góðri hjólreiðamenningu meðal starfsfólks og hefur tekið á móti gullvottun sem hjólavænn vinnustaður. 

Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um jarðvarma - 13.4.2021

WGC, World geothermal, Erindi, sýning, Harpa

EFLA tekur þátt í World Geothermal Congress, WGC, sem er haldin á Íslandi og í netheimum og flytja fulltrúar fyrirtækisins tvö erindi á viðburðinum.
Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum - 6.4.2021

EFLA auglýsir eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 15. apríl næstkomandi. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa, sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

Umfangsmikill rammasamningur í Noregi - 31.3.2021

EFLA hefur verið valin inn í 13 milljarða rammasamning við norsku vegagerðina, Statens vegvesen, en allar stærstu verkfræðistofur Norðurlandanna buðu í samninginn.

Lesa meira

Tuttugu ára afmæli HECLU - 31.3.2021

Franska ráðgjafarfyrirtækið HECLA SAS fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Fyrirtækið starfar á sviði raforku- og flutningskerfa og er í eigu EFLU að hluta til.

Lesa meira

Fimm nýsköpunarverkefni fá brautargengi - 31.3.2021

styrkur, nýsköpunarsjóður, loftslagssjóður

EFLA hefur hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og Loftslagssjóði fyrir nýsköpunar- og þróunarverkefni sem fyrirtækið vinnur að.

Lesa meira

Þrívítt módel af eldgosinu í Geldingadölum - 25.3.2021

Starfsfólk EFLU á sviði myndmælinga og kortagerðar fór í vettvangsferð að eldgosinu í Geldingadölum. Tilgangurinn var að kanna aðstæður á svæðinu og fljúga dróna yfir svæðið til að setja fram kortalíkan í þrívídd.

Lesa meira

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar - 11.3.2021

Nýverið var úthlutað úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu 11 verkefni frá EFLU styrk úr sjóðnum. 

Lesa meira

Sæmundur ráðinn framkvæmdastjóri EFLU - 11.3.2021

Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU og tekur hann við af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl næstkomandi. Guðmundur hefur ákveðið að stíga til hliðar og taka að sér ný hlutverk hjá EFLU.

Lesa meira

Matsmenn fyrir vistvottun bygginga - 4.3.2021

breeam, sjálfbærni, vottunaraðili

EFLA leggur mikla áherslu á sjálfbærar lausnir í byggingariðnaði og veitir alhliða ráðgjöf varðandi vistvæna hönnun og vottun. Nýverið bættist fimmti viðurkenndi matsmaðurinn í hóp EFLU sem hefur réttindi til að vinna samkvæmt vistvottunarkerfi BREEAM.

Lesa meira

Vistvæn orka í fóðurprömmum - 25.2.2021

EFLA hefur þróað lausn varðandi rafmagnstengingu fóðurpramma í fiskeldi með streng úr landi. Sóknarfæri, tímarit um sjávarútveg, heyrði í forsvarsmönnum EFLU til að fræðast um þjónustu fyrir fiskeldisgeirann. 

Lesa meira

Skýrsla um ástand innviða - 23.2.2021

SI, FRV, fráveitur

Fjallað er um ástand innviða á Íslandi og framtíðarhorfur í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. EFLA lagði hönd á plóginn við gerð skýrslunnar og voru sérfræðingar EFLU höfundar kafla um fráveitur, orkuflutningsmannvirki og úrgangsmál.

Lesa meira

Sjálfbær byggingariðnaður - 4.2.2021

Iðan, Grænni byggð, Sylgja, Helga

EFLA hefur alla tíð lagt mikla áherslu umhverfismál og sjálfbærni í verkefnavinnu og eigin rekstri. Sylgja Dögg og Helga Jóhanna hjá EFLU tóku þátt í rafrænum fræðslufundi og ræddu sjálfbærni í byggingarverkefnum.

Lesa meira

Þjónustubygging tilnefnd til verðlauna - 2.2.2021

Aðstöðuhús, Múlaþing, Andersen og Sigurdsson, Borgarfjörður Eystri, Hafnarhólmi

Í dag var tilkynnt að nýtt aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri í Múlaþingi hafi verið tilnefnt til evrópsku arkitekúrverðlauna Mies van der Rohe. Arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson og sá EFLA um verkfræðihönnun.

Lesa meira

Keflið afhent áfram - 22.1.2021

framkvæmdastjóri, Guðmundur

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, hefur ákveðið að stíga til hliðar og taka að sér annað hlutverk í fyrirtækinu. Markaðurinn tók viðtal við Guðmund af þessum tímamótum.

Lesa meira

Sumarstörf 2021 - 11.1.2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá EFLU. Leitað er að efnilegum verkfræði- eða tæknifræðinemendum með framtíðarvinnu í huga. 

Lesa meira

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði - 23.12.2020

Aurskriður, Aurskriða, Austurland

Aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfjörð hafa valdið gríðarmiklu tjóni eins og sést í þrívíðu myndbandi sem EFLA hefur tekið saman fyrir Múlaþing og Veðurstofuna. Þar sést svæðið fyrir og eftir hamfarirnar.

Lesa meira

Gleðilega hátíð - 21.12.2020

Jól, Opnunartími

Við sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum hugheilar óskir um góða og gleðiríka jólahátíð.

Lesa meira

Uppbygging á miðbæjarskipulagi Akureyrar - 14.12.2020

Akureyrarbær hefur tilkynnt tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi. EFLA, ásamt samstarfsaðilum, hefur sinnt ráðgjöf um skipulagsmál í verkefninu. 

Lesa meira

EFLA hlýtur nýsköpunarstyrk frá framleiðanda Fortnite - 14.12.2020

Unreal Engine, Framtíð, Nýsköpunarverkefni, Miðlun, VR, AR

Bandaríski tölvuleikjarisinn Epic Games sem framleiðir meðal annars hinn vinsæla fjölspilunarleik Fornite hefur veitt EFLU nýsköpunarstyrk til að þróa rauntímahermi. 

Lesa meira

Verkhönnun nýrrar brúar í Noregi - 10.12.2020

Statens vegvesen, Brúarhönnun, Selsverket, Smíði brúar

Ný brú á E6 veginum við bæinn Selsverket, u.þ.b. miðja vegu milli Osló og Þrándheims var opnuð formlega nú í desember. EFLA sá um verkhönnun brúarinnar fyrir norsku vegagerðina Statens vegvesen.

Lesa meira

EFLA þátttakandi í innviðauppbyggingu í Svíþjóð - 9.12.2020

Svenska Kraftnat, Háspennulínur, EFLA AB, Mastrategundir, Sweden

Nýverið samdi Svenska kraftnät við EFLU um þróun og hönnun á nýjum tvírása 400 kV mastrategundum sem eru hluti af uppbyggingarverkefni til næstu 20 ára.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til átta verkefna - 8.12.2020

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt styrki til átta uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu. 

Lesa meira

EFLA fær hæstu einkunn í stórum rammasamningi í Noregi - 3.12.2020

Statnett, Raforka, Orka

Statnett, sem á og rekur flutningskerfi raforku í Noregi, hefur endurnýjað samninga sína við EFLU. Um er að ræða rammasamning fyrir ráðgjöf og hönnun en EFLA hlaut langhæstu matseinkunn þeirra sem buðu í verkefnið.

Lesa meira

Rannsóknarverkefni | Ný álmöstur - 27.11.2020

Statnett, Flutningskerfi, Noregur, Umhverfisáhrif

EFLA ásamt samstarfsaðilum í Noregi hafa unnið að þróun nýrrar mastratýpu úr áli fyrir 420 kV flutningskerfið þarlendis. Markmiðið er m.a. að auka öryggi, stytta byggingartíma og ekki síst minnka neikvæð umhverfisáhrif mastranna yfir líftímann.

Lesa meira

Verkfræðihönnun fjölbýlishúsa við Elliðabraut - 26.11.2020

Byggingar, fjölbýlishús, Norðlingaholt, Hljóðvist, Loftgæði

Við Elliðabraut 12-22 í Norðlingaholti hafa risið sex ný og glæsileg fjölbýlishús. EFLA sá um verkfræðihönnun húsanna en sérstök áhersla var lögð á vandaða hljóðvist og loftgæði í byggingunum.

Lesa meira

Gagnvirk kort og stafræn miðlun - 18.11.2020

Sveitarfélög, Skipulagsmál

EFLA vinnur með sveitarfélögum að skipulagsmálum og í slíkri vinnu er mikið lagt upp úr samtali og samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hafa óhefðbundnari leiðir verið farnar til að kynna verkefni með fjarfundum, gagnvirkum kortum og stafrænni miðlun.

Lesa meira

Verkfræðihönnun svefnskála - 16.11.2020

Keflavíkurflugvöllur, Landhelgissgæslan

EFLA annast verkfræðihönnun byggingar á svefnskálum fyrir Landhelgisgæsluna sem staðsettir eru á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. 

Lesa meira

Nýtt leiðanet SVA í mótun - 13.11.2020

Strætó, Akureyri, Strætisvagnar Akureyri

Unnið er að því að endurskipuleggja leiðanet Strætisvagna Akureyrar með það fyrir augum að bæta þjónustuna og fjölga farþegum. Áhersla er lögð á samráð við íbúa bæjarins til að móta hugmyndir. EFLA ásamt Strætó eru ráðgjafar verkefnsins og starfa í vinnuhópi með starfsfólki Akureyrarbæjar og fulltrúa notenda á Akureyri.

Lesa meira

Dýrafjarðargöng opnuð - 25.10.2020

Dýrafjarðargöng voru opnuð sunnudaginn 25. október með óvenjulegu sniði í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. EFLA í samstarfi við Geotek, sá um verkumsjón og eftirlit með framkvæmdinni, ásamt Tækniþjónustu Vestfjarða og Pólnum frá Ísafirði.

Lesa meira

Aukin áhrif umhverfismála á atvinnulífið - 19.10.2020

Vel sóttur rafrænn viðburður var haldinn á vegum faghóps Stjórnvísi um framtíðarfræði og loftslagsmál. Helga J. Bjarnadóttir, hjá EFLU, hélt erindi um áhrif umhverfismála á hagkerfið og framtíðarþróun því tengdu.

Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi - 13.10.2020

Creditinfo

EFLA er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2020 samkvæmt mati Creditinfo. Þetta er ellefta árið í röð sem EFLA hlýtur þessa viðurkenningu og er jafnframt eitt af 70 fyrirtækjum sem hafa verið á listanum frá upphafi. 

Lesa meira

Samfélagssjóður auglýsir eftir umsóknum - 7.10.2020

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 15. október næstkomandi. 

Lesa meira

Samningur um yfirferð séruppdrátta - 6.10.2020

Nýi Landspítali, Nýr landspítali, samningur

EFLA og Nýr Landspítali við Hringbraut (NLSH) hafa skrifað undir samning vegna yfirferðar á séruppdráttum fyrir meðferðarkjarna (spítala). Teikningarnar eru á fimmta þúsund talsins enda verður NLSH ein stærsta bygging landsins. 

Lesa meira

Gróðurveggur vekur athygli - 1.9.2020

Gróska, Blómaveggur

Í nýju húsnæði Grósku í Vatnsmýrinni má sjá nýjan og glæsilegan gróðurvegg sem hefur vakið verðskuldaða athygli. EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá m.a. um forræktun plantna, lagnahönnun og stjórnbúnað.

Lesa meira

Sumarstarfsfólk EFLU kvatt - 27.8.2020

EFLA leggur metnað í að styðja við háskólasamfélagið, nýsköpun og þróun og ræður efnilega háskólanemendur til starfa á sumrin. Í ár voru ráðnir 12 sumarstarfsmenn sem sinntu fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Lesa meira

Íshjúpun heyrúlla og nútíma samgöngumáti - 21.8.2020

Nýsköpun, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpun hefur ávallt verið í hávegum höfð hjá EFLU og starfsfólk hefur unnið að mörgum áhugaverðum nýsköpunar- og rannsóknarverkefnum. Í sumar hafa þrjú metnaðarfull rannsóknarverkefni verið unnin af háskólanemum og meðal viðfangsefna er íshjúpun heyrúlla, sjálfakandi almenningsvagnar og áhrif deiliþjónustu á ferðavenjur. 

Lesa meira

Úrvals skrifstofuhúsnæði til leigu - 7.7.2020

Leiguhúsnæði, Skrifstofa til leigu

Við hjá EFLU tökum mið af þörfum okkar fólks og vorið kallaði á breytta vinnutilhögun og aukna fjarvinnu. Það hefur því rýmkað til í nýja skrifstofuhúsnæðinu okkar að Lynghálsi 4 og leitum við að meðleigjanda. 

Lesa meira

Verðlaunatillaga um framtíðaruppbyggingu NLFÍ - 6.7.2020

Tillaga Arkþing-Nordic og EFLU hlaut fyrstu verðlaun í opinni hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands. 

Lesa meira

Ný brú yfir Eyjafjarðará - 2.7.2020

Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð fimmtudaginn 1. júlí og fékk nafnið Vesturbrú. EFLA sá um hönnun brúarinnar og reiðstíga.

Lesa meira

Nýr vefur - Samfélagsskýrslu EFLU - 26.6.2020

Samfélagsleg ábyrgð, Sjálfbærniskýrsla, Vefsíða

EFLA hefur tekið saman upplýsingar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og birtir þær bæði í prentútgáfu og nú í fyrsta sinn á nýju vefsvæði. Á vefnum má finna upplýsingar um árangur fyrirtækisins sem snúa að umhverfismarkmiðum EFLU og öðrum viðfangsefnum tengdum samfélagsábyrgð.

Lesa meira

Meiri notkun endurnýjanlegrar orku - 25.6.2020

Síðastliðin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur hérlendis unnið markvisst að því að gera framleiðsluna umhverfisvænni. EFLA hefur veitt ráðgjöf varðandi verkefnið og meðal þess sem hefur áunnist er aukin rafvæðing verksmiðja og minni notkun á olíu.

Lesa meira

Ljósleiðaravæðing í dreifbýli - 11.6.2020

Ljósleiðari, Mosfellsbær

EFLA sá um ráðgjöf, umsóknir og útboð fyrir Mosfellsbæ til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli bæjarins.

Lesa meira

EFLA hlýtur Kuðunginn 2019 - 20.5.2020

Umhverfisverðlaun, Viðurkenning

EFLA hlaut í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum á síðasta ári. Kuðungurinn er veittur árlega og er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála.

Lesa meira

Verkfræðihönnun Grunnskólans í Hveragerði - 8.5.2020

EFLA sá um alla verkfræðihönnun fyrir nýja viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Skóflustunga að viðbyggingunni var tekin á dögunum en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í júlí 2021.

Lesa meira

Stofnleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu - 8.5.2020

EFLA veitir ráðgjöf vegna uppbyggingar á stofnleiðum fyrir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu en ríki og samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu standa að uppbyggingunni. 

Lesa meira

Framkvæmdir við Hús íslenskunnar - 20.4.2020

Byggingarframkvæmdum við Hús íslenskunnar miðar vel áfram og um þessar mundir stendur yfir uppsteypa fyrstu hæðar hússins. EFLA er í hlutverki byggingarstjóra í verkefninu og sá um hljóðvistarhönnun, bruna- og öryggishönnun og umhverfisráðgjöf í tengslum við BREEAM.

Lesa meira

Aðalskipulag sjö sveitarfélaga í endurskoðun - 7.4.2020

Um þessar mundir vinnur EFLA að endurskoðun aðalskipulags með sjö sveitarfélögum víðsvegar um landið. Slík vinna er umfangsmikil og tekur að jafnaði tvö til þrjú ár. 

Lesa meira

Tvöföldun Suðurlandsvegar - 3.4.2020

Fyrirhugað er að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar ásamt því að lengja undirgöng við Krókháls. EFLA sá um alla veghönnun og hönnun undirganga og kemur til með að fylgja verkinu eftir út verktímann.

Lesa meira

Leyfisveiting eykur þjónustuframboð - 18.3.2020

ADG, DOA, CAMO

Hlutdeildarfélag EFLU, Aero Design Global, hefur hlotið „Design Organization Approval (DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Með þessari viðbót við núverandi leyfisveitingar eykst þjónustuframboð fyrirtækisins til muna.

Lesa meira

Starfsemi næstu vikna - 18.3.2020

Covid, Corona

Vegna yfirstandandi COVID-19 faraldurs hefur EFLA gripið til margvíslegra ráðstafana sem miða að því að verja heilsu starfsmanna, tryggja eðlilega starfsemi fyrirtækisins og óskerta þjónustu við viðskiptavini. Við fylgjumst með þróuninni frá degi til dags og förum í einu og öllu eftir tilmælum yfirvalda.

Lesa meira

Breyttur opnunartími - 17.3.2020

Opnunartími allra starfsstöðva EFLU tekur breytingum frá og með mánudeginum 23. mars og verður núna opið alla virka daga frá kl 8:00-16:00.

Lesa meira

Landtenging Norrænu kynnt á málþingi - 10.3.2020

Hafið, Norræna, Seyðisfjörður

EFLA tók þátt í málþingi um orkuskipti á Austurlandi þar sem fjallað var um vistvænar lausnir í haftengdri starfsemi. Fulltrúi EFLU sagði frá framvindu verkefnis á Seyðisfirði sem miðar að landtengingu Norrænu. 

Lesa meira

Kolefnisspor umbúða hjá Ölgerðinni - 14.2.2020

EFLA reiknaði út kolefnisspor mismunandi tegunda umbúða sem Ölgerðin notar fyrir drykkjarvörur sínar og tók greiningin mið af framleiðslu og flutningi umbúðanna. Helstu niðurstöður, út frá umhverfislegum sjónarmiðum, sýndu að ekki er ákjósanlegt að tappa á drykki erlendis og flytja inn fullar umbúðir. Einnig kom í ljós að hlutfall endurunninna efna í framleiðslu umbúða skiptir verulegu máli hvað kolefnissporið varðar.

Lesa meira

Rakaskemmdir og gluggaísetningar umfjöllunarefni lokaverkefna háskólanema - 12.2.2020

Leiðbeinandi, HR

Sérfræðingar EFLU á sviði fasteignaviðhalds voru leiðbeinendur í tveimur lokaverkefnum nemenda í byggingartæknifræði við HR. Annað verkefnið rannsakaði orsakir rakaskemmda í íbúðarhúsnæði og hitt fjallaði um gluggaísetningar hérlendis. 

Lesa meira

Verkfræðihönnun í nýrri byggingu Alþingis - 10.2.2020

Fyrsta skóflustungan að nýrri skrifstofubyggingu Alþingis var tekin á dögunum. Byggingin mun fela í sér byltingu fyrir starfsemi Alþingis. EFLA sér um alla verkfræðihönnun í verkinu.

Lesa meira

Samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog - 29.1.2020

Teymi EFLU og Studio Granda hefur verið valið sem eitt af sex teymum sem taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog, milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness. Brúin mun þjóna almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum og gegna lykilhlutverki í 1. áfanga Borgarlínu. 

Lesa meira

Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar - 22.1.2020

Gefnar hafa verið út nýjar hönnunarleiðbeiningar um þróun samgöngukerfa fyrir hjólreiðar. EFLA, í samstarfi við samráðshóp, sá um gerð hönnunarleiðbeininga sem eru gefnar út af samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðinni.

Lesa meira

Aksturshraði í hringtorgum - 15.1.2020

EFLA vann rannsóknarverkefni þar sem skoðað var samspil hönnunar hringtorga og umferðarhraða í þéttbýli og dreifbýli. Helstu niðurstöður sýna að hraði við inn- og útkeyrslur hringtorga í þéttbýli er meiri en æskilegt er. Hringtorg í dreifbýli draga almennt séð úr umferðarhraða en hönnun á slíkum hringtorgum er síður æskileg í þéttbýli.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun í þágu umhverfismála - 8.1.2020

Samtök Grænkera á Íslandi veitti EFLU hvatningarverðlaun fyrir frábært starf á sviði umhverfismála. Viðurkenningin er tilkomin vegna Matarspors, þjónustuvefs EFLU, sem reiknar kolefnisspor matvæla.

Lesa meira

Úthlutun úr Samfélagssjóði - 30.12.2019

EFLA hefur úthlutað úr Samfélagssjóði og hlutu átta verkefni styrk að þessu sinni. Sjóðurinn veitir úthlutun tvisvar sinnum á ári og var þetta seinni úthlutun ársins. 


Lesa meira

Gleðilega hátíð - 20.12.2019

Opnunartími

EFLA sendir viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól. Við þökkum ánægjulegt samstarf og samvinnu á árinu sem er að líða.  Lesa meira

Áfangaskýrsla um nýtt leiðanet Strætó - 19.12.2019

Strætó hefur kynnt fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti. EFLA veitti ráðgjöf við við verkefnastýringu, stefnumótun verkefnisins, kortagerð ásamt því að sinna gerð áfangaskýrslu.

Lesa meira

Starfsstöð á Vesturlandi - 19.12.2019

EFLA hefur opnað skrifstofu á Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri í Borgarfirði. Starfsstöðvar EFLU eru því orðnar ellefu talsins og er opnunin liður í því að veita öfluga þjónustu á Vesturlandi. 

Lesa meira

Burðarþolshönnun útsýnispalls á Bolafjalli - 5.12.2019

EFLA sá um burðarþolshönnun á 60 metra löngum útsýnispalli sem fyrirhugað er að reisa á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík. Aðstæður á staðnum eru afar krefjandi og mikil áskorun fyrir hönnuði sem þurftu að taka tillit til mikilla vinda og erfiðra vinnuaðstæðna. Lögð er rík áhersla á að halda svæðinu að mestu ósnortnu að framkvæmdum loknum.

Lesa meira

Granni 2020 tekinn í notkun hjá Hafnarfjarðarbæ - 3.12.2019

Hafnarfjörður leggur mikla áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila. Sem lið í því ferli hefur bæjarvefsjáin og landupplýsingakerfið Granni verið tekið í notkun. EFLA sér um rekstur Granna og hefur síðustu mánuði unnið að nýrri og stórendurbættri bæjarvefsjá sem nú hefur litið dagsins ljós.

Lesa meira

EFLA hlýtur Loftslagsviðurkenningu 2019 - 29.11.2019

Á árlegum loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu var tilkynnt að EFLA væri handhafi Loftslagsviðurkenningar 2019. Verðlaununum er ætlað að vekja jákvæða athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.

Lesa meira

Matarspor vekur eftirtekt - 28.11.2019

Nýr þjónustuvefur EFLU, Matarspor, sem reiknar kolefnisspor máltíða hefur vakið mikla athygli og starfsfólk verið ötult að kynna þjónustuna. Um er að ræða fyrsta kolefnisreikni máltíða hérlendis.

Lesa meira

Undirritun rammasamnings - 22.11.2019

EFLA undirritaði í gær rammasamning um verkfræðiráðgjöf við Landsnet. Samningurinn snýr að kaupum á þjónustu ráðgjafa er varða verkhönnun, útboðshönnun og verkeftirlit við uppbyggingu og endurnýjun á flutningsmannvirkjum Landsnets.

Lesa meira

Kvenleiðtogar hittast í Reykjavík - 19.11.2019

Alþjóðasamtökin, Woman Political Leaders, halda árlegt heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 18.-20. nóvember. EFLA er einn af bakhjörlum ráðstefnunnar.

Lesa meira

Skipulagsgögn sveitarfélaga gerð stafræn - 12.11.2019

Skipulagsdagurinn

Á árlegri ráðstefnu um skipulagsmál sveitarfélaga hélt fulltrúi EFLU erindi 
sem fjallaði um stafrænt skipulag svæðis- og aðalskipulagsáætlana. 

Lesa meira

Innlendir orkugjafar fyrir íslenska skipaflotann - 8.11.2019

Sjávarútvegur, Sjávarútvegsráðstefna

Orkuskipti skipaflotans er eitt af stóru málunum í þeirri viðleitni að auka hlut innlendra endurnýjanlega orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. EFLA tekur þátt í málstofu á Sjávarútvegsráðstefnunni þar sem fjallað verður um orkuskipti skipaflotans með því að nota innlent eldsneyti.

Lesa meira

Samfélags- og samgönguverkefni kynnt á ráðstefnu - 7.11.2019

Rannsóknaráðstefna, Vegagerðin

Rannsóknir og nýsköpun gegna mikilvægu hlutverki hjá EFLU og meðal þess sem hefur verið unnið er að eru rannsóknaverkefni sem hlutu styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Kolefnisreiknir fyrir íslensk heimili - 2.11.2019

EFLA og Orkuveita Reykjavíkur hafa opnað kolefnisreikni fyrir einstaklinga sem tekur mið af íslenskum aðstæðum. Þar geta allir fundið út sitt kolefnisspor og fengið ráðleggingar um hvernig hægt er að draga úr því.

Lesa meira

Neyðarkall björgunarsveitanna - 1.11.2019

EFLA styður við bakið á öflugu og mikilvægu starfi björgunarsveitanna, slysavarnardeilda og Landsbjargar með kaupum á Neyðarkallinum.

Lesa meira

Tilnefning til Fjöreggs 2019 - 30.10.2019

Matarspor EFLU, sem sýnir kolefnisspor máltíða, hlaut tilnefningu til Fjöreggs MNÍ sem var veitt í gær á Matvæladeginum 2019.

Lesa meira

Forvarnir vegna rakavandamála - 29.10.2019

EFLA leggur mikla áherslu á að efla forvarnir í tengslum við rakavandamál bygginga. Til að miðla þekkingu og skapa umræðugrundvöll heimsótti starfsfólk EFLU Tækniskólann og byggingarfulltrúa á Selfossi.

Lesa meira

Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um hitaveitu - 24.10.2019

SDEC

EFLA verður á ráðstefnunni „Sustainble District Energy Conference“ sem fer fram 23.-25. október. Ráðstefnunni er ætlað að vera samstarfsvettvangur Evrópuþjóða í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum.

Lesa meira

Samningur um endurskoðun aðalskipulags - 23.10.2019

EFLA hefur nýlega gert samkomulag við fjögur sveitarfélög á Suður- og Vesturlandi um endurskoðun aðalskipulags. Þetta eru sveitarfélögin Árborg, Hvalfjarðarsveit, Rangárþing eystra og Ásahreppur.

Lesa meira

Kolefnisjöfnun vegna starfsemi - 18.10.2019

Þriðja árið í röð gerir EFLA samning við Kolvið um að kolefnisjafna þá losun gróðurhúsalofttegunda sem starfsemi EFLU veldur.

Lesa meira

EFLA tók þátt í Hydro - 17.10.2019

Í vikunni fór fram Hydro 2019, alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir og stíflur, í Porto, Portúgal. EFLA ásamt íslenskum samstarfsaðilum voru með sameiginlegan kynningarbás til að kynna sérfræðiþekkingu hópsins á sviði vatnsaflsvirkjana.

Lesa meira

Uppbygging í Finnafirði ásamt Jafnvægisás ferðamála kynnt á Arctic Cirle - 15.10.2019

EFLA er einn af bakhjörlum Arctic Circle ráðstefnunnar sem fram fór 10.-12. október í Hörpu. EFLA tók virkan þátt í ráðstefnunni og sá um skipulagningu tveggja málstofa ásamt því að bjóða gestum í fyrirtækjaheimsókn.

Lesa meira

Kevan Shaw lýsingarhönnuður hlýtur heiðursverðlaun - 15.10.2019

Nýverið hlaut Kevan Shaw, hjá KSLD | EFLU, heiðursverðlaun LIT Lifetime Achievement Award fyrir framlag sitt til lýsingarhönnunar í gegnum tíðina.

Lesa meira

Ánægja með matjurtakassa við Hlíðabæ - 11.10.2019

Samfélagssjóður

Eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem Samfélagssjóður EFLU hefur lagt lið við er uppsetning matjurtakassa fyrir skjólstæðinga Hlíðabæjar.

Lesa meira

Drónar vöktu athygli á Tæknidegi - 9.10.2019

Tæknidagur fjölskyldunnar, Neskaupstaður

EFLA tók þátt í Tæknidegi fjölskyldunnar sem fór fram í Neskaupstað um síðustu helgi. Gestir sem heimsóttu kynningarbás EFLU fræddust um verkefni sem hafa verið unnin með drónum.

Lesa meira

Tækniþróun í sjávarútvegi - 8.10.2019

Sjávarútvegssýning, Iceland fishing expo

EFLA tók þátt í Sjávarútvegssýningunni og kynnti til sögunnar ný verkefni tengd sjávarútvegi og fiskeldi. Meðal þess sem vakti sérstaka athygli var nýsköpunarverkefni um nýja aðferð við eldi þorsks í neðansjávarbúrum þar sem átan er lokkuð í búrið með ljósgjafa.

Lesa meira

Niðurstöður loftgæðamælinga á kísilveri kynntar - 4.10.2019

PCC, Kísilmálmverksmiðja, Umhverfisvöktun, Bakki

EFLA hefur umsjón með eftirliti tveggja umhverfisvöktunarstöðva sem staðsettar eru á Bakka við Húsavík. Niðurstöður vöktunar fyrir árið 2018 gáfu til kynna að mengun frá kísilveri PCC á Bakka væri afar lítil og loftgæði sögð góð.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Samfélagssjóð EFLU - 3.10.2019

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. október næstkomandi.

Lesa meira

Matskerfi til að meta álag ferðamanna á Íslandi - 2.10.2019

Jafnvægisás, Ferðamálanefnd, Stjórnstöð, TRC, RTS, Þolmörk

Haustið 2017 hófst umfangsmikið verkefni, Jafnvægisás ferðamála, þar sem lagt er mat á álag á íslenskt samfélag, efnahag, innviði og umhverfi vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. EFLA stýrði verkefninu ásamt Stjórnstöð ferðamála og vann greiningarvinnu og skýrslugerð í samstarfi við TRC Tourism frá Nýja Sjálandi og RTS frá Bandaríkjunum. Jafnvægisásinn er viðamikið og mikilvægt stjórntæki sem segir til um það hvar ferðamál á Íslandi standa með tilliti til sjálfbærrar nýtingar.

Lesa meira

Sigurvegarar Plastaþons - 30.9.2019

Umhverfismál, Plast, Umhverfisstofnun, Belja, Beljur í búð, Lára Kristín

Plastaþon, hugmyndasamkeppni, til að vinna að lausnum á plastvandanum fór fram í fyrsta sinn í ár. Lára Kristín Þorvaldsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, var í sigurliði keppninnar með hugmyndina „Beljur í búð“.

Lesa meira

Afdráttarlaus afstaða á málstofu um vistvæna steypu - 25.9.2019

Steinsteypufélag, Umhverfisvæn steypa, Málstofa

Í gær buðu Steinsteypufélag Íslands og EFLA til málstofu um vistvæna steypu. Málstofan var afar vel sótt og ljóst að mikill áhugi var á málefninu enda hefur eftirspurn eftir umhverfisvænni steypu aukist mikið.

Lesa meira

Þrjú erindi á ráðstefnu um hjólreiðar - 24.9.2019

Hjólaráðstefna, Hjólum til framtíðar, Hjól, Ráðstefna, Daði, Ragnar, Elín, Hjólafærni

Síðastliðinn föstudag fór fram ráðstefnan Hjólum til framtíðar. Starfsfólk EFLU á sviði hjólreiða og samgangna tóku þátt og héldu þrjú erindi á ráðstefnunni. 

Lesa meira

Framúrskarandi rekstur frá upphafi - 20.9.2019

Creditinfo,

EFLA verkfræðistofa er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019 samkvæmt mati Creditinfo. Þetta er í tíunda sinn sem EFLA fær viðurkenningu þess efnis og hefur fyrirtækið verið á lista framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi. 

Lesa meira

Matarspor, sem reiknar kolefnisspor máltíða, opnar - 18.9.2019

Matarreiknir, Kolefnisreiknir, Reiknivél, Matspor, OR, Matreiknir, Máltíðareiknir

EFLA hefur opnað nýjan vef, Matarspor, sem reiknar út og sýnir kolefnisspor máltíða á myndrænan og upplýsandi hátt. Formleg opnun Matarspors fór fram í dag hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem jafnframt er fyrsta fyrirtækið sem tekur vefinn í notkun. 

Lesa meira

Hugarflugsherbergið Skínandi - 12.9.2019

Brainstorm, nýsköpun, Hafsteinn, þróun, viðskiptaþróun

EFLA leggur mikla áherslu á nýsköpun og þróun í allri sinni starfsemi. Sem liður í þeirri vegferð hefur sérstakt hugarflugsherbergi, Skínandi, verið tekið í notkun. Herbergið er hugsað sem vettvangur til að þróa hugmyndir í hvetjandi umhverfi.

Lesa meira

Gæðastimpill á sviði iðnstýringar - 4.9.2019

Iðnaðarsvið, Iðnaður, Rockwell, RCSI, Samningur, Samstarf, Samstarfssamningur, Partner

EFLA og Rockwell Automation hafa skrifað undir samning sem staðfestir að EFLA hefur þekkingu og færni til að nota hugbúnaðarlausnir og vélbúnað frá fyrirtækinu. Samningurinn er því gæðastimpill söluaðilans og staðfesting á að EFLA veiti vottaðar lausnir frá Rockwell í verkefnum sínum.

Lesa meira

Erindi á ráðstefnu um brúarhönnun - 3.9.2019

IABSE, brúarráðstefna, Brúarþing, alþjóðasamtök, brúarverkfræði, burðarþolsverkfræði, Magnús Arason, Ullevaal, Breiðholtsbraut, Breiðholtsbrú

EFLA tekur þátt í ráðstefnu alþjóðasamtaka brúar- og burðarþolsverkfræðinga, IABSE, sem fer fram í New York í vikunni. Þar flytur Magnús Arason, byggingarverkfræðingur, erindi um tvö ný verkefni sem EFLA hefur unnið að, Breiðholtsbrú í Reykjavík og Ullevaalbrú í Osló.

Lesa meira

Framúrskarandi á sviði umhverfismála - 29.8.2019

Framúrskarandi íslendingur, Ungir framúrskarandi íslendingar, Sigurður, Sigurður Thorlacius

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, hefur verið tilnefndur til verðlaunanna „Framúrskarandi ungir Íslendingar“. Verðlaunin eru veitt árlega af JCI á Íslandi og eru hvatningarverðlaun til ungs fólks sem lætur til sín taka í krefjandi og athyglisverðum verkefnum.

Lesa meira

Straumi hleypt á Straum - 22.8.2019

Hafnarkrani, Krani, Gámakrani, Straumur, Eimskip, Löndunarkrani

Eimskip hefur tekið í notkun nýjan gámakrana sem hefur fengið nafnið Straumur. Kraninn er af stærstu gerð, um 90 metra hár, og mun afkastameiri en eldri kranar. EFLA sá um hönnun rafdreifingar fyrir löndunarkranann, lýsingu svæðisins og fjarskipti.

Lesa meira

Golfmót á Korpunni - 21.8.2019

Gólf, Golf, Korpúlfsstaðir, GR, viðskiptavinamót, Golfarar

Síðastliðinn föstudag, 16. ágúst, fór fram árlegt golfmót viðskiptavina EFLU á Korpúlfsstaðavelli. Þátttaka var með besta móti og tóku 92 golfarar þátt í mótinu.

Lesa meira

Sumarstarfsfólkið kveður okkur - 19.8.2019

Sumarstaff, Sumarfólk, Sumarráðning, Nemendur, Háskólanemendur

Á hverju ári ræður EFLA unga og efnilega háskólanemendur í sumarstörf. Í ár voru 25 aðilar ráðnir til starfa á flestum sviðum og starfsstöðvum fyrirtækisins. Nú þegar hausta tekur kveðjum við sumarfólkið okkar og snúa þau aftur til náms.
Lesa meira

Náttúrulaugar Vök Baths opna - 27.7.2019

Urriðavatn, Egilsstaðir, Fljótandi laug, Laugar, Baðstaður, Náttúrubað

Við Urriðavatn, rétt fyrir utan Egilsstaði hefur nýr baðstaður, Vök Baths, verið opnaður. Aðal kennimerki staðarins eru heitar náttúrulaugar sem fljóta við bakka vatnsins, en þar má einnig finna laugarbar, köld úðagöng og veitingastað í glæsilegu mannvirki í fallegu umhverfi. EFLA sá um alla verkfræðihönnun baðstaðarins. 

Lesa meira

Margverðlaunað hótel Bláa lónsins - 19.7.2019

Verðlaun, Bláa lónið, Retreat, The Blue lagoon, Blue lagoon, Verkfræðihönnun

Rúmt ár er síðan Bláa Lónið opnaði glæsilegt hótel og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Staðurinn hefur vakið mikla eftirtekt fyrir vandaða hönnun og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun, þjónustu og útlit. EFLA hefur átt í góðu samstarfi við Bláa lónið um langt skeið og sá meðal annars um verkfræðihönnun í verkefninu.

Lesa meira

Árétting EFLU vegna umræðu í hverfishópi á Facebook - 18.7.2019

EFLA vill koma á framfæri eftirfarandi áréttingu vegna umræðu sem fór af stað í spjallþræði hverfishóps á Facebook um myndatökur starfsmanns á leikvelli í hverfinu. 

Lesa meira

Miklir möguleikar á notkun vetnis sem orkubera - 12.7.2019

Vetni, Orkuskiptin, Vetnisþróun, Jón Heiðar, Stefán, Stefán Þór, G20, Endurnýjanleg orka

Orkuskiptin eru eitt af stóru hagsmunamálum sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir. Þannig er stefnt að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku sem hefur jákvæð áhrif á loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda. EFLA hefur fylgst vel með þeirri þróun og tekið þátt í umræðunni um orkuskiptin. Eitt af því sem hefur verið skoðað sérstaklega eru möguleikar vetnis sem orkubera, en mikill meðbyr er í alþjóðasamfélaginu að nýta vetni sem eldsneyti.

Lesa meira

Fulltrúi frá EFLU á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna - 11.7.2019

Sigurður Thorlacius, Sameinuðu þjóðirnar, New York, HLPF, ráðstefna

Staða Íslands gagnvart innleiðingu heimsmarkmiða verður kynnt á ráðherrafundi hjá Sameinuðu þjóðunum sem fer fram í New York í næstu viku. Sigurður Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, verður einn af fulltrúum íslenskra ungmenna á ráðstefnunni.

Lesa meira

Endurbætur hafnar á Varmárskóla eftir úttekt EFLU - 10.7.2019

Úttekt, Varmaskóli, Varmárskóli, Endurbætur, Viðhald, Mosó, Mosfellsbær

EFLA verkfræðistofa mun sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir Mosfellsbæ við endurbætur og viðhaldsaðgerðir á húsnæði Varmárskóla. EFLA framkvæmdi heildarúttekt í apríl og maí 2019 en samkvæmt viðhaldsáætlun Mosfellsbæjar var kominn tími á viðhald og úrbætur. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar aðeins tveimur vikum eftir að niðurstaða heildarúttektar liggur fyrir þar sem loftgæði og vellíðan notenda er höfð í fyrirrúmi.

Lesa meira

Greining á þolmörkum Silfru liggur fyrir - 9.7.2019

Ísland, Þingvellir, Silfra, þolmörk, álagsmat, köfun, yfirborðsköfun, stýring, aðgangsstýring, innviðir, öryggi, umhverfi, upplifun

Gestum sem stunda köfun og yfirborðsköfun í Silfru hefur fjölgað mikið undanfarin ár, eða úr rúmlega 19 þúsund í um 62 þúsund milli áranna 2014 og 2018. Nýverið vann EFLA að mati á þolmörkum Silfru fyrir Þingvallanefnd vegna fjölda gesta.

Lesa meira

EFLA fær jafnlaunavottun - 8.7.2019

Jafnlaunavottun, ÍST vottun, ÍST 85 2012, Jafnlaunakerfi

EFLA hefur fengið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Vottunin er mikilvægt skref í að uppfylla markmið um jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins. 

Lesa meira

Hljóðgjöf og hávaðadreifing frá bifreiðum rannsakað - 2.7.2019

Rannsóknarverkefni, Vegagerðin, Hljóðmæling, Rafbílar, Mæling hljóðs, Rafbílamæling, Hekla

EFLA vinnur að rannsóknarverkefni þar sem skoðað er hvaða áhrif mismunandi aflgjafar frá bifreiðum kunna að hafa á hljóðstig í umhverfinu. Í vikunni fór athugunin fram og bauð HEKLA þrjár bifreiðar að láni til verkefnisins. 

Lesa meira

EFLA kolefnisjafnar alla losun frá rekstri - 18.6.2019

EFLA hefur ákveðið að kolefnisjafna alla beina og óbeina losun vegna rekstrar fyrirtækisins eins og gert var í fyrra. Í þetta sinn er það gert í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 7 verkefna - 13.6.2019

Úthlutun, Styrkur, Sjóður, Samfélagssjóður, Umsóknir, Fjárstyrkur

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt sína þrettándu úthlutun. Að þessu sinni bárust 78 umsóknir og hlutu 7 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Lesa meira

Verkefni í Miðausturlöndum - 4.6.2019

Iðnaðarsvið EFLU, Miðausturlönd, Áver, Bahrain, Arabísku furstadæmin, Súrálsverksmiðja

Um þessar mundir vinnur EFLA að tveimur verkefnum í Miðausturlöndum. Annað verkið er vegna stækkunar á álveri í Bahrain og hitt er í tengslum við gangsetningu á súrálsverksmiðju í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Lesa meira

Fimm orkuerindi EFLU á Fagþingi rafmagns - 31.5.2019

samorka, fagþing, orka, orkusvið, park inn, orkumál

EFLA var áberandi á Fagþingi rafmagns sem Samorka stóð að og var starfsfólk okkar með fimm erindi. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti og tekur á því helsta sem viðkemur starfsemi orku- og veitufyrirtækja.

Lesa meira

Framúrskarandi lýsingarhönnun verðlaunuð - 28.5.2019

LDA, Lighting design award, 40 under 40, 40under40, Natalie, lýsingarverðlaun

Alþjóðleg lýsingarverðlaunahátíð, LDA - Ligthing Design Awards, fór fram í London síðastliðinn fimmtudag. Dótturfélag EFLU, KSLD | EFLA, sérhæfir sig í lýsingarhönnun tók á móti tveimur viðurkenningum á hátíðinni. Annars vegar fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli og þá var Natalie Redford, lýsingarhönnuður hjá KSLD | EFLU, sæmd nafnbótinni "40under40".

Lesa meira

Stelpur og tækni heimsækja EFLU - 24.5.2019

Stelpur í tækni, Kvenfyrirmyndir, Viðburður, Verkfræðinám, Tækninám, Ingunnarskóli, HR

EFLA styður við bakið á framtakinu Stelpur og tækni og tók á móti stelpum í fyrirtækið á Norðurlandi og í Reykjavík. Þær fengu innsýn í starfsemina og sögðu konur hjá EFLU frá reynslu sinni af tækni- og verkfræðinámi. 

Lesa meira

Tvær vinningstillögur um vistvæna uppbyggingu lóða - 22.5.2019

CS40, samkeppni, borgarsamkeppni, hönnunarsamkeppni, borgarskipulag, Ártún, Lágmúli, Fabric, Living landslide

Vinningstillögur í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni um endurbætt og umhverfisvænna borgarskipulag voru tilkynntar í dag. EFLA, ásamt samstarfsaðilum, átti tvær vinningstillögur fyrir lóðir í Ártúni og Lágmúla.

Lesa meira

Samfélagsskýrsla EFLU er komin út - 20.5.2019

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2018 hefur verið gefin út en í skýrslunni er gerð grein fyrir samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins í verkum, framtíðarsýn og stefnu. Þetta er í fjórða sinn sem samfélagsskýrsla EFLU kemur út en fyrirtækið er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Lesa meira

Sáttmáli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra - 20.5.2019

Hjólreiðasáttmáli, Hjólreiðafólk, Hjól, Umferðaröryggi, Sáttmáli

EFLA lætur sig umferðaröryggi varða og var í vinnuhóp sem útbjó hjólasáttmála um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni.

Lesa meira

Nýr búnaður notaður til umferðargreiningar - 15.5.2019

Umferð, samgöngur, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut, Rannsókn, Vegagerðin, Rautt ljós, Tíðni á rauðu ljósi, Umferðarljós

Síðastliðið haust fékk EFLA nýjan búnað til að gera ítarlegar greiningar á umferð. Búnaðurinn var notaður í rannsókn þar sem umferð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar var skoðuð. Meðal þess sem kom fram var að 24 af hverjum 10.000 bílum reyndust aka gegn rauðu ljósi. 

Lesa meira

Ný lágvarmavirkjun tekin í gagnið - 13.5.2019

Lágvarmi, Lághitavirkjun, jarðvarmavirkjun, Flúðir, Climeon, Jarðhiti

Á Flúðum hefur nýjasta lághita jarðvarmavirkjun landsins verið tekin í notkun. Í virkjuninni er notast við nýja tækni við nýtingu lághita til framleiðslu rafmagns. EFLA sá um ráðgjöf og hönnun lagna og dæla fyrir öll kerfi virkjunarinnar.

Lesa meira

Varmaendurvinnsla rædd hjá EFLU - 9.5.2019

Fjarðaál, Dokkan, Dokkufundur, Varmi, Vélasvið, Varmi

Áhugaverður fræðslufundur fór fram hjá EFLU síðastliðinn fimmtudaginn þegar gestir frá Dokkunni komu í heimsókn. Viðfangsefnið var varmaendurvinnslukerfi í Fjarðaáli sem getur nýst við húshitun.

Lesa meira

Vel sótt EFLU-þing - 4.5.2019

Sylgja, Haukur Örn, þing, efluþing, fræðslufundur, rakaskemmdir, fasteignagalli

Málefni tengd fasteignum og rakaskemmdum voru rædd á EFLU-þingi sem fór fram fimmtudaginn 2. maí. Umfjöllunarefnin voru sýnataka í húsnæðum vegna rakaskemmda og úrræði í tengslum við ágreiningsmál vegna fasteignagalla.

Lesa meira

Gegnumbrot í Dýrafjarðargöngum - 26.4.2019

jarðgöng, dýrafjarðargöng, gegnumbrot, vestfirðir

Í síðustu viku var síðasta haftið í Dýrafjarðargöngum sprengt og þar með lauk greftri ganganna. Næst hefst vinna við lokastyrkingu í göngunum og vegagerð. EFLA ásamt Geotek er eftirlitsaðili með framkvæmdunum.

Lesa meira

EFLU-þing | Fasteignir og rakaskemmdir - 25.4.2019

EFLA heldur fræðslufund fimmtudaginn 2. maí frá 17:30-19:00 þar sem fjallað verður um hvað hafa þarf í huga varðandi sýnatökur vegna rakaskemmda og túlkun niðurstaðna. Einnig verður fjallað um hvaða úrræði eru í boði þegar upp kemur ágreiningur vegna fasteignagalla.

Lesa meira

Stórt samgönguverkefni í Osló - 17.4.2019

Ullevaal, Ulleval, Osló, Hjólabrú, Göngubrú, Noregur, Norska vegagerðin, Statens vegvesen

Eftir eitt og hálft ár í byggingu eru framkvæmdir á nýrri göngu- og hjólabrú við Ullevål þjóðarleikvanginn í Osló langt á veg komnar. EFLA ásamt samstarfsaðilum vinna verkið fyrir Statens vegvesen, Norsku vegagerðina. 

Lesa meira

Nýr og öflugur dróni - 16.4.2019

UX11, Nýr dróni, Ísmar,

EFLA hefur fest kaup á nýjum dróna, UX11, sem mun stórauka möguleikann á að mæla og kortleggja stór svæði með mikilli nákvæmni á hagkvæman hátt. 

Lesa meira

Samstarfssamningur undirritaður - 11.4.2019

Finnafjörður, Langanesbyggð, Vopnafjörður, bremenports, hafnarstarfsemi

Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins bremenports og verkfræðistofunnar EFLU undirrituðu í dag samstarfssamninga um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði.

Lesa meira

Vel heppnuð umhverfisvika EFLU - 10.4.2019

Umhverfismál, Starfsmenn, Umhverfisviku, Umhverfisvika, Umhverfi

EFLA leggur mikla áherslu á að ná betri árangri í umhverfismálum, hvort sem er í eigin starfsemi eða í verkefnum. Til að stuðla að aukinni vitund starfsmanna um umhverfistengd málefni er haldin einu sinni á ári Umhverfisvika EFLU.

Lesa meira

Hæfileikaríkir lýsingarhönnuðir tilnefndir - 8.4.2019

Lýsingarhönnun, Verðlaun, Viðurkenningar

Árlega útnefnir alþjóðlega tímaritið 'Lighting' magazine fjörtíu hæfileikaríka lýsingarhönnuði undir fertugu. Í ár var Natalie Redford lýsingarhönnuður hjá KSLD | EFLU Lýsingarhönnun ein af þeim sem hlaut titilinn "40under40".

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Samfélagssjóð EFLU - 6.4.2019

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna í samfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. apríl næstkomandi. 

Lesa meira

EFLA miðlar þekkingu um snjóflóðavarnir - 5.4.2019

Snow.is, snow, Ofanflóðavarnir, Siglufjörður, Ráðstefna, Snjóflóð

Alþjóðleg ráðstefna um snjó- og ofanflóðavarnir fer fram á Siglufirði 3-5 apríl. Fulltrúar frá EFLU eru á staðnum og flytja tvö erindi. 

Lesa meira

Skipulagsverðlaun Íslands fyrir Skerjafjörð - 2.4.2019

Skipulagsmál, Skerjafjörður, Rammaskipulag

EFLA, ásamt ASK arkitektum og Landslagi hlaut Skipulagsverðlaun Íslands, fyrir rammaskipulag Skerjafjarðar.

Lesa meira

Sjálfbærni rædd á strandbúnaðarráðstefnu - 29.3.2019

Árleg ráðstefna um strandbúnað fór fram í síðustu viku og var EFLA með kynningarbás á svæðinu ásamt því sem fulltrúi okkar hélt erindi. Sjálfbærni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru þau málefni sem EFLA lagði áherslu á.  

Lesa meira

BIM og ráðgjafar - 22.3.2019

EFLA var með erindi á örráðstefnu BIM Ísland 14. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina BIM og ráðgjafar. Erindi EFLU var unnið í samstarfi við Arkþing og fjallaði um nýlegt verkefni sem unnið er samkvæmt BIM aðferðarfræði.

Lesa meira

Nýsköpun og þróun í áliðnaði - 20.3.2019

Álklasinn, Nýsköpunarmót

Nýsköpunarmót Álklasans fór fram í gær í Háskóla Íslands og hélt Leó Blær Haraldsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, erindi um hvernig hægt er að nýta umframorku sem fellur til hjá álveri til húshitunar. 

Lesa meira

EFLA kaupir ráðgjafarfyrirtæki í Póllandi - 15.3.2019

Ispol, Ispól, Íspól, Lodz

EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu Ispol Projekt í Póllandi. Ispol sérhæfir sig í alhliða undirbúningi og hönnun flutningslína raforku og tengivirkja. Þar með eru taldar loftlínur, jarðstrengir og ljósleiðarar ásamt háspennubúnaði. 

Lesa meira

Styrkir til rannsókna- og þróunarstarfs - 13.3.2019

Rannsóknir, Nýsköpun, Rannsóknarstyrkur, Vegagerðin, Rannsóknarsjóður, Þróunarverkefni

Rannsóknir og nýsköpun eru mikilvægur og sívaxandi þáttur í starfsemi EFLU og er unnið markvisst að þróunarverkefnum. Nýverið fékk EFLA rannsóknarstyrki frá Vegagerðinni sem veitir nokkrum spennandi verkefnum brautargengi á árinu.

Lesa meira

Samfélagsleg ábyrgð samofin starfsemi EFLU - 7.3.2019

Skilgreint hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Fyrir vikið er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins og hefur þessi leiðarvísir verið fyrirtækinu dýrmætur á vegferð þess á síðustu árum. Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, og Guðrún Jónsdóttir, hljóðverkfræðingur sem er jafnframt í stjórn fyrirtækisins, settust niður með blaðamanni og ræddu áherslur samfélagslegrar ábygðar.
Lesa meira

EFLA tilnefnd til Lúðursins - 28.2.2019

Vatnsdalshólar, Lúðurinn, Ímark, Auglýsingar, Verðlaun

ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, hefur tilkynnt hverjir hlutu tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna 2018. EFLA hlaut tilnefningu í flokki stafrænna auglýsinga fyrir talningu Vatnsdalshóla. 

Lesa meira

Vistferilsgreining á raforkuflutningskerfi Landsnets - 27.2.2019

Kolefnisspor, Landsnet, Flutningskerfi, Raforkukerfi, Umhverfisáhrif

EFLA hefur greint umhverfisáhrif flutningskerfis raforku á Íslandi með aðferðafræði vistferilsgreiningar. Greiningin var unnin fyrir Landsnet og er byggð á öllum flutningsmannvirkjum fyrirtækisins; loftlínum, jarðstrengjum og tengivirkjum. Niðurstöður sýna meðal annars að kolefnisspor íslenska raforkuflutningskerfisins er 0,9 g COígildi á hverja flutta kWst. Af þessum 0,9 grömmum er tæplega helmingur tilkomin vegna framleiðslu á orku sem tapast í flutningskerfinu.

Lesa meira

Hönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýja hitaveitu RARIK á Hornafirði - 21.2.2019

Nýlega gengu EFLA og RARIK frá samningi um hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ákveðna þætti nýrrar hitaveitu RARIK á Hornafirði. Meginhlutverk EFLU verður hönnun og val vélabúnaðar, hitaveitugeymis og stöðvarhúss við Hoffell og dælustöðvar við Stapa.

Lesa meira

Bláa Lónið hlýtur Steinsteypuverðlaunin - 18.2.2019

Steypa, Steinsteypa, Steypuverðlaun, Verðlaun

Steinsteypuverðlaunin í ár voru veitt fyrir frumlega og vandaða notkun á steinsteypu í nýju hóteli og heilsulind Bláa Lónsins. EFLA ásamt Basalt Arkitektum sáu um hönnun og útlit steinsteypu í mannvirkinu og Jáverk sá um framkvæmdina.

Lesa meira

Erindi um hátækni á UTmessunni - 13.2.2019

Ut messa, Harpa, hátækni erindi,

Vel sótt UTmessa fór fram síðustu helgi í Hörpu. Á föstudeginum var haldin ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatækni og hélt Þorsteinn Helgi Steinarsson hjá EFLU erindi um hátækni á tímum stafrænnar byltingar. 

Lesa meira

Varanlegar göngugötur í Reykjavík - 4.2.2019

göngugata, göngugötur, laugavegur

Reykjavíkurborg kallaði eftir samtali við íbúa og fagaðila til að ræða útfærslur og hönnun göngugatna. Eva Þrastardóttir, skipulagsfræðingur hjá EFLU, hélt erindi um það sem hafa ber í huga við breytingu blandaðra verslunargatna í göngugötur.

Lesa meira

Nýtt sjúkrahótel með hæsta skor vistvottunar á Íslandi - 1.2.2019

Landspítali, BREEAM, Vistvottun, Matsmaður, Sjúkrahótel, Spital, Spítal

Sjúkrahótel Landspítalans við Hringbraut var afhent formlega fimmtudaginn 31. janúar. EFLA kom að byggingu sjúkrahótelsins með fjölbreyttum hætti og sá m.a. um ráðgjöf vegna umhverfisvottunar samkvæmt BREEAM. Byggingin fékk hæstu einkunn í vistvottun sem hús hefur fengið hingað til hér á landi.

Lesa meira

Landark sameinast EFLU - 30.1.2019

Hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Landark hefur sameinast EFLU verkfræðistofu. Landark hefur frá árinu 1983 starfað á sviði landslags- og skipulagsmála og hafa fyrirtækin átt í góðu samstarfi um langt skeið. 

Lesa meira

Meistaraverkefni um varmaendurvinnslukerfi í álveri - 24.1.2019

Fjarðaál, Álver, Vélaverkfræði, Leó

Starfsmaður EFLU, hinn nýútskrifaði vélaverkfræðingur Leó Blær Haraldsson, vann áhugavert lokaverkefni sem hefur vakið töluverða athygli. Í verkefninu er skoðaður sá möguleiki að nýta varmann í útblástursgösum Fjarðaáls til þess að hita upp vatn sem hægt væri að nýta til húshitunar á Reyðarfirði. 

Lesa meira

Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps - 22.1.2019

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2015-2027. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðar- og sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira

Formleg opnun Vaðlaheiðarganga - 14.1.2019

Vaðlaheiði, Vaðlaheiðargöng, Jarðgöng

Laugardaginn 12. janúar fór fram formleg opnun Vaðlaheiðarganga, vegganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. EFLA í samstarfi við GeoTek var eftirlitsaðili með framkvæmdunum. Að auki sá EFLA um hönnun rafbúnaðar í göngunum og vega utan ganga.

Lesa meira

Endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps - 11.1.2019

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira

Efling vistvænna ferðavenja - 21.12.2018

Snjallræði, Samgönguspor, vistvænn ferðamáti, samgöngusamningur, Viðurkenning, Viðskiptahraðall

Á dögunum hlaut EFLA viðurkenningu fyrir þátttöku í Snjallræði, fyrsta íslenska viðskiptahraðlinum fyrir samfélagslega nýsköpun. Daði Baldur Ottósson og Ragnar Gauti Hauksson frá EFLU unnu að verkefninu Samgönguspor og var það eitt af sjö verkefnum sem valin voru til þátttöku en alls bárust 40 umsóknir.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 6 verkefna - 19.12.2018

Úthlutun, Styrkur, Sjóður, Samfélagssjóður, Umsóknir, Fjárstyrkur

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt sína tólftu úthlutun. Að þessu sinni bárust 76 umsóknir og hlutu 6 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Lesa meira

Ný göngubrú opnuð í Bergen - 19.12.2018

Nunnubrú, Nonnekloppen, Bergen, Göngubrú, Hjólabrú

Ný göngu- og hjólabrú á Nygårdstangen í Bergen hefur verið opnuð. EFLA hannaði brúna í samstarfi við Studio Granda ásamt því að sjá um hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg, lýsingu, stoðveggjum og fyllingum í sjó. 

Lesa meira

Opnunartími EFLU yfir hátíðirnar - 19.12.2018

opnunartími, jól, jólaopnun

Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Upplýsingar um opnunartíma EFLU yfir jólahátíðina má sjá hér fyrir neðan.
Lesa meira

Viljayfirlýsing um að auka notkun á endurnýjanlegri orku - 17.12.2018

Síðastliðinn föstudag skrifuðu Landsnet, RARIK, HS Veitur og Félag Íslenskra Fiskmjölsframleiðenda (FÍF) undir viljayfirlýsingu um að stuðla að aukinni notkun á endurnýjanlegri orku í fiskmjölsiðnaði. EFLA kom að málinu sem ráðgjafi og sat í nefnd fyrir hönd FÍF.

Lesa meira

Aflmeiri landtengingar fyrir sjávarútveg - 11.12.2018

Raftenging skipa, Rafmagnstenging skipa, Skip rafmagnstengd

Verkefni EFLU um fyrirhugaða landtengingu rafmagns fyrir uppsjávarskip hefur vakið töluverða athygli. Skoðaðir hafa verið fjárhagslegir og umhverfislegir ávinningar sem skapast við landtengingu uppsjávarskipa í sjávarútveginum.

Lesa meira

Darc Awards verðlaun fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli - 7.12.2018

Darc awards, lýsing, raufarhólshellir, lava tunnel

EFLA hlaut hin eftirsóttu Darc Awards lýsingarverðlaun í gærkvöldi í flokki landslagslýsingar, Best landscape lighting scheme, fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli. Þetta er í annað sinn sem EFLA vinnur þessi verðlaun en alls voru 40 alþjóðleg lýsingarverkefni tilnefnd í flokknum að þessu sinni.

Lesa meira

Annað sæti í samkeppni um skipulag við Stjórnarráðsreit - 4.12.2018

Stjórnarráðsreitur, Samkeppni, Ríkið, Stjórnarráð, Skipulag

Úrslit í samkeppni um skipulag Stjórnarráðreits voru tilkynnt í gær 3. desember. EFLA og samstarfsaðilar hlutu annað sætið í samkeppinni.

Lesa meira

EFLA tilnefnd til loftslagsviðurkenningar - 30.11.2018

Loftslagsviðurkenning, Verðlaun, Loftslagsmál, Festa

Á árlegum loftslagsfundi hlaut EFLA tilnefningu til loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og náð eftirtektarverðum árangri í málaflokknum.

Lesa meira

Leið EFLU í átt að framúrskarandi samfélagsábyrgð - 25.11.2018

Verðlaun, framúrskarandi, Festa, Festu, Creditinfo, Samfélagsábyrgð

Í tilefni viðurkenningar EFLU sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki var tengslafundur Festu haldinn hjá okkur fimmtudaginn 22. nóvember. Sögðum við frá þeirri vegferð sem var farin í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstrinum og í verkefnum okkar.

Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna kvenleiðtoga - 23.11.2018

WPL, Kvenleiðtogar, Harpa, ráðstefna, bakhjarl

Heimsþing alþjóðasamtakanna, Woman Political Leaders, Global Forum, (WPL) verður haldið í Hörpu 26. - 28. nóvember næstkomandi. EFLA er einn af bakhjörlum ráðstefnunnar. Lesa meira

Samgöngu- og skipulagsmál rædd - 23.11.2018

Skipulagsmál, Fréttablaðið

EFLA hefur unnið með sveitarfélögum og fyrirtækjum í því að marka stefnu varðandi skipulagsmál og samgöngumál. Í verkefnunum er mikil áhersla lögð á að veita umhverfisvænni lausnir. Starfsmenn EFLU, Bryndís Friðriksdóttir og Sigurður Grímsson, fóru yfir málið með blaðamanni á dögunum.

Lesa meira

Skosk lýsingarhönnunarstofa verður dótturfyrirtæki EFLU - 19.11.2018

KSLD, dótturfyrirtæki, Kevan Shaw, Skotland, Lýsing, Sameining

EFLA verkfræðistofa tilkynnir sameiningu lýsingarhönnunarstofunnar KSLD við EFLU. Stofan er vel þekkt innan fagsins og státar af fjölmörgum verðlaunuðum verkefnum, í Bretlandi og á alþjóðavísu. 

Lesa meira

EFLA með tvö erindi á haustfundi SATS - 19.11.2018

SATS, Tæknifundur, Haustfundur, Tæknimál, Málefni sveitarfélaga

Samtök tæknimanna sveitarfélaga, SATS, hélt árlegan haustfund föstudaginn 16. nóvember. Fulltrúar EFLU, Anna Heiður Eydísardóttir frá vatns- og fráveitusviði og Gréta Hlín Sveinsdóttir frá landupplýsingasviði, héldu erindi á fundinum. Lesa meira

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð - 15.11.2018

Samfélagsleg ábyrgð, Creditinfo, Framúrskarandi, Viðurkenning

EFLU verkfræðistofu var veitt viðurkenning CreditInfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og hefur verið á þeim lista frá upphafi. Þess utan viðurkenndi Creditinfo sérstaklega tvö fyrirtæki, annars vegar fyrir framúrskarandi nýsköpun og hins vegar fyrir framúrskarandi samfélagslega ábyrgð. EFLA varð í ár fyrir valinu sem framúrskarandi fyrirtæki í samfélagslegri ábyrgð. 

Lesa meira

EFLA tekur þátt í Sjávarútvegsráðstefnu - 15.11.2018

Árleg Sjávarútvegsráðstefna fór fram í Hörpu 15.-16. nóvember og var EFLA með erindi um aflmeiri landtengingar uppsjávarskipa. Lesa meira

Orkumál rædd á morgunverðarfundi - 8.11.2018

Farið var yfir stöðu orkumarkaða á Íslandi og erlendis á opnum morgunverðarfundi Landsvirkjunar þann 6. nóvember. Einnig fóru fram pallborðsumræður og tók sviðsstjóri orkusviðs EFLU þátt þeim.

Lesa meira

EFLA með fjögur erindi á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar - 5.11.2018

Samgöngumálefni, Vegagerðin, Rannsóknir, Þróun, Samgöngur

Farið var yfir afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs í vegamálum á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2. nóvember síðastliðinn. EFLA var með kynningarbás á svæðinu og héldu starfsmenn okkar erindi á ráðstefnunni. Lesa meira

Tilnefning til Darc Awards lýsingarverðlauna - 1.11.2018

Tilnefnd, Darc Awards, Lýsingarverðlaun, Lýsingarhönnun, Verðlaun

EFLA hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra lýsingarverðlauna, Darc Awards 2018, fyrir hönnun lýsingar í Raufarhólshelli. Tilnefningin er í flokki landslagslýsingar, Best landscape lighting scheme, en 24 önnur alþjóðleg verkefni eru tilnefnd í flokknum.

Lesa meira

EFLA flytur höfuðstöðvar sínar - 30.10.2018

Nýjar höfuðstöðvar, Flutningar, Lyngháls, Flytja, Skrifstofa, Staðsetning

EFLA verkfræðistofa hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Um er að ræða endurnýjað skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum, alls um 7.200 fermetra.

Lesa meira

Stálvirki nýrrar göngubrúar í Noregi reist - 30.10.2018

Göngubrú, Hjólabrú, Ulleval, Ring 3, Noregur

Um helgina var reist stálvirki í lengsta haf nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Ring 3 stofnbrautina í Osló. EFLA hannaði brúna og hefur gegnt lykilhlutverki í undirbúningi framkvæmdarinnar. Reising þessa hluta brúarinnar er einn veigamesti verkþátturinn, ekki síst vegna þess að loka þurfti Ring 3, en um stofnbrautina aka yfir 60.000 ökutæki á dag. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir - 24.10.2018

Hydro, Vatnsafls, Sýning, Gdansk

EFLA, ásamt samstarfsaðilum frá Íslandi á sviði vatnsaflsvirkjana, tók þátt í alþjóðlegu sýningunni, Hydropower & Dams, sem fór fram í Gdansk, Póllandi í síðustu viku. Markmið með þátttökunni var að kynna íslenska sérfræðiþekkingu á sviði hönnunar og ráðgjafar á vatnsaflsvirkjunum.

Lesa meira

Niðurstöður talningar á Vatnsdalshólum - 19.10.2018

Vatnsdalshólar, Talning, Landinn, Fjöldi hóla, Vatnsdalur

Þá er komið að því sem margir hafa beðið eftir. Vatnsdalshólarnir í Austur-Húnavatnssýslu hafa verið taldir út frá tveimur skilgreiningum. Getspakir landsmenn fengu tækifæri á að giska á fjöldann í Facebook-leik EFLU og liggja úrslitin fyrir. 

Lesa meira

Hönnunarmöstur í Noregi - 19.10.2018

Designmaster, Rogaland, Háspennulínur, Möstur, Kjerag, Widenoja, Lyse-Tjørhorn

Við vinsælan ferðamannastað í Noregi, Kjerag í Rogalandi, hafa risið þrír háir turnar sem saman mynda sérhannað háspennulínumastur efst í fjalls­hlíðinni. Starfsmenn EFLU í Noregi og á Íslandi ásamt Widenoja Design höfðu veg og vanda að hönnun turnanna fyrir Statnett en fleiri aðilar komu að hönnun bergundirstaðanna.

Lesa meira

Sjálfbær þróun í fiskeldi rædd á Arctic Circle - 18.10.2018

Málstofa, Arctic Circle, Hafsteinn Helgason, Fiskeldi, Norðurslóðir

Alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir, Arctic Circle, fer fram í Hörpu dagana 19.-21. október. EFLA hefur tekið þátt í ráðstefnunni frá upphafi og stendur fyrir málstofu þar föstudaginn 19. október, undir formerkjum sjálfbærrar þróunar í fiskeldi á Norðurslóðum. 

Lesa meira

Skýrsla um þolmörk í ferðaþjónustu - 15.10.2018

Ferðaþjónusta, Álagsmat, Þolmörk, Stjórnstöð ferðamála, Áfangaskýrsla

Komin er út skýrsla sem er áfangaskýrsla í mati á álagi á umhverfi, innviði, efnahag og samfélag vegna fjölda ferðamanna sem EFLA, ásamt samstarfsaðilum, vann fyrir Stjórnstöð ferðamála. Í skýrslunni er kynnt kerfi til að framkvæma mat á álagi en það byggir á 66 vísum sem þróaðir voru í samráði við hagsmunaaðila. Annar áfangi verkefnisins er nú að hefjast og felur hann í sér framkvæmd á sjálfu matinu. Áfanga þessum lýkur vorið 2019. 

Lesa meira

Vilt þú giska á fjölda Vatnsdalshóla? - 12.10.2018

Vatnsdalshólar, Facebookleikur, Hólar, Fjöldi hóla, Leikur, Landinn

Viltu taka þátt í skemmtilegum leik og giska á hversu margir Vatnsdalshólarnir eru? Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar eða sem næst réttu svari. Í verðlaun eru Bose, quiet comfort 35 II, þráðlaus heyrnartól. Hægt er að skrá svör á Facebooksíðu EFLU. 

Lesa meira

EFLA vill koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu - 10.10.2018

Braggamálið, Braggi, Nauthólsvík, Nauthólsvegur

Verkefni að Nauthólsvegi hefur verið umfjöllunarefni undanfarna daga og í því samhengi hefur verið fjallað um vinnu EFLU í verkinu. Umfang verkefnisins snýst um endurnýjun og nýbyggingu auk lóðafrágangs á húsnæði að Nauthólsvegi 100. Samtals eru þetta 450 fermetrar af byggingum frá stríðstímum auk nýrrar tengibyggingar milli svonefnds bragga og skemmu.

Lesa meira

Glerárvirkjun II ræst - 5.10.2018

Glerárvirkjun, Glerá, Smávirkjun, Akureyri

Þann 5. október síðastliðinn var Glerárvirkjun II á Akureyri tekin í notkun. Virkjunin er 3,3 MW og getur séð um 5000 heimilum fyrir rafmagni. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um alla frumhönnun, hönnun aðrennslispípu og eftirlit framkvæmda.

Lesa meira

Uppbygging norska flutningskerfisins með sjálfbærni að leiðarljósi - 5.10.2018

Statnett, LCA, Vistferilsgreining, Kolefnisspor, Flutningskerfi, Noregur

Statnett, sem rekur flutningskerfi raforku í Noregi, hefur þróað möstur sem fyrirhugað er að nota við uppbyggingu flutningskerfisins. Til að meta umhverfisáhrif mastranna var EFLA fengin til að gera vistferilsgreiningu og meta kolefnisspor þeirra. 

Lesa meira

Gagnasöfnun með drónum rædd á EFLU-þingi - 4.10.2018

EFLU-þing, EFLUþing, Drónar, Selfoss

Föstudaginn 28. september fór fram EFLU-þing á Selfossi. Fjallað var um hvernig EFLA getur notað dróna til að kortleggja, ástandsgreina og skoða byggingar. Lesa meira

Eru Vatnsdalshólarnir óteljandi? - 2.10.2018

Vatnsdalshólar, Óteljandi, Landupplýsingar, Landinn, Hæðarlíkan

Flestir landsmenn hafa eflaust keyrt fram hjá hinum fjölmörgu Vatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu sem til þessa hafa verið álitnir meðal þriggja óteljandi náttúrufyrirbæra á Íslandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að nota tæknina til að telja Vatnsdalshóla. Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum - 1.10.2018

Samfélagssjóður EFLU, Umsókn um styrk, Styrktarumsókn, Styrkur, Fjárstuðningur

EFLA starfrækir samfélagssjóð sem veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna í samfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. október næstkomandi. 

Lesa meira

Aðalskipulag Rangárþings ytra - 1.10.2018

Aðalskipulag, Skipulagsmál, Sveitastjórn

Rangárþing ytra hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir tímabilið 2016-2028 og hefur EFLA verið ráðgjafi sveitarfélagsins í þeirri vinnu. Lesa meira

Gangavinnu við Dýrafjarðargöng miðar vel áfram - 27.9.2018

Merkum áfanga var náð síðasta laugardag við gerð Dýrafjarðarganga þegar síðasta færan í göngunum Arnarfjarðarmegin var sprengd og lauk sprengigreftri þeim megin. EFLA og Geotek sjá um verkeftirlit með gangagerðinni, en Metrostav og Suðurverk eru verktakar. Lesa meira

Málefni hjólreiða rædd - 25.9.2018

Hjólum til framtíðar, Ráðstefna um hjól, Hjólaráðstefna

Ráðstefnan Hjólum til framtíðar fór fram síðastliðinn föstudag og tóku starfsmenn EFLU þátt í ráðstefnunni. EFLA var með kynningarbás á svæðinu og fluttu tveir samgönguverkfræðingar okkar erindi. Lesa meira

Steinn situr áfram sem fastast - 19.9.2018

Esja, Skógræktarfélag Reykjavíkur, undirstöður

EFLA fékk það skemmtilega verkefni að lagfæra eitt helsta kennileiti Esju, sjálfan Stein. Umræddur Steinn birtist gjarnan á samfélagsmiðlum fjallagarpa Esjunnar og er vinsæll myndafélagi á sjálfum (selfies). Lesa meira

Raflagna- og brunahönnun í nýju íþróttahúsi Grindavíkur - 13.9.2018

Nýtt rúmlega 2.000 fermetra íþróttahús rís nú í Grindavík. EFLA sá um hönnun raflagna, fjarskiptakerfa og brunahönnun byggingarinnar. 

Lesa meira

Ráðstefna um stálbrýr - 10.9.2018

Alþjóðleg ráðstefna um stálbrýr fer fram í Prag, Tékklandi í næstu viku. Andri Gunnarsson, starfsmaður EFLU, flytur þar erindi um nýja hjóla- og göngubrú, Ullevålskrysset. Brúin er staðsett við Ullevål þjóðarleikvanginn í Osló og sá EFLA um hönnun hennar. 

Lesa meira

Græn skref og vottun hjá Umhverfis- og auðlindarráðuneyti - 5.9.2018

Umhverfisvottun

Umhverfis- og auðlindarráðuneytið hefur hlotið umhverfisvottun skv. ISO 14001 ásamt því að hafa lokið síðasta skrefi grænna skrefa í ríkisrekstri. EFLA sá um ráðgjöf við uppsetningu og innleiðingu umhverfisvottunarinnar.

Lesa meira

Starfstækifæri kynnt á Austurlandi - 4.9.2018

Á Egilsstöðum var um helgina haldin náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim. EFLA tók þátt í sýningunni en markmið hennar var að kynna fyrir ungu fólki fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri á Austurlandi. 

Lesa meira

Stórbætt Listasafn opnað - 31.8.2018

Listasafnið á Akureyri var opnað laugardaginn 25. ágúst eftir stækkun og heilmiklar endurbætur á húsnæðinu. Sýningarsölum var fjölgað, kaffihús tekið til starfa og safnabúð opnuð.

Lesa meira

Sýndarveruleiki á Vísindasetri Akureyrarvöku - 29.8.2018

Akureyrarvaka, Sýndarveruleiki, Vísindasetur

Vísindasetur var haldið í Hofi í tengslum við Akureyrarvöku sem fór fram síðastliðna helgi. EFLA hefur tekið þátt í Vísindasetrinu síðustu fjögur ár og er einn af aðalstyrktaraðilum þess. Á kynningarbásnum var sýndarveruleiki EFLU kynntur til leiks og gestum boðið að keyra um í þrívídd í Landmannalaugum.

Lesa meira

Rammasamningur við Isavia - 27.8.2018

Síðastliðinn föstudag, 24. ágúst, undirritaði EFLA ásamt hlutdeildarfélögum í AVRO Design Group rammasamning við Isavia í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll. 

Lesa meira

Sumarstarfsfólkið kvatt - 27.8.2018

Á hverju sumri ræður EFLA til sín efnilega og kraftmikla háskólanemendur. Að jafnaði  eru ráðnir um 40 sumarstarfsmenn til starfa á flestum sviðum og starfsstöðvum fyrirtækisins. 

Lesa meira

Samkomubrú vígð á Akureyri - 24.8.2018

Göngubrú, Samkomubrú, Drottningargata

Fimmtudaginn 23. ágúst var vígð ný göngubrú við Drottningarbraut á Akureyri og hlaut hún nafnið Samkomubrú. Göngubrúin setur sterkan svip á bæinn og verður án efa eitt af kennileitum bæjarins.

Lesa meira

Árlegt golfmót EFLU - 13.8.2018

Golfmót viðskiptavina EFLU fór fram síðastliðinn föstudag, 10. ágúst, en mótið hefur verið haldið árlega síðan 2012. Veðrið var með ágætasta móti og aðstæður á vellinum góðar.

Lesa meira

Vistvottunarkerfi samgangna metið - 3.8.2018

Vistvottunarkerfi, Rannsóknarsjóður, Vegagerðin, Losun gróðurhúsalofttegunda, Umhverfismál, Samgöngur

EFLA hlaut styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar til að leggja mat á hvaða vistvottunarkerfi gæti hentað til að meta innviði Vegagerðarinnar; vegi, brýr og hafnir. Skoðuð voru 25 kerfi út frá ákveðnum viðmiðum og var vottunarkerfi BREEAM/CEEAQAL metið það hentugasta.

Lesa meira

Garðyrkju- og umhverfisstjórn rædd á alþjóðlegri ráðstefnu - 2.8.2018

Alþjóðleg ráðstefna, Parks and Nature Congress, fer fram í Hörpu 15.–17. ágúst næstkomandi. Magnús Bjarklind, starfsmaður EFLU, verður með erindi á föstudeginum um skrúðgarðyrkju. 

Lesa meira

Samstarfssamningur við Fiix um viðhaldsstjórnunarkerfi - 31.7.2018

EFLA hefur gert samstarfssamning við hugbúnaðarfyrirtækið Fiix Inc. frá Kanada. Samstarfið felur í sér að EFLA getur veitt viðskiptavinum sínum afar notendavæna hugbúnaðarlausn Fiix til að halda utan um öll verkefni sem snúa að viðhaldsstjórnun fasteigna, vélbúnaðar og tækja.

Lesa meira

Fyrsta áfanga við smíði göngu­brúar yfir Breiðholtsbraut lokið - 23.7.2018

Breiðholtsbrú, Göngubrú, Breiðholt

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut miðar vel áfram. Um helgina fór fram uppsteypa brúarinnar og lauk þar með 1. áfanga verksins.

Lesa meira

Smíði nýrrar brúar við Ullevaal í Noregi - 20.7.2018

Um þessar mundir er vinna í fullum gangi við smíði á stálvirki nýrrar göngu- og hjólabrúar sem mun rísa við Ullevaal í Osló. 

Lesa meira

EFLA gefur út skýrsluna Orkuverð á Íslandi - 11.7.2018

EFLA fylgist náið með orkunotkun og þróun orkuverðs og gefur nú út í annað sinn skýrslu um þróun orkuverðs, en hún kom fyrst út í október 2016.

Lesa meira

Ný tækni við að nýta lághitajarðvarma - 28.6.2018

Á Flúðum er verið að reisa nýja lághita jarðvarmavirkjun. Í virkjuninni er notast við nýja tækni við nýtingu lághita til framleiðslu rafmagns. EFLA er aðalráðgjafi í sambandi við nýtinguna á jarðvarmanum og hönnun á lagnakerfi virkjunarinnar. 

Lesa meira

Votlendissjóður tekur til starfa - 28.6.2018

Votlendissjóður tók formlega til starfa 30. apríl síðastliðinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurheimt votlendis og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira

Hálfnuð með Dýrafjarðargöng - 26.6.2018

Jarðgöng, Göng, Gangavinna

Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Þau munu koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun í framhaldinu styttast um 27,4 km. 

Lesa meira

Vorúthlutun Samfélagssjóðs EFLU - 20.6.2018

Samfélagssjóður EFLU veitti sína tólftu úthlutun í dag. Að þessu sinni bárust 65 umsóknir í alla flokka og hlutu 9 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Lesa meira

EFLA með erindi á Umhverfismatsdeginum - 18.6.2018

Umhverfismatsdagur, Ólafur Árnason

Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, var haldinn þann 7. júní.  Meðal fyrirlesara var Ólafur Árnason, fagstjóri skipulagsmála hjá EFLU, og flutti hann erindi um landslag og ásýnd. 

Lesa meira

Framtíðarfræði rædd hjá EFLU - 16.6.2018

Stjórnvísi hélt vel sóttan fund um framtíðarfræði hjá EFLU þann 14. júní. Á fundinum fjallaði Andrew Curry, sérfræðingur um framtíðarfræði, um aðferð sem nefnist Three Horizon.

Lesa meira

Nýjar brýr í Drammen - 15.6.2018

EFLA hefur í samstarfi við þrjár arkitektastofur útfært tillögur að tveim nýjum brúm yfir Drammenselva í Drammen í Noregi. Um er að ræða endurnýjun á Bybrua, sögufrægri vegbrú sem tengir meginsvæðin í miðborg Drammen, og nýja göngubrú neðan hennar. 

Lesa meira

Bygging hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri - 13.6.2018

Norðurorka skrifaði nýverið undir samning við verktakafyrirtækið SS Byggir um byggingu hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri. EFLA hefur verið Norðurorku til halds og traust í þessu verkefni og sá um alla verkfræðihönnun, þ.e. hönnun á húsbyggingu, vélbúnaði og útrás. 

Lesa meira

Fráveitulausn á Mývatni hlýtur viðurkenningu - 12.6.2018

Umbótaáætlun Skútustaðahrepps á sviði fráveitumála hlaut viðurkenningu á ráðstefnu um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. EFLA vann að hönnun fráveitulausnarinnar sem felst í söfnun og brottakstri svartvatns ásamt nýtingu þess.

Lesa meira

Fjölmennt á EFLU-þingi á Akureyri - 8.6.2018

Fimmtudaginn 7. júní fór fram EFLU-þing í Hofi á Akureyri og var fjallað um áhrif innivistar í byggingum á líðan fólks. Málþingið var afar vel sótt og voru um 80 gestir samankomnir. Starfsmenn EFLU sem starfa við ráðgjöf á sviðinu fluttu erindi og sköpuðust áhugaverðar umræður um málefnið meðal fundargesta. 

Lesa meira

Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar - 30.5.2018

Aðalskipulag, Bláskógabyggð, Skipulag, Skipulagsstofnun

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðabyggð, sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira

Verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku - 29.5.2018

Samkeppni, Hugmyndakeppni, Hafsteinn Helgason, Varmaorka

Nýverið stóðu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orka náttúrunnar fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. EFLA verkfræðistofa með Hafstein Helgason, sviðsstjóra viðskiptaþróunar, í forsvari sendi inn tillögu í samkeppnina sem vann til verðlauna. 

Lesa meira

Samfélagsskýrsla EFLU 2017 er komin út - 23.5.2018

Samfélagsleg ábyrgð, Global compact

EFLA hefur gefið út sína þriðju skýrslu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Í skýrslunni er leitast við að taka saman á einum stað helstu áherslur fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð á árinu 2017. 

Lesa meira

EFLU-þing á Akureyri: Hvernig líður okkur í byggingum? - 18.5.2018

Málþing, Innivist

Þann 7. júní fer fram EFLU-þing á Akureyri og verður fjallað um áhrif innivistar á heilnæmi bygginga og líðan fólks. Staðreyndin er að við verjum að jafnaði 90% af tíma okkar innandyra og því skiptir miklu máli fyrir heilsu og vellíðan að innivistin sé góð.

Lesa meira

Málefni veitufyrirtækja rædd á Fagþingi Samorku - 16.5.2018

Samorka, Fagþing, Fráveitur, Veitur, Hitaveitur, Vatnsveitur

Fagþing Samorku um málefni veitufyrirtækja, þ.e. hita- vatns- og fráveitna, verður haldið 23.-25. maí í Hveragerði. Starfsfólk EFLU á sviði veitumála sækir ráðstefnuna og flytja þar fjögur erindi. 

Lesa meira

Seinni vélasamstæða Þeistareykjavirkjunar gangsett - 11.5.2018

Framkvæmdum við nýjustu jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, Þeistareykjavirkjun, er að ljúka og eru báðar 45 MWe vélasamstæður virkjunarinnar komnar í rekstur. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss, lagningu gufuveitu og forritun stjórnkerfis.

Lesa meira

Göngubrú í Noregi komið fyrir - 11.5.2018

Þann 3. maí var ný stálbrú hífð á sinn stað við Nygårdstangen í Bergen eftir að hafa verið flutt í heilu lagi með skipi frá Póllandi þar sem hún var smíðuð. Brúin sem er 72 m löng göngu- og hjólabrú vegur 155 tonn. 

Lesa meira

Tilnefning til Norrænu lýsingarverðlaunanna - 9.5.2018

Lýsingarhönnun EFLU í Raufarhólshelli hefur verið tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna en tvö íslensk lýsingarverkefni hlutu tilnefningu. Hitt verkefnið er lýsingarhönnun í Lava eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli. Á bak við Norrænu lýsingarverðlaunin, Nordisk Lyspris, standa samtök ljóstæknifélaga á Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. 

Lesa meira

Stelpur í tækni - 9.5.2018

Þann 3. maí síðastliðinn tók EFLA á móti hóp ungra stúlkna úr 9. bekk í Rimaskóla í tengslum við verkefnið „Stelpur og tækni“. Verkefnið er á vegum Háskólans í Reykjavík, Ský og Samtaka iðnaðarins. Stelpum er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki með það að markmiði að  vekja áhuga þeirra á þeim ýmsu möguleikum sem eru fyrir hendi í tækninámi og störfum.

Lesa meira

Viðurkenning fyrir lagnaverk - 1.5.2018

EFLA hefur hlotið viðurkenninguna „Lofsvert lagnaverk 2017“ fyrir hönnun á lagna- og loftræsikerfi í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ. Það er Lagnafélag Íslands sem veitir árlega viðurkenningar fyrir vel unnið lagnaverk. 

Lesa meira

Sjálfakandi bíll kemur til landsins - 30.4.2018

Fyrsti sjálfakandi bíllinn á Íslandi verður frumsýndur á Snjallborgarráðstefnu Reykjavíkur fimmtudaginn 3.maí. EFLA hefur staðið að undirbúningi komu bílsins í samstarfi við Heklu, Smyril Line og Autonomous Mobility.

Lesa meira

Smávirkjunarkostir í Eyjafirði - 27.4.2018

Mánudaginn 23. apríl kynnti EFLA skýrslu sem var unnin fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um smávirkjunarkosti í Eyjafirði. Kynningin var haldin í Hofi og mættu um 60 manns, þ.á.m. sveitastjórnarmenn, virkjunaraðilar, aðilar frá orkufyrirtækjum og aðrir áhugasamir um virkjanir. 

Lesa meira

EFLA tekur þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu - 24.4.2018

Alþjóðleg ráðstefna og sýning um jarðhita, Iceland Geothermal Conference, fer fram í Hörpu dagana 24. – 26. apríl. Ráðstefnan er haldin af Íslenska jarðhitaklasanum sem EFLA er hluti af. Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan fer fram og að þessu sinni er áherslan sett á umræðuna um viðskiptaumhverfið og þær áskoranir sem fylgja því að þróa jarðhitatengd verkefni. 

Lesa meira

Hljóðvistarráðstefna í Reykjavík - 13.4.2018

Ráðstefna BNAM, Baltic-Nordic Acoustics Meeting, um hljóðvistarmál fer fram 15.-18. apríl í Hörpu og hana sækja fagaðilar, nemendur og sérfræðingar á breiðu sviði hljóðtengdra málefna. Starfsmenn EFLU á sviði hljóðvistar taka þátt í ráðstefnunni og flytja erindi ásamt því að vera með kynningarbás.

Lesa meira

Norðurorka tekur nýtt skjákerfi í notkun - 9.4.2018

EFLA hefur undanfarin misseri verið ráðgjafi Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis á Akureyri, varðandi þróun og uppsetningu á nýju skjákerfi sem ætlað er að leysa eldra kerfi af hólmi.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum - 5.4.2018

EFLA veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu og stuðla að fjölbreyttu mannlífi. Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóðinn og tekið er á móti umsóknum til 22. apríl næstkomandi.  Lesa meira

EFLA með tvö erindi á Degi verkfræðinnar - 4.4.2018

Föstudaginn 6. apríl, verður Dagur verkfræðinnar haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, spennandi störf og verkefni á sviðinu ásamt því að efla tengsl og samheldni innan greinarinnar. Starfsfólk EFLU tekur virkan þátt í deginum og flytja tveir starfsmenn okkar erindi.

Lesa meira

Rannsóknarverkefni um losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðum - 28.3.2018

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins. EFLA verkfræðistofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sorpurðun Vesturlands hf. fengu 2 milljón króna styrk til að halda áfram rannsókn þar sem lagt er mat á losun metans frá urðunarstöðum hér á landi sem og oxun metans í yfirborði með mælingum og vöktun. 

Lesa meira

Tillögur um hagkvæmt húsnæði - 22.3.2018

Reykjavíkurborg ætlar á næstu árum að úthluta lóðum fyrir um fimm hundruð íbúðir fyrir fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Veittur verður afsláttur af lóðaverði og íbúðirnar miðaðar að þörfum þeirra sem geta ekki, eða vilja ekki, leggja mikið fé í eigið húsnæði. Hugmyndaleit að framkvæmd slíkrar byggðar var sett af stað í vetur og sendi EFLA inn nokkrar tillögur, þar af sendu EFLA og Ístak inn sameiginlega tillögu.

Lesa meira

Íslensku lýsingarverðlaunin til EFLU - 15.3.2018

EFLA hlaut íslensku lýsingarverðlaunin 2017 í flokki útilýsingar fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli. Hellirinn er afar tilkomumikill og með vandaðri og rétt stilltri lýsingu njóta gestir fjölbreyttra og náttúrulegra lita hellisins.  

Lesa meira

Erindi um landeldi á Strandbúnaðarráðstefnu - 14.3.2018

Strandbúnaður 2018, ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt, fer fram 19.-20. mars næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. Um er að ræða árlegan vettvang þeirra sem starfa í strandbúnaði. EFLA verður með kynningarbás á svæðinu og mun Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar, flytja erindi á ráðstefnunni. 

Lesa meira

Innivistarmál rædd á Dokkufundi - 14.3.2018

Nýverið komu gestir frá Dokkunni í heimsókn til EFLU og kynntu sér mikilvægi góðrar innivistar í fyrirtækjum. Innivist er samnefnari yfir marga þætti í byggingum sem hafa áhrif á líðan starfsmanna. 

Lesa meira

EFLA verður á Verk og vit - 6.3.2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin 8.–11. mars í Laugardalshöll og er EFLA eitt af 120 fyrirtækjum sem taka þátt í sýningunni.

Lesa meira

Nýsköpunar- og þróunarverkefni í áliðnaði - 27.2.2018

Álklasinn er hugsaður sem samstarfsvettvangur fyrir fyrirtæki sem tengjast áliðnaðinum og á m.a. að gera þeim kleift að vinna að sameiginlegum verkefnum og vinna að nýsköpun. EFLA er einn af samstarfsaðilum Álklasans og tekur virkan þátt í nýsköpunar- og þróunarverkefnum tengdum áliðnaðinum. 

Lesa meira

EFLA bakhjarl heimsþings kvenleiðtoga - 27.2.2018

WPL, Women Political Leader Forum, Kvenleiðtogar

Næstu fjögur ár verður Heimsþing kvenleiðtoga haldið á Íslandi og var landið valið vegna árangurs í jafnréttismálum. EFLA er einn af bakhjörlum þingsins. Lesa meira

Umhverfisáhrif vegsöltunar - 26.2.2018

Í gegnum tíðina hefur vegsalt (NaCI) verið notað til hálkuvarna.  Erlendis hefur verið sýnt fram á neikvæð umhverfisáhrif vegna vegsöltunar og þótti því ástæða til að fá mynd af ástandinu á Íslandi og meta hvort umhverfisáhrif af vegsöltun séu til staðar. EFLA vann skýrslu fyrir Vegagerðina um stöðuna og skoðaði fyrst og fremst áhrif vegsalts á grunnvatn.

Lesa meira

Brúahönnun í Drammen - 21.2.2018

Borgaryfirvöld í Drammen í Noregi hafa hleypt af stokkunum undirbúningi og hönnunarvinnu vegna endurnýjunar á Bybrua, brúnni sem tengir saman tvo meginborgarhluta Drammen. EFLA er hluti af hönnunarteyminu sem kemur að verkefninu.

Lesa meira

EFLA gengur í Viðskiptaráð - 16.2.2018

EFLA ákvað nýlega að ganga í Viðskiptaráð Íslands og samhliða inngöngu hlaut Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, kosningu í stjórn ráðsins.

Lesa meira

EFLA verður á Framadögum 2018 - 6.2.2018

Framadagar er árlegur viðburður sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík næstkomandi fimmtudag, 8. febrúar. Tilgangurinn er að gefa ungu fólki tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa. 

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um sumarstörf - 31.1.2018

EFLA hefur opnað fyrir umsóknir um sumarstörf 2018 og er hægt að sækja um starf gegnum ráðningarvefinn. Lesa meira

EFLA er framúrskarandi fyrirtæki - 24.1.2018

EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt mati Creditinfo. EFLA er í hópi 855 fyrirmyndarfyrirtækja sem þessa viðurkenningu hljóta, sem samsvarar um 2,2% skráðra fyrirtækja á Íslandi, en um 38.500 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá.

Lesa meira

Nýting vindorku raunhæfur valkostur - 16.1.2018

EFLA hefur undanfarin ár unnið að fjölmörgum verkefnum er tengjast vindorku hér á landi og verið áberandi á þessu sviði. Nýverið auglýsti Skipulagsstofnun tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Snæfellsbæ en þar er meðal annars fjallað um vindorku í sveitarfélaginu og sá EFLA um þá greiningu.

Lesa meira

EFLA verður á Verk og vit 2018 - 8.1.2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll 8. – 11. mars næstkomandi og verður EFLA með kynningarbás sem staðsettur er á svæði B6.  Lesa meira

EFLA með starfsstöð á Hellu - 3.1.2018

Steinsholt, Hella, Gísli Gíslason, Suðurland, Sameining

Um áramótin rann Steinsholt sf. á Hellu undir hatt EFLU verkfræðistofu en stofan hefur verið í eigu EFLU undanfarið ár. Við þessar breytingar verður EFLA með tvær skrifstofur á Suðurlandi, á Selfossi og á Hellu. 

Lesa meira

Sigurvegari í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands - 22.12.2017

Garðabær efndi til samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands, byggðar austan Reykjanesbrautar við Hnoðraholt og Vífilsstaði. EFLA verkfræðistofa, arkitektastofan Batteríið og landslagsarkitektastofan Landslag sendu sameiginlega tillögu í keppnina sem var valin sigurvegari samkeppninnar.

Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðirnar - 19.12.2017

Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Upplýsingar um opnunartíma skrifstofu EFLU yfir jólahátíðina má sjá hér fyrir neðan. Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 8 verkefna - 13.12.2017

Samfélagssjóður EFLU veitti sína elleftu úthlutun í dag. Að þessu sinni bárust 77 umsóknir í alla flokka og hlutu 8 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Lesa meira

Umhverfismál rædd á loftslagsfundi - 12.12.2017

Reykjavíkurborg og Festa héldu loftslagsfund í Hörpu föstudaginn 8. desember. Þetta er í annað sinn sem slíkur fundur var haldinn en áætlað er að viðburðurinn fari fram árlega.

Lesa meira

Konur í orkumálum í heimsókn - 29.11.2017

Félag kvenna í orkumálum kom í heimsókn til EFLU þriðjudaginn 28. nóvember. Starfsfólk EFLU af orkusviði og umhverfissviði sagði frá áhugaverðum verkefnum sem fyrirtækið er að fást við. 

Lesa meira

Finnafjarðarverkefnið kynnt á ráðstefnu í Skotlandi - 27.11.2017

Í síðustu viku fór fram ráðstefna í Edinborg um þátttöku Skotlands í þróun Norðurslóða, en Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða hélt ráðstefnuna í samvinnu við ríkisstjórn Skotlands. Hafsteinn Helgason hjá EFLU flutti þar erindi um Finnafjarðarverkefnið. 

Lesa meira

Framkvæmdum við Glerárvirkjun II miðar vel áfram - 24.11.2017

Síðastliðið ár hafa framkvæmdir við Glerárvirkjun II staðið yfir og miðar þeim vel áfram. Virkjunin verður 3,3 MW og mun hún anna um 17% af almennri orkuþörf Akureyrar. 

Lesa meira

Fráveitumál rædd hjá Samorku - 21.11.2017

Samorka hélt hádegisverðarfund þar sem farið var yfir stöðu, uppbyggingu og áskoranir fráveitumála á landinu. Sérfræðingar í fráveitumálum fluttu erindi og fjölluðu um málefnið á breiðum grundvelli. Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU, tók þátt í fundinum og fjallaði um stöðu fráveitna og framtíðarhorfur. 

Lesa meira

Þeistareykjavirkjun gangsett - 20.11.2017

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, var formlega gangsett föstudaginn 17. nóvember. 

Lesa meira

Kolefnisspor íslenskrar steinullar metið - 16.11.2017

EFLA gerði vistferilsgreiningu fyrir steinull framleidda hjá Steinull hf á Sauðárkróki. Vistferilsgreiningar eru m.a. notaðar til að reikna kolefnisspor eða vistspor vöru og þjónustu og er greiningin sú fyrsta sem unnin hefur verið fyrir íslenskt byggingarefni.

Lesa meira

Opnun Norðfjarðarganga - 15.11.2017

Þann 11. nóvember síðastliðinn voru Norðfjarðargöng opnuð fyrir almenna umferð. Með tilkomu ganganna er leiðin milli Neskaupsstaðar og Eskifjarðar stytt um fjóra kílómetra. EFLA sá um hönnun og ráðgjöf allra kerfa jarðganganna eins og rafkerfi, stjórnkerfi, lýsing, fjarskiptakerfi, loftræsing, neyðarstjórnun og öryggismál.

Lesa meira

Vinningstillaga um nýjan Skerjafjörð - 7.11.2017

Reykjavíkurborg efndi til lokaðrar hugmyndaleitar að rammaskipulagi fyrir framtíðaruppbyggingu á þróunarreit í Skerjafirði. 

Ask arkitektar, EFLA og Landslag mynduðu þverfaglegt teymi varðandi útfærslu á svæðinu og bar tillagan sigur úr býtum. 

Lesa meira

Íslenski ferðaklasinn í heimsókn - 3.11.2017

Við fengum góða gesti í heimsókn fimmtudaginn 2. nóvember þegar aðildafélagar að Íslenska ferðaklasanum komu á morgunverðarfund hjá okkur. Aðildafélagarnir koma frá breiðum og fjölbreyttum hópi sem starfa við ferðaþjónustu. Hópurinn hittist reglulega til að miðla þekkingu og reynslu sinni og kynnast betur þeim fyrirtækjum sem mynda Íslenska ferðaklasann.  Lesa meira

Framkvæmdir eru hafnar við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar við Ullevaal, Noregi - 2.11.2017

EFLA hefur hannað nýja göngu- og hjólabrú sem rísa á við Ullevaal þjóðarleikvanginn í Osló og eru framkvæmdir hafnar við smíði brúarinnar. 

Lesa meira

EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 1.11.2017

Síðastliðinn föstudag, þann 27. október, hélt Vegagerðin sextándu rannsóknaráðstefnu sína. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi.

Lesa meira

Umhverfisfyrirtæki ársins valið - 18.10.2017

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent 12. október síðastliðinn og var Icelandair hótel valið umhverfisfyrirtæki ársins. 

Lesa meira

Samfélagsskýrsla EFLU 2016 er komin út - 15.10.2017

EFLA er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur skuldbundið sig til að fylgja þeim grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð. 

Viðmiðin snúa að mannréttindum, umhverfi, vinnumarkaði og aðgerðum gegn spillingu.

Lesa meira

EFLA tekur þátt í Arctic Circle - 13.10.2017

Arctic Circle alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir verður haldin í fimmta skipti þann 13.-15. október í Hörpu. EFLA hefur tekið þátt í Arctic Circle frá upphafi og komið að skipulagningu ýmissa málstofa sem þar fara fram. 

Lesa meira

Sýndarveruleiki EFLU vekur eftirtekt á Tæknideginum - 11.10.2017

Tæknidagur fjölskyldunnar er árlegur viðburður sem er tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi. Tæknidagurinn er á vegum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og fór fram 7. október síðastliðinn. 

Lesa meira

Staða og framtíðarhorfur innviða - 9.10.2017

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga hafa gefið út skýrslu sem fjallar um ástand innviða á Íslandi. Innviðir eru skilgreindir sem flugvellir, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, vegir, hafnir, úrgangsmál, orkuvinnsla, orkuflutningar og fasteignir ríkis og sveitarfélaga. 

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum - 6.10.2017

EFLA veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna með því markmiði að styðja við farsæla þróun samfélagsins, lífsgæði og fjölbreytt mannlíf. 

Lesa meira

Spennandi starf fyrir byggingarverkfræðing eða tæknifræðing - 5.10.2017

Vegna aukinna umsvifa óskar EFLA eftir að ráða í starf á orkusviði og leitar að byggingarverkfræðingi eða tæknifræðingi með þekkingu á burðarþolshönnun.

Lesa meira

Mislæg gatnamót í Hafnarfirði - 26.9.2017

Framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði standa nú sem hæst. Gerð gatnamótanna er hluti af tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi.

EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá meðal annars um heildarhönnun fjögurra akreina vegar.

Lesa meira

Ný stórskipahöfn í Nuuk - 22.9.2017

Fyrsta stórskipahöfn Grænlendinga var opnuð í Nuuk í sumar og markar nýja höfnin þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins sem til þessa hefur liðið fyrir plássleysi og þ.a.l. afmörkuð viðskiptatækifæri. 

Með tilkomu stærri hafnar skapast því frekari tækifæri til að auka efnahags- og atvinnumöguleika Grænlendinga. 

Lesa meira

Rekstrarsvið EFLU leitar að bókara - 19.9.2017

Ert þú hárnákvæmur bókari? Við erum að leita að öflugum bókara á rekstarsvið EFLU.

Lesa meira

Jarðgangagerð hafin í Dýrafjarðargöngum - 18.9.2017

Jarðgangagerð í Dýrafjarðargöngum hófst þann 14. september þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra sprengdi fyrsta formlega skotið í göngunum. 

Göngunum er ætlað að bæta vegasamband á milli Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslu og mun framkvæmdin stytta Vestfjarðarveg um 27,4 km.

Lesa meira

Fjölmennt EFLU þing um lýsingarhönnun - 8.9.2017

EFLU þingið LED byltingin…. og hvað svo? var haldið í morgun, föstudaginn 8. september. Markmið með EFLU þingi er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni og málefni líðandi stundar. 

Að þessu sinni var umræðuefnið lýsingarhönnun með LED tækninni, en síðustu áratugi hefur LED tæknin þróast hraðar en nokkur tækni á sviði lýsingar, og um að ræða eina mestu byltingu í lýsingartækni frá upphafi.

Lesa meira

Fastmerki í Rangárþingi - 5.9.2017

Undanfarið hafa starfsmenn EFLU á Suðurlandi unnið að uppsetningu nýrra fastmerkja á Hellu og Hvolsvelli í samstarfi við sveitarfélögin Rangárþing Eystra og Rangárþing Ytra. Fastmerki eru notuð sem viðmiðunarpunktar fyrir mælitæki við landmælingar. 

Lesa meira

Heimur hitaútgeislunar á Vísindasetrinu - 29.8.2017

Akureyrarvaka, Vísindasetur, Hof, Vísindavaka, Akureyri, Menningarnótt

Síðastliðinn laugardag fór Akureyrarvaka fram og Vísindasetur ungu kynslóðarinnar var haldið í Hofi. EFLA verkfræðistofa er einn af aðalstyrktaraðilum Vísindasetursins og hefur tekið þátt síðustu þrjú árin. Á kynningarbásnum okkar kynntum við til leiks heim hitaútgeislunar og hvernig hægt er að greina hitastig út frá innrauða litrófinu.

Lesa meira

EFLU þing LED byltingin..... og hvað svo? - 28.8.2017

EFLA verkfræðistofa heldur málþing undir heitinu EFLU þing. Markmiðið er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni og málefni líðandi stundar. Að þessu sinni er haldið EFLU þing sem ber yfirskriftina: LED byltingin.. og hvað svo?

Lesa meira

Erum við að leita að þér? - 26.8.2017

Tvö spennandi störf laus til umsóknar, annars vegar á fagsviðið Raforkukerfi og hins vegar á fagsviðið Fasteignir og viðhald.  Lesa meira

EFLA og Klappir hefja samstarf - 16.8.2017

EFLA og Klappir hefja samstarf um heildstæðar lausnir í umhverfismálum til viðskiptavina. Samstarfið felur í sér að EFLA veitir ráðgjöf varðandi umhverfis- og mælalausnir og Klappir útvegar umhverfishugbúnað til slíkra lausna.

Lesa meira

Árlegt golfmót EFLU - 14.8.2017

Hið árlega golfmót EFLU fór fram á Korpunni föstudaginn 11. ágúst við frábærar aðstæður í blíðskaparviðri.

Lesa meira

Uppruni svifryks í Reykjavík að stærstum hluta frá umferð - 7.7.2017

EFLA verkfræðistofa hefur staðið að rannsókn á uppruna svifryks í Reykjavík sem styrkt var af  rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. 

Lesa meira

Fyrsta námskeiði Vísindaskóla unga fólksins að ljúka - 29.6.2017

Vísindaskóli unga fólksins er verkefni sem Samfélagssjóður EFLU styrkti nú á vordögum. Vísindaskólinn er fyrir áhugasöm og fróðleiksfús börn á aldrinum 11-13 ára með það að leiðarljósi að bjóða upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu.

Lesa meira

Margildi hlýtur hin virtu iTQi(International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award fyrir síldarlýsið sitt. - 27.6.2017

Þetta er mikil viðurkenning og mun nýtast Margildi vel enda eru verðlaunin hliðstæð Michelin stjörnum veitingageirans.

Lesa meira

EFLA hlýtur verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns - 19.6.2017

EIMUR stóð nýlega fyrir samkeppni um nýtingu lágvarma á Norðurlandi eystra. EFLA lagði fram tillögu og hafnaði hún í öðru sæti í keppninni. Alls bárust 14 tillögur í samkeppnina. 

Lesa meira

Sjö verkefni fá styrk úr samfélagssjóði EFLU - 14.6.2017

Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína tíundu úthlutun. Samtals bárust 109 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu 7 verkefni styrk.
Samfélagssjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Alls hafa 64 frábær verkefni verið styrkt af sjóðnum.


Lesa meira

Liðsauki óskast á Selfoss - 27.5.2017

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á starfstöð félagsins á Selfossi. Starfið felur í sér vinnu við stafræna kortagrunna, gerð lóðablaða, landskipta- og deiliskipulagsáætlana auk tilfallandi landmælinga.

Lesa meira

Viðurkenning fyrir Lofsvert lagnaverk - 26.5.2017

EFLA hlaut viðurkenningu fyrir „Lofsvert lagnaverk 2016“ en verkið sem Lagnafélag Íslands lofaði að þessu sinni var hátæknisetrið Alvotech i Vatnsmýri.

Lesa meira

Starfsfólk óskast á orkusvið - 15.5.2017

Vegna aukinna umsvifa óskar EFLA eftir að ráða í tvö störf á orkusviði.

Lesa meira

Rekstrarsvið EFLU leitar að öflugum bókara - 29.4.2017

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á rekstarsvið fyrirtækisins.

Lesa meira

EFLA á Samorkuþingi á Akureyri - 29.4.2017

Samorkuþing, ráðstefna um málefni orku- og veitufyrirtækja, fer fram dagana 4.-5. maí í Hofi á Akureyri.

Lesa meira

Spennandi tækifæri í fluggeiranum - 26.4.2017

Aero Design Global (ADG) er samstarfsverkefni á milli reynslumikilla manna úr flugvélaiðnaði og EFLU verkfræðistofu.

Lesa meira

Fagsviðið Hús og heilsa leitar að liðsauka - 24.4.2017

EFLA leitar að áhugasömum starfsmönnum til starfa á fagsviðinu Húsi og heilsu sem heyrir undir byggingarsvið fyrirtækisins.

Lesa meira

Samfélagsstyrkir EFLU: opið fyrir umsóknir - 10.4.2017

EFLA verkfræðistofa starfrækir samfélagssjóð sem hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu.

Lesa meira

Fjölsótt EFLU þing á Egilsstöðum - 28.3.2017

Síðastliðinn miðvikudag fór fram EFLU þing á Egilsstöðum en yfirskrift málþingsins var: Áhrif hönnunar á heilnæmi bygginga. Markmið með EFLU þingi er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.

Lesa meira

EFLA tekur þátt í þjóðargjöf til norsku þjóðarinnar - 22.3.2017

Í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til Noregs nú í mars tekur EFLA þátt í að gefa norsku þjóðinni gjöf sem helguð er áttræðisafmæli norsku konungshjónanna.

Lesa meira

EFLA Norðurland flytur á Glerárgötu - 10.3.2017

EFLA verkfræðistofa hefur fært höfuðstöðvar EFLU á Norðurlandi að Glerárgötu 32 á Akureyri. Lesa meira

Hreyfimyndahönnuður óskast til starfa hjá EFLU - 9.3.2017

EFLA verkfræðistofa leitar að sérfræðingi í þrívíddarmynda- og myndbandavinnslu. Viðkomandi mun starfa á kynningarsviði EFLU, sem og í stökum verkefnum hjá mismunandi fagsviðum fyrirtækisins. Lesa meira

Hönnun lokið á vegarkafla í Noregi - 2.3.2017

EFLA lauk nýverið við hönnun á hluta af Fv710 í sveitarfélaginu Bjugn í Suður Þrændalögum í Noregi. Fv710 er tæplega 40 km langur vegur og er frá Brekstad að Krinsvatnet og var verið að uppfæra hann í takt við nýja vegastaðla. Lesa meira

Vinna próteinduft úr mysu sem fellur til - 14.2.2017

Undanfarna mánuði hefur EFLA verkfræðistofa unnið að spennandi verkefni með Heilsupróteini ehf. Viðfangsefnið er smíði nýrrar verksmiðju á Sauðárkróki sem mun vinna próteinduft úr mysu sem annars fellur til við framleiðslu osta á Sauðárkróki og Akureyri.

Lesa meira

Ný virkjun í Glerá ofan Akureyrar - 2.2.2017

EFLA vinnur nú að byggingu nýrrar smávirkjunar í Glerá, ofan Akureyrar. Lesa meira

Húsfyllir á ráðstefnu um rakaskemmdir, myglu, hús og heilsu - 27.1.2017

EFLA verkfræðistofa hélt fagráðstefnu mánudaginn 23.janúar þar sem fjallað var um rakaskemmdir, myglu, byggingar og heilsufar. Húsfyllir var á ráðstefnunni og voru um 200 manns samankomnir til að hlýða á fyrirlesara dagsins sem fjölluðu um málefnin á þverfaglegum grunni. Lesa meira

Öruggari hjóla- og gönguleiðir yfir vetrartímann - 10.1.2017

EFLA ákvað að ráðast í þróunarverkefni síðastliðinn vetur í þeim tilgangi að athuga hvort hægt væri að bæta hreinsun hjólastíga til þess að efla öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda að vetrarlagi. Lesa meira

EFLA sigrar hönnunarsamkeppni í Noregi - 5.1.2017

Stráið, Hönnunarsamkeppni, Sigur, Háspennulína

Statnett í Noregi stóð fyrir hönnunarsamkeppni og sendi EFLA inn þrjár tillögur um ný háspennumöstur  í samkeppnina. Tillögur EFLU urðu í tveimur efstu sætunum. 

Lesa meira

Vinnsla hafin í nýbyggðu uppsjávarfrystihúsi - 4.1.2017

Nýtt uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði hefur tekið til starfa og hófst vinnsla á sjávarafurðum í lok nóvember. Húsið, sem er um 7.000 fm, reis á mettíma, en hafist var handa við byggingu þess í apríl 2016. Lesa meira

Uppbygging ferðamannaaðstöðu við Raufarhólshelli - 3.1.2017

Mikil uppbygging er hafin við Raufarhólshelli og mun þar rísa þjónustuhús, göngustígar og göngupallar smíðaðir, bílastæðum fjölgað ásamt því að hellirinn verður lýstur upp að hluta. Raufarhólshellir er staðsettur í Þrengslunum rétt áður en farið er í áttina til Þorlákshafnar. Lesa meira

Staða salernismála á ferðamannastöðum - skýrsla þrjú - 28.12.2016

Komin er út þriðja áfangaskýrslan sem EFLA vann fyrir Stjórnstöð ferðamála um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Í skýrslunum þremur hefur verið gerð úttekt á aðgengi ferðamanna og kostnaði við uppbyggingu og rekstur salernisaðstöðu við þjóðvegi landsins og ferðamannastaði. Lesa meira

Tíu verkefni fá styrk úr samfélagssjóði EFLU - 15.12.2016

Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína níundu úthlutun. Samtals bárust 111 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu 10 verkefni styrk. Samfélagssjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Alls hafa 57 frábær verkefni verið styrkt af sjóðnum. Lesa meira

Fyrsta húsið byggt úr íslenskum viði - 14.12.2016

Asparhúsið í Vallanesi á Fljótsdalshéraði var vígt föstudaginn 25. nóvember síðastliðinn að viðstöddum aðstandendum, iðnaðarmönnum, hönnuðum og öðrum velunnurum verksins. Asparhúsið er fyrsta húsið á Íslandi sem byggt er alfarið úr íslenskum viði. Þannig er allur burðarviður, klæðningar og innréttingar úr íslensku timbri, aðallega úr ösp frá Vallanesi auk, lerkis og grenis. Lesa meira

Leitum að öflugum verkefnastjóra - 28.11.2016

Vegna góðrar verkefnastöðu og spennandi verkefna framundan leitar EFLA að öflugum verkefnastjóra til starfa á verkefnastjórnunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka þekkingu á byggingum og byggingastarfsemi ásamt því að búa yfir mikilli reynslu af verkefnastjórnun. Vottun sem verkefnastjóri er kostur. Lesa meira

Spennandi störf á sviði umhverfis- og skipulagsmála - 28.11.2016

Hjá EFLU verkfræðistofu vinnur eitt færasta teymi landsins í ráðgjafarþjónustu á sviði umhverfis- og skipulagsmála.

Lesa meira

Höfðingjar í heimsókn til EFLU - 24.11.2016

Miklir höfðingjar heimsóttu EFLU þriðjudaginn 22. nóvember þegar Orkusenatið, félag orkumanna af eldri kynslóðinni, hélt félagsfund hjá okkur. Lesa meira

Samstarfssamningur um kolefnisjöfnun og umhverfismarkmið - 21.11.2016

EFLA er eitt af 103 íslenskum fyrirtækjum sem hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Lesa meira

Spennandi starf fyrir bygginga- eða tæknifræðing - 20.11.2016

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á fagsviðið fasteignir og viðhald sem er hluti af byggingasviði EFLU. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði bygginga og mannvirkja, byggingaeðlisfræði, ástandsúttekta, viðhaldsráðgjafar, gerð útboðsgagna, verksamninga og eftirlit með viðhaldsframkvæmdum. Lesa meira

Global Compact sáttmáli og samfélagsskýrsla - 15.11.2016

EFLA hefur því skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og með því skuldbundið sig til að fylgja 10 grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð. Lesa meira

Fjallaði um vistvæna hönnun og vottun bygginga - 11.11.2016

SATS, Haustfundur, Samtök tæknimanna

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU, var fengin til að fjalla um vistvæna hönnun og vottun bygginga á Íslandi á árlegum haustfundi SATS, samtaka tæknimanna sveitarfélaga. Lesa meira

EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 2.11.2016

Síðastliðinn föstudag, þann 28. október, hélt Vegagerðin rannsóknaráðstefnu sína í 15. sinn. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi. Lesa meira

Taka þátt í heimsmeistaramóti í utanvegahlaupi - 25.10.2016

Við erum afar stolt af starfsmönnum EFLU. Nú eru þeir Guðni Páll Pálsson og Örvar Steingrímsson ásamt liðsfélaga sínum, Þorbergi Inga Jónssyni, að taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem er haldið í Portúgal næstkomandi laugardag 29. október. Lesa meira

EFLA á Arctic Circle 2016 - 11.10.2016

EFLA skipulagði málstofu á fjórðu Arctic Circle ráðstefnunni í október 2016. Lesa meira

Meðhöfundur og ritstjóri nýrrar bókar um umhverfismál - 10.10.2016

Magnús Bjarklind starfsmaður umhverfissviðs EFLU ritstýrði nýlega bókinni  "Urban Landscaping - as taught by nature".
Lesa meira

Nýtt öryggisskilti í Reynisfjöru - 6.10.2016

Annað öryggisskilti verður sett upp í Reynisfjöru í dag en fyrra skilti var sett upp í fjörunni þann 25. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum - 4.10.2016

EFLA hefur frá árinu 2013 starfrækt samfélagssjóð sem veitir styrki til verðugra verkefna. Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða og styðja uppbyggjandi verkefni í samfélaginu. Lesa meira

EFLA verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll - 26.9.2016

Sjavarutvegssyningin EFLA hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg um áratugaskeið og hafa verkefnin bæði verið fjölbreytt af gerð og umfangi. Þannig hefur EFLA átt aðkomu að ýmiskonar ráðgjöf og lausnum fyrir sjávarútveginn s.s. varðandi fiskeldi, stjórn- og eftirlitskerfi, hljóðvist, orkunýtingu, brunaráðgjöf, umhverfismál og margt fleira. Lesa meira

EFLA vinnur til Darc Awards verðlauna 2016 - 16.9.2016

EFLA verkfræðistofa vann fyrstu verðlaun Darc Awards 2016 fyrir lýsinguna í Ísgöngunum í Langjökli, "Into the glacier." Lesa meira

Brýr og göngustígar fyrir norsku vegagerðina - 8.9.2016

Undanfarin ár hefur EFLA haslað sér völl í Noregi og unnið fjölmörg áhugaverð verkefni. Meðal verkefna sem EFLA hefur séð um er hönnun göngubrúa og göngu- og hjólastíga fyrir Norsku vegagerðina í Osló. Lesa meira

Uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði - 5.9.2016

Framkvæmdir við byggingu uppsjávarfrystihúss ESKJU á Eskifirði miðar vel áfram og er nú þegar búið að reisa stálgrind hússins og klæðningar eru langt komnar Lesa meira

Viðbrögð vegna umfjöllunar um EFLU - 31.8.2016

Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun vegna aðkomu EFLU að verkefni fyrir Isavia tengt Reykjavíkurflugvelli. Lesa meira

EFLA með starfsstöð á Húsavík - 30.8.2016

EFLA opnaði starfsstöð á Húsavík á síðasta ári sem var ætlað að styrkja tengingu EFLU við svæðið en mikill uppgangur er á Húsavík um þessar mundir. Lesa meira

Umferðarstjórnunarkerfi EFLU í jarðgöngum í Færeyjum - 19.8.2016

EFLA var fengin til að hanna umferðarstjórnunarkerfi í Árnafjarðargöngum (1.680 m) og Hvannasundsgöngum (2.120 m) í Færeyjum, en saman mynda þau nánast ein löng göng. Lesa meira

Árlegt golfmót EFLU fór fram á Grafarholtsvelli - 18.8.2016

Árlegt golfmót EFLU var haldið föstudaginn 12 ágúst á Grafarholtsvelli. Afar góð þátttaka var á mótið en 93 kylfingar voru skráðir til leiks. Veðrið lék við þátttakendur og voru aðstæður allar hinar bestu. Lesa meira

Vísindagrein um sjálfbærnivísa - 17.8.2016

Dr. Sigrún María Kristinsdóttir, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, er einn af höfundum vísindagreinar sem birt var nýverið í alþjóðlega vísindatímaritinu "Agriculture, Ecosystems and Environment." Greinin nefnist "Soil indicators for sustainable development: A transdisciplinary approach for indicator development using expert stakeholders" og fjallar um niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskóla Íslands á sjálfbærnivísum fyrir jarðveg. Lesa meira

Tillaga í alþjóðlegri samkeppni um Kársnes vakti athygli - 15.8.2016

Dr. Sigrún María Kristinsdóttir, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, er einn af höfundum vísindagreinar sem birt var nýverið í alþjóðlega vísindatímaritinu "Agriculture, Ecosystems and Environment." Greinin nefnist "Soil indicators for sustainable development: A transdisciplinary approach for indicator development using expert stakeholders" og fjallar um niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskóla Íslands á sjálfbærnivísum fyrir jarðveg. Lesa meira

EFLA AS í nýju húsnæði - 15.7.2016

EFLA AS, dótturfyrirtæki EFLU í Noregi skrifaði í vikunni undir nýjan leigusamning til fimm ára. Lesa meira

EFLA í úrslitum Darc Awards - 14.7.2016

EFLA verkfræðistofa er komin áfram í lýsingarkeppninni Darc Awards 2016 með verkefni í Ísgöngunum í Langjökli. Lesa meira

Umhverfismál og moltugerð hjá EFLU - 5.7.2016

EFLA sýnir ábyrgð í umhverfismálum og hefur sett skýr markmið um að draga úr magni úrgangs sem fellur til hjá fyrirtækinu og auka endurvinnslu. Lesa meira

Staða salernismála á ferðamannastöðum - skýrsla tvö - 4.7.2016

Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út. Óskað var eftir ráðgjöf EFLU varðandi umfang á skorti á salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða þar sem fjölgun salerna fyrir ferðamenn er nauðsyn. Lesa meira

Snæfellsstofa fær BREEAM fullnaðarvottun - 30.6.2016

Í síðustu viku varð Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að Skriðuklaustri, fyrsta nýbyggingin á Íslandi til að hljóta fullnaðarvottun af breska umhverfisvottunarkerfinu BREEAM. Áður hafði byggingin fengið umhverfisvottun BREEAM á hönnunartíma. Lesa meira

EFLA kemur að skipulagningu Grímunnar - 29.6.2016

EFLA þjónustar breiðan hóp viðskiptavina og kemur að fjölbreyttum verkefnum á ýmsum stigum með mismunandi hætti. Lesa meira

Besta vísindagreinin árið 2015 - 28.6.2016

Þorbjörg Sævarsdóttir, starfsmaður á samgöngusviði EFLU, ásamt Sigurði Erlingssyni, prófessor hjá Háskóla Íslands, eru höfundar bestu vísindagreinar ársins 2015 sem birtist í alþjóðlega tímaritinu "Road Materials and Pavement Design". Greinin nefnist "Modelling of responses and rutting profile of a flexible pavement structure in a heavy vehicle simulator test" og er hluti af doktorsverkefni Þorbjargar frá Háskóla Íslands. Lesa meira

EFLA lokar kl. 15:45 í dag - 22.6.2016

Áfram Ísland! Lesa meira

Framkvæmdum við kísilmálmverksmiðju á Bakka miðar vel áfram - 21.6.2016

Um þessar mundir rís kísilmálmverksmiðja að Bakka við Húsavík sem PCC mun starfrækja. Þar hefur EFLA verið í leiðandi hlutverki við ráðgjöf og hönnun verksmiðjunnar, en SMS Group og M+W Germany hanna og byggja verksmiðjuna í álverktöku. Lesa meira

Íslensku lýsingarverðlaunin komu í hlut EFLU - 20.6.2016

EFLA verkfræðistofa hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin 2015 fyrir lýsingarhönnun brúarinnar við Fífuhvammsveg í Kópavogi en sjö verkefni voru tilnefnd. Brúin tengir verslunarmiðstöðina Smáralind við verslunar- og skrifstofuturninn við Smáratorg. Arkís arkitektar hönnuðu brúna og voru einnig þátttakendur í lýsingarhönnuninni. Lesa meira

Hjólreiðagarpar EFLU taka þátt í Wow Cyclothon - 13.6.2016

Annað árið í röð tekur EFLA þátt í WOW Cyclothon sem fer fram dagana 15. til 17. júní. EFLA verður með eitt lið, EFLA cycling team, sem samanstendur af 10 öflugum hjólreiðagörpum. Hópurinn hefur æft sig af kappi undanfarnar vikur og er farinn að hlakka mikið til keppninnar. Hjólað verður hringinn í kringum landið í boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skiptast á að hjóla. Lesa meira

EFLA á alþjóðlegri brunaráðstefnu - 9.6.2016

Nýverið kynntu tveir starfsmenn EFLU verkfræðistofu, Atli Rútur Þorsteinsson og Böðvar Tómasson, nýja fræðigrein um brunahönnun frystigeymslna á brunahönnunarráðstefnu SFPE (Society of Fire Protection Engineers), sem eru alþjóðleg samtök brunaverkfræðinga. Lesa meira

EFLA með hæstu einkunn á norðurlöndunum í hönnun háspennulína - 3.6.2016

Á Norðurlöndunum hafa opinber fyrirtæki gjarnan valið fáeina aðila til að sinna ákveðinni þjónustu og er valið á þjónustuaðilum gert á grundvelli útboðs á svokölluðum rammasamningum sem eru oft til 2-5 ára. Lesa meira

Staða salernismála á ferðamannastöðum - 30.5.2016

Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir ráðgjöf EFLU varðandi umfang á skorti á salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða þar sem nauðsynlegt þykir að fjölga salernum fyrir ferðamenn til að geta með bættu móti tekið á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem búist er við á komandi árum. Lesa meira

Vegna skýrslu EFLU um Reykjavíkurflugvöll - 19.5.2016

Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarið um skýrslu EFLU um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar viljum við árétta að hlutverk EFLU var að vinna úr mæligögnum og leggja tölfræðilegt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar með og án flugbrautar 06/24 í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Lesa meira

EFLA á Iceland Geothermal Conference 2016 - 26.4.2016

Ráðstefnan Iceland Geothermal Conference 2016 er haldin um þessar mundir í Hörpu, 26-28. apríl. Ráðstefnan er alþjóðleg jarðhitaráðstefna og sýning stofnana og fyrirtækja sem vinna við nýtingu jarðhita, þjónustuaðila og framleiðenda búnaðar. Íslenski jarðhitaklasinn stendur að baki ráðstefnunni og hafa yfir 650 þátttakendur frá um 45 löndum skráð þátttöku. Lesa meira

Opnun Fellsvegar og brú yfir Úlfarsá - 22.4.2016

Borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, opnaði á miðvikudaginn fyrir umferð um Fellsveg og brú yfir Úlfarsá. Lesa meira

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í námi - 19.4.2016

Sigurður Thorlacius, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, hlaut nýverið verðlaun við útskrift frá tækniháskólanum ETH Zürich í Sviss. Verðlaunin voru veitt fyrir háa meðaleinkunn og framúrskarandi meistaraverkefni í umhverfisverkfræði. Verðlaunin veittu svissnesku stofnanirnar Geosuisse og Ingenieur-Geometer Schweiz. Lesa meira

Rannsóknarverkefni hjá EFLU - 11.4.2016

Rannsóknir og nýsköpun eru mikilvægur og sífellt vaxandi þáttur í starfsemi EFLU. Virk þátttaka í rannsóknum er partur af því að vera í fararbroddi á sviði tækni og vísinda. Lesa meira

EFLA vinnur með Nýsköpunarmiðstöð Íslands - 4.4.2016

Að undanförnu hefur Iðnaðarsvið EFLU tekið þátt í verkefninu "Nýsköpun hjá starfandi fyrirtæki" á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ). Markmið verkefnisins er að efla nýsköpun innan starfandi fyrirtækja með því að veita aðstoð frá sérfræðingum NMÍ ásamt styrk upp á 2,5 milljónir til þróunar á vöru eða þjónustu. Lesa meira

Dagur verkfræðinnar 2016 - 1.4.2016

Föstudaginn 1. apríl 2016 verður Dagur verkfræðinnar haldinn hátíðlegur í annað sinn, á Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir) Lesa meira

EFLA verðlaunuð á Verk og vit 2016 - 15.3.2016

EFLA hlaut verðlaun á stórsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll 3.-6. mars síðastliðinn. Lesa meira

Leitum að sérfræðingi í öryggismálum - 15.3.2016

EFLA óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing eða rafmagnsverkfræðing sem hefur sérhæft sig á sviði öryggiskerfa Lesa meira

Leitum að liðsauka í upplýsingatækni - 10.3.2016

EFLA leitar að öflugum tæknimanni til starfa við notendaþjónustu í upplýsingatæknideild fyrirtækisins. Lesa meira

EFLA tekur þátt í Iðnþingi Samtaka Iðnaðarins - 10.3.2016

EFLA tekur þátt í Iðnþingi Samtaka Iðnaðarins á Hilton Hótel í dag 10.mars milli kl 14-16:30. Lesa meira

Hávaðavarnir við Hamranes tengivirkið - 2.3.2016

EFLA verkfræðistofa kom nýverið að hönnun hávaðavarna við Hamranes tengivirkið í Hafnarfirði. Við tengivirkið eru stórir spennar sem gefa frá sér stöðugan nið sem veldur ónæði í nærliggjandi íbúðarbyggð. Lesa meira

Iceland tourism Investment Conference and Exhibition í Hörpu - 29.2.2016

EFLA tekur þátt í ráðstefnunni og sýningunni Iceland Tourism Investment Conference and Exhibition sem haldin er í Hörpu 29.feb og 1. mars. Lesa meira

Snæfellsstofa hlýtur Steinsteypuverðlaunin 2016 - 26.2.2016

Föstudaginn 19.febrúar fór fram Steinsteypudagurinn á Grand Hótel en hápunktur dagsins er afhending Steinsteypuverðlaunanna sem veitt voru í fimmta sinn. Lesa meira

Steinsteypudagurinn 2016 - 18.2.2016

EFLA tekur þátt í Steinsteypudeginum 2016 sem fram fer í dag á Grand Hótel Reykjavík milli kl 8:30-16:00. Lesa meira

Að setja sér markmið í loftlagsmálum - 15.2.2016

Helga J. Bjarnadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs EFLU, hélt í síðustu viku erindi fyrir Samtök Iðnaðarins undir yfirskriftinni "Að setja sér markmið í loftlagsmálum". Lesa meira

EFLA framúrskarandi fyrirtæki - 5.2.2016

Creditinfo framkvæmir árlega fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrði. Þau fyrirtæki sem standast kröfurnar teljast framúrskarandi að mati Creditionfo. Lesa meira

ABB velur EFLU - 21.1.2016

EFLA og ABB skrifuðu nýverið undir samning sem felur í sér að EFLA taki að sér forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfi gufuveitu og stoðkerfis Þeistareykjavirkjunar, nýjustu jarðgufuvirkjun Landsvirkjunar. Lesa meira

Leitum að liðsauka í verkefnastjórnun - 28.12.2015

EFLA leitar að öflugum verkefnastjóra til starfa á verkefnastjórnunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi verður að hafa mikla þekkingu á byggingum og byggingastarfsemi og reynslu af verkefnastjórnun á því sviði. Lesa meira

Raforkuspá fyrir Ísland 2015-2050 - 22.12.2015

Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi sem nær fram á miðja þessa öld en síðast gaf nefndin út slíka spá árið 2010. Áætluð notkun til lengri tíma litið er heldur meiri nú en í síðustu spá, sérstaklega notkun orkufreks iðnaðar (úttekt frá flutningskerfinu) enda er eins og í fyrri spám einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Lesa meira

Leitum að öflugum brúarverkfræðing - 21.12.2015

EFLA leitar að öflugum byggingarverkfræðingi til starfa á brúasviði fyrirtækisins. Brúasvið er hluti af Samgöngusviði EFLU, sérhæft í brúarmannvikjum. Lesa meira

Nýr vegur í Noregi - 18.12.2015

Þann 19 október 2015 var opnaður seinni áfangi af nýjum 16,8 km vegi, fv. 715 milli Kesierås og Olsøy, í Norður og Suður Þrándarlögum í Noregi. Nýji vegurinn leysir af hólmi gamlan mjóan veg sem var með mörgum kröppum beygjum og blindhæðum. Gamli vegurinn var malbikaður en umferðaröryggið var slæmt. Lesa meira

Dokkan í heimsókn hjá EFLU - 17.12.2015

Áhugafólk um gæðastjórnun í Dokkunni kom í heimsókn til okkar hjá EFLU í gærmorgun og kynnti sér nýjustu útgáfu af ISO 14001 staðlinum um Umhverfisstjórnunarkerfi. Framsögumaður var Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur og sérfæðingur á umhverfissviði EFLU. Lesa meira

Nýsköpunarkeppni Nordic Innovation Center - 15.12.2015

EFLA er meðal þátttakenda í nýsköpunarkeppni á vegum norrænu höfuðborganna fimm í samstarfi við Nordic Innovation, sem er norræn nýsköpunarstofnun. Keppnin snýst um að finna bestu tæknilegu lausnirnar til að styðja sjálfstætt líf, (The Nordic Independent Living Challenge) og er áherslan að þessu sinni á nýsköpun til að bæta líf eldri borgara. Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU styrkir 10 verkefni - 13.12.2015

Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína sjöundu úthlutun. EFLA verkfræðistofa starfrækir samfélagssjóð sem hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Lesa meira

Mælingar við brúna yfir Eldvatn - 1.12.2015

Undanfarið hefur EFLA á Suðurlandi unnið að mælingum og kortaflugi við brúna yfir Eldvatn í Skaftafellssýslu fyrir Vegagerðina. Lesa meira

Alþjóðleg vottun í CMSE - 30.11.2015

Á dögunum hlaut Elín Adda Steinarsdóttir vélaverkfræðingur hjá EFLU á Austurlandi alþjóðlega viðurkennda vottun í CMSE®- Certified Machinery Safety Expert eftir að hafa sótt námskeið sem haldið var á vegum Pilz og TUV nord í Finnlandi. Lesa meira

Brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi - 24.11.2015

Um þessar mundir er Fellsvegur að taka á sig mynd í eystri hluta Úlfarsársdals. Lesa meira

Málþingið Betri byggingar, bætt heilsa - 23.11.2015

Á morgun, þriðjudaginn 24. nóv, fer fram málþingið Betri byggingar, bætt heilsa á Grand Hótel kl 13. Lesa meira

Flóðavarnir í Kvosinni - 23.11.2015

EFLA hefur undanfarin misseri verið að kanna flóðahættu í Reykjavík og með hvaða hætti megi vernda byggð í Kvosinni. Skýrsla um málið, sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingu Íslands, Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóahafnir og Orkuveitu Reykjavíkur og í samvinnu við Studio Granda var gefin út nýlega. Lesa meira

Leitum að yfirmanni upplýsingatæknisviðs - 18.11.2015

EFLA leitar að öflugum stjórnanda, sem jafnframt er reyndur tæknimaður, til að stýra upplýsingatæknisviði fyrirtækisins. Megin hlutverk þess er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi EFLU og veita starfsmönnum tölvuþjónustu. Lesa meira

EFLA undirritar loftlagsyfirlýsingu - 16.11.2015

EFLA verkfræðistofa er meðal 103 íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem skrifa undir yfirlýsingu um loftlagsmál. Lesa meira

Öryggi að leiðarljósi í ferðaþjónustu - 9.11.2015

Böðvar Tómasson, fagstjóri bruna- og öryggissviðs, flutti erindi um skipulag í öryggismálum á Ferðamálaþingi sem haldið var í Hofi á Akureyri 28. október sl. Lesa meira

Nýr ISO 14001 staðall - 4.11.2015

Ný útgáfa umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001 tók gildi nú í október sem íslenskur og evrópskur staðall. Lesa meira

Kortlagning vegasalerna á þjóðveginum - 2.11.2015

Vorið 2015 fékk EFLA styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir verkefnið "Kortlagning þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum Íslands". Lesa meira

Sólin er sest á Norræna húsið - 15.10.2015

Traveling Sun er listrænt verkefni sem norsku listakonurnar Christine Istad og Lisa Pacini eru höfundar að. Verkefnið snýst um ferðalag skúlptúrsins SUN eða Sólin um norðrið, en Sólin hefur ferðast rúmlega 9.000 km um Noreg og England og er nú komin til Íslands. Lesa meira

Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle - 15.10.2015

Hringborð Norðurslóða "Arctic Circle" verður sett í þriðja sinn í Hörpu nú um helgina 16-18.október. Lesa meira

Heilsa og Lífstíll - 3.10.2015

Nú um helgina, 2-4 október fer fram sýningin Heilsa og Lífstíll. Lesa meira

Gegnumbrot í Norðfjarðargöngum - 29.9.2015

Föstudaginn 25. September var "slegið í gegn" í Norðfjarðargöngunum. Þar hafa staðið yfir sprengingar við gangnagerðina síðan í mars 2014, en sprengt og grafið hefur verið beggja megin frá. Nú tekur við vinna við lokastyrkingu á göngunum, vinna við klæðningar, vegskála, tæknirými, lagnir og rafbúnað. Þegar göngin verða klár, verða þau tæpir 8km að lengd með vegskálum. Lesa meira

Hönnun skrautlýsingar - 17.9.2015

Í tilefni evrópskrar samgönguviku í Kópavogi, var í gær 16. september, kveikt á skrautlýsingu brúarinnar yfir Fífuhvammsveg við Smáralind. Lýsingarhönnuðir EFLU voru fengnir til þess að útfæra lýsinguna í samstarfi við bæjarfulltrúa Kópavogs. Lesa meira

Hljóðvistarhönnun fyrir Sigurrós - 9.9.2015

EFLA verkfræðistofa kom nýlega að gerð nýs hljóðvers fyrir hljómsveitina Sigurrós, þar sem sérfræðingar hljóðvistarsviðs EFLU útfærðu alhliða hönnun á hljóðvist rýmisins. Um er að ræða u.þ.b. 300 m2 rými sem hljómsveitin notar sem sína helstu vinnuaðstöðu frá degi til dags. Hljóðverið er staðsett í gömlu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík. Lesa meira

Hönnun nýrrar stórskipahafnar í Nuuk - 1.9.2015

EFLA verkfræðistofa vinnur að hönnun nýrrar stórskipahafnar á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S. Lesa meira

Verkefni í Finnafirði á áætlun - 31.8.2015

Tvær sjálfvirkar veðurstöðvar voru nýverið settar upp í Finnafirði. Uppsetning þeirra er hluti af rannsóknarvinnu til að kanna forsendur fyrir byggingu stórskipahafnar í firðinum. Þýska fyrirtækið Bremenports ber kostnað af rannsóknunum. Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar EFLU, hefur umsjón með rannsóknunum hér á landi. Lesa meira

Hús og heilsa sameinast EFLU - 20.8.2015

Hús og heilsa er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á innivist, raka og myglu í byggingum. Tilgangur fyrirtækisins var að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi innilofts, sérstaklega þar sem Íslendingar dvelja mikið innandyra. Fyrirtækið hefur verið algjörlega leiðandi á þessu sviði. Núna tæpum 10 árum síðar þá er komið að tímamótum.HusOgheilsa Lesa meira

Umhverfislegur ávinningur endurvinnslu glers - 18.8.2015

EFLA verkfræðistofa hefur unnið mat á umhverfisáhrifum og umhverfislegum ávinningi af söfnun, útflutningi, flokkun og endurvinnslu umbúðaglers frá Íslandi. Lesa meira

Árlegt golfmót EFLU - 17.8.2015

Árlegt golfmót EFLU verkfræðistofu var haldið síðastliðinn föstudag á hinum stórglæsilega 18 holu velli á Korpúlfsstöðum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Lesa meira

Málþing um oxun metans - 12.8.2015

Næstkomandi föstudag, þann 14. ágúst mun EFLA ásamt Sambandi íslenskra sveitafélaga standa fyrir málþingi um oxun metans. Málþingið verður haldið í húsakynnum SORPU í Álftanesi og hefst kl 9:00. Lesa meira

Hvalir Íslands - 24.7.2015

Nýverið var opnuð ný sýning Hvalir Íslands úti á Granda í Reykjavík, en um er að ræða stærstu hvalasýningu Evrópu. Þar eru til sýnis, í tæplega tvö þúsund fermetra sal, 23 líkön af þeim hvalategundum sem synda um Íslandsmið. Lesa meira

Eftirlit við framkvæmdir Þeistareykjavirkjunar - 13.7.2015

EFLA varð nýverið hlutskörpust í útboði á eftirlitsþjónustu með byggingum og veitum við Þeistareykjavirkjun. Lesa meira

Að gefnu tilefni - mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar - 1.7.2015

EFLA verkfræðistofa vann nýverið tvær greinargerðir um Reykjavíkurflugvöll. Þessar greinargerðir og niðurstöður þeirra hafa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið og blandast þar inn í hið langvinna deilumál um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Verður hér gerð tilraun til að halda nokkrum staðreyndum um þessa vinnu EFLU til haga og leiðrétta rangfærslur sem komið hafa fram í umræðu um hana. Lesa meira

Uppbygging jarðhitaþekkingar í Kenýa - 19.6.2015

EFLA verkfræðistofa og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hafa undirritað samstarfssamning um verkefni tengd jarðhita í Kenía. Verkefnið felur í sér að endurskoða hugmyndalíkan af Suswa jarðhitasvæðinu í Kenía, ákvarða staðsetningar á tilrauna borholum sem og að aðstoða og þjálfa starfsmenn Geothermal Development Company (GDC) við mælingar og smíði hugmyndalíkans fyrir jarðhitasvæði. Lesa meira

Science, policy and society - 18.6.2015

Böðvar Tómasson, fagstjóri Bruna- og öryggismála, hélt á mánudaginn síðastliðinn fyrirlestur á ráðstefnunni SRA-Europe 2015 í Maastricht í Hollandi. Lesa meira

EFLA hannar Hagahverfi á Akureyri - 16.6.2015

EFLA verkfræðistofa hefur í vetur unnið að hönnun á 6. framkvæmdaáfanga Naustahverfis á Akureyri, svokölluðu Hagahverfi, og eru framkvæmdir um það bil að hefjast. Heildarlengd gatna í Hagahverfi er um 5 km og er verkefnið stærsta gatnagerðarframkvæmd á Akureyri um nokkurt skeið. Lesa meira

Uppbygging á ferðamannastöðum - 15.6.2015

EFLA hefur á undanförnum misserum komið að hönnun útsýnis- og göngupalla á vinsælum ferðamannastöðum vítt og breytt um landið, í samstarfi við arkitektastofurnar Arkís arkitekta, Landmótun og Landform. Lesa meira

Ísgöngin formlega opnuð - 9.6.2015

Ísgöng­in í Lang­jökli voru opnuð þann 6.júní síðastliðinn. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði göng­in með form­leg­um hætti með ísöxi þegar hún hjó í sund­ur ísklump í göng­un­um. Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU styrkir níu verkefni - 4.6.2015

Samfélagssjóður EFLU veitti nú í júní sína sjöttu úthlutun. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Lesa meira

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2014 - 3.6.2015

EFLA verkfræðistofa hefur frá árinu 2006 unnið að gagnaúrvinnslu og textagerð fyrir umhverfisskýrslu Landsvirkjunar og séð um rýni hennar frá árinu 2010. Lesa meira

Sjónvarpsstöðin Hringbraut hjá EFLU - 27.5.2015

Sjónvarpsstöðin Hringbraut kom í heimsókn til okkar á EFLU í síðustu viku til að kynnast betur heimi verkfræðinnar. Af nægu er að taka og því verða sýndir tveir þættir sem fjalla um starfsemi EFLU og þau fjölbreyttu verkefni sem starfsfólk okkar hefur komið að innanlands sem utan. Lesa meira

Fagfundur Samorku - 27.5.2015

Fagfundur Samorku verður haldinn á Hótel Borgarnesi í dag 28. og 29. maí. Lesa meira

Asfaltstöð á Reyðarfirði - 26.5.2015

EFLA verkfræðistofa vann nýlega að endurnýjun á stjórnkerfi asfaltstöðvar Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Lesa meira

Morgunfundur Vistbyggðaráðs - 21.5.2015

Vistbyggðaráð heldur opin morgunfund í Norræna húsinu í dag fimmtudaginn 21.maí milli 8:15-10:00. Lesa meira

Umhverfismats dagurinn - 20.5.2015

Árlegur umhverfismatsdagur Skipulagsstofnunar verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins eftir hádegi fimmtudaginn 21. maí næstkomandi. Lesa meira

Málþing um fráveitu - 6.5.2015

Málþingið fer fram 8. maí kl. 9-12.15 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Lesa meira

Umhverfi og iðnaður opinn fundur - 30.4.2015

Í dag tekur EFLA þátt í opnum kynningarfundi um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga. Lesa meira

MBA nemar í verknámi - 15.4.2015

Þessa vikuna dvelur hjá okkur hópur MBA nema frá CASS Business school í London, í tengslum við International Consultancy Week. Lesa meira

Brunavarnir bygginga - Námskeið EHÍ - 15.4.2015

Námskeiðið "Brunavarnir bygginga - ný byggingareglugerð" fer fram þriðjudaginn 21.04.15 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. EFLA ásamt Mannvirkjastofnun standa fyrir námskeiðinu. Lesa meira

Stærstu manngerðu ísgöngin - 15.4.2015

EFLA hefur frá árinu 2010 unnið að undirbúningi Ísganga í Langjökli. Á fyrstu stigum verkefnisins var til athugunar hvort hugmyndin að svo stórum göngum hátt í Langjökli væri tæknilega og jöklafræðilega raunhæf. Erlend sambærileg verkefni voru könnuð og kostnaður við gerð ganganna metinn. EFLA þróaði verkefnið allt fram til ársloka 2013 þegar samið var um yfirtöku þess við fjárfestingarsjóð á sviði nýjunga í ferðaþjónustu á Íslandi. Lesa meira

Jarðstrengir á hærri spennu - 14.4.2015

Vorfundur Landsnets 2015 var haldinn þann 9.apríl 2015 á Hilton Reykjavik Nordica um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur félagsins, undir yfirskriftinni Rafvædd framtíð í sátt við samféla og umhverfi. Lesa meira

Dagur verkfræðinnar 2015 - 10.4.2015

Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl 2015 á Hilton Nordica hótel. Lesa meira

EFLA kom að sýningunni Landnámssögur - arfur í orðum - 27.3.2015

Laugardaginn 28. mars verður opnuð sýning í Borgarsögusafni sem heitir Landnámssögur - arfur í orðum . Á sýningunni, gefur að líta mörg hundruð ára gömul handrit sem rekja sögu fyrstu landnema Íslands en handritin eru fengin eru að láni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þessi handrit eru ein dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar og því er mikilvægt að vel sé farið með þau. Lesa meira

Útboð - Urriðaholt - Norðurhluti 2. áfangi. - 20.3.2015

Garðabær, HS Veitur hf., Orkuveita Reykjavíkur - Veitur ohf. (OR Veitur), Gagnaveita Reykjavíkur ehf. (GR) og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Lesa meira

Fyrirlestur um flygildi - 3.3.2015

Á morgun miðvikudaginn 4. mars mun Páll Bjarnason svæðisstjóri EFLU Suðurlands halda fyrirlestur um flygildi og notkun þeirra við náttúrurannsóknir Lesa meira

Málþing á vegum SAMGUS - 2.3.2015

Málþing á vegum SAMGUS og Garðyrkjufélags Íslands um trjágróður í þéttbýli var haldið 27. febrúar síðastliðinn. Lesa meira

Aðgerðir gegn klakamyndun á knattspyrnuvöllum - 2.3.2015

Ráðstefna á vegum samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) var haldin helgina 13-14 febrúar í húsakynnum KSÍ í Laugardal. Lesa meira

Vinnustofa Grænu Orkunnar - 26.2.2015

EFLA ásamt fjölda annarra fyrirtækja tók í dag þátt í vinnustofu um vistvæna haftengda starfsemi,sem haldin var af samtökunum Græna orkan í samstarfi við Stofnun Sæmundar Fróða, Hafið og Nordic Marina. Lesa meira

Áframhaldandi verkefni SENSE og EFLU - 17.2.2015

Nýlokið er þriggja ára Evrópuverkefni sem EFLA var þátttakandi í. Verkefnið, Harmonised Environmental Sustainability in the European food and drink chain eða SENSE, var styrkt af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins. Lesa meira

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2015 - 17.2.2015

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur tilnefnt 5 verkefni til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2015 og er verkefnið "Íslenskir þjóðstígar": Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi þar á meðal. Lesa meira

Vetrarhátíð Reykjavíkur 2015 - 5.2.2015

Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs og verður haldin í tólfta sinn 5.-8. febrúar 2015. Lesa meira

EFLA framúrskarandi fimm ár í röð - 5.2.2015

EFLA verkfræðistofa hlaut viðurkenninguna fimmta árið í röð, og er eitt af aðeins 100 fyrirtækjum sem náð hafa þessum árangri öll fimm árin frá upphafi þessa mats. Lesa meira

Vegna greinagerðar um Reykjavíkurflugvöll - 3.2.2015

EFLA verkfræðistofa vann nýverið tvær greinargerðir fyrir Isavia um Reykjavíkurflugvöll. Þessar greinargerðir og niðurstöður þeirra hafa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið og blandast þar inn í hið langvinna deilumál um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Lesa meira

Öryggisvarnir handrita og ASIS - 28.1.2015

ASIS mun halda sína sjöttu ráðstefnu um öryggismál í Dubai í byrjun febrúar (Middle East Security Conference & Exhibition). ASIS eru stærstu öryggissamtök í heimi með yfir 38.000 meðlimi um allan heim. Lesa meira

Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara - 23.1.2015

EFLA býður vottað gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara sem uppfyllir þær kröfur, sem kveðið er á um, í fyrrgreindri byggingarreglugerð nr. 160/2010. Kerfið er einfalt að uppfæra fyrir iðnmeistara með því að bæta við þeim gátlistum og eyðublöðum sem eiga við hverja iðngrein. Lesa meira

Leiðbeiningar um gerð gönguþverana - 21.1.2015

Nýlega voru gefnar út leiðbeiningar um gerð gönguþverana en eins og margir vita eru þær jafn mismunandi og þær eru margar. Lesa meira

EFLA tengir byggðir í N-Noregi - 19.12.2014

EFLA verkfræðistofa hefur með höndum tæknilega ráðgjöf og heildarhönnun endurnýjunar á tveimur samsíða jarðgöngum í N-Noregi sem tengja 72000 manna byggð á Tromsö eyju við meginland Noregs. Lesa meira

Greining á nothæfistíma og nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar - 19.12.2014

EFLA vann nýverið tvær skýrslur um nothæfistíma og nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar fyrir Isavia. Lesa meira

Samfélagssjóður EFLU styrkir átta verkefni - 18.12.2014

Samfélagssjóður EFLU veitti nú í desember sína fimmtu úthlutun. Lesa meira

Fyrirlestur um notkun á ómönnuðum flugvélum við loftmyndatöku - 9.12.2014

Trimble Dimension 2014 er notendaráðstefna Trimble var haldin í Las Vegas í nóvember. Trimble er einn stærsti framleiðandi landmælingatækja í heiminum. Páll Bjarnason, svæðisstjóri EFLU Suðurlandi hélt þar fyrirlestur um notkun ómannaðra flugvéla við loftmyndatöku á Íslandi. EFLA er framarlega hvað þessa tækni varðar í heiminum og var fyrirlestur Páls því áhugaverður og upplýsandi fyrir ráðstefnugesti sem voru um 4.000 talsins. Lesa meira

Nemendaverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands 2014 - 9.12.2014

Íris Stefánsdóttir hlaut nemendaverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands fyrir meistararitgerð sína í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands "Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík - Áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta". Lesa meira

Lýsingarhönnun í Langjökli - 3.12.2014

Nú eru hafnar prófanir á aðferðum og búnaði fyrir lýsingu í ísgöngunum í Langjökli. Óhætt er að segja að um óvenjulegt verkefni sé að ræða því huga þarf að mörgu sem er ólíkt lýsingu við hefðbundnar aðstæður. Lesa meira

Náttúra og byggð tengd á ljóðrænan hátt - 26.11.2014

Tillaga VA arkitekta ásamt Landmótun og EFLU var hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðabyggðar. Í hönnunarhópnum fyrir hönd EFLU voru þau Ríkharður Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir og Brynjar Örn Árnason. Lesa meira

Íslenskir þjóðstígar - 5.11.2014

Út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar sem unnið var af EFLU verkfræðistofu í samvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins. Lesa meira

Umhverfisverðlaun ferðamálastofu 2014 - 4.11.2014

Icelandair Hótel Reykjavík Natura er handhafi umhverfisverðlauna Ferðamálastofu fyrir árið 2014. EFLA sá um ráðgjöf við innleiðingu vottaðrar umhverfisstjórnunar skv. ISO 14001 hjá fyrirtækinu en Reykjavík Natura fékk vottunina árið 2012. Lesa meira

Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle - 31.10.2014

Hringborð Norðurslóða "Arctic Circle" heldur sitt annað þing í Hörpunni nú um helgina. Þetta er einstakur alþjóðlegur vettvangur þar sem saman koma ólíkir aðilar til að ræða norðurslóðamál. Megin tilgangur þingsins er að skapa opinn og lýðræðislegan vettvang fyrir umræðu og samstarf um málefni Norðurslóða. Lesa meira

Mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu - 30.10.2014

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi. Lesa meira

Lofsvert Lagnaverk 2013 - 24.10.2014

EFLA verkfræðistofa hlaut verðlaunin "Lofsvert Lagnaverk 2013" en verkið sem hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands að þessu sinni var 4.000 fm nýbygging við verksmiðju- og skrifstofuhús Lýsis hf. á Granda í Reykjavík. Lesa meira

EFLA og Studio Granda vinna samkeppni - 10.10.2014

Tillaga EFLU og arkitektanna á Studio Granda varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um nýja göngubrú á Markarfljót við Húsadal. Lesa meira

EFLA á Sjávarútvegssýningunni 2014 - 26.9.2014

EFLA verkfræðistofa er með sýningarbás á sjávarútvegssýningunni í Smáranum, dagana 25.-27. september. Lesa meira

Rafræn umhverfisskýrsla Landsvirkjunar - 23.9.2014

EFLA verkfræðistofa hefur frá árinu 2006 aðstoðað við gerð umhverfisskýrslu Landsvirkjunar og hefur unnið að gagnaúrvinnslu og textagerð og síðan 2010 einnig séð um rýni skýrslunnar. Lesa meira

Vistferilshugsun á Norðurslóðum - 18.9.2014

Þann 2. - 3. október 2014 verður haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum Norræna samstarfsvettvangsins um vistferilsgreiningar (NorLCA) á Hótel Sögu í Reykjavík. Lesa meira

Opinn fundur með hagsmunaaðlium í fiskeldi - 18.9.2014

OPINN FUNDUR MEÐ HAGSMUNAAÐILUM Í FISKELDI verður haldinn á vegum Rannsóknarhóps í hagnýtum vöruferlum við Háskóla Íslands og EFLU verkfræðistofu á Radisson Blu Saga Hotel Reykjavík, þann 29. september kl. 12:00-17:00, sjá dagskrá hér að neðan. Lesa meira

Hljóðráðgjöf Kórsins - 25.8.2014

Íþróttahúsið Kórinn var hljóðhannaður af EFLU verkfræðistofu. Hönnunarmarkmið fyrir hljóðvist íþróttahússins tóku ekki einungis mið af hefðbundinni íþróttanotkun heldur var jafnframt miðað við að hljóðvist salarins myndi henta fyrir stórtónleika. Lesa meira

EFLA kemur að skipulagi á stórtónleikum í Kórnum - 21.8.2014

Stórtónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. EFLA verkfræðistofa kemur að undirbúningi tónleikanna en nokkur reynsla er innan EFLU þegar kemur að stórviðburðum sem þessum. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík "Global Sustainability Challenges - Northern Approaches" - 22.7.2014

EFLA verkfræðistofa ásamt Norrænum samstarfsvettvangi um vistferilsgreiningar (NOR LCA), Landsneti, Landsvirkjun, Vistbyggðarráði, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Danmarks Tekniske Universitet (DTU) standa að alþjóðlegri ráðstefnunni daganna 2. - 3. október 2014 í Reykjavík. Lesa meira

Fluglestin - 15.7.2014

Ráðgjöf og verkefnastjórnun gerði sl. haust að beiðni fasteignafélagsins Reita frumathugun á raunhæfni þeirrar hugmyndar að tengja alþjóðaflugvöllinn í Keflavík með hraðlest við miðborg Reykjavíkur og var sú vinna kynnt með skýrslu í október 2013. Lesa meira

Verkfræðistofa Austurlands sameinast EFLU - 8.7.2014

Um síðustu mánaðamót sameinaðist Verkfræðistofa Austurlands EFLU verkfræðistofu. Fyrirtækin tvö hafa verið í umtalsverðu samstarfi undanfarin ár, sem hefur skilað góðum árangri og verið báðum aðilum til hagsbóta. Lesa meira

EFLA opnar í Svíþjóð og rammasamningur í höfn - 30.6.2014

EFLA verkfræðistofa hefur stofnað dótturfélagið EFLU AB í Stokkhólmi. Félagið mun veita sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að flutningi og dreifingu raforku. Lesa meira

EFLA veitir sjö verkefnum styrk - 25.6.2014

EFLA hefur úthlutað í fjórða sinn úr Samfélagssjóði sínum. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins, en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Samtals bárust 93 umsóknir að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki. Lesa meira

EFLA opnar skrifstofu á Þórshöfn - 19.6.2014

EFLA verkfræðistofa hefur opnað starfsstöð á Þórshöfn á Langanesi. Starfsstöðin er liður í því að efla EFLU á Langanesi í tengslum við aukin umsvif á svæðinu bæði á Þórshöfn og í Finnafirði. Starfsmenn EFLU sem koma að verkefnum á svæðinu munu hafa aðsetur á Þórshöfn. Lesa meira

Blaðamannafundur um Ísgöngin í Langjökli - 3.6.2014

Í dag var haldinn blaðamannafundur á EFLU til að kynna stöðu verkefnisins um ísgöng í Langjökli. Framkvæmdir hófust snemma í vor og nú hafa verið grafin um 40 metra löng göng inn í jökulinn. Fenginn var til liðs við verkefnið leikmynda- og sýningahönnuðurinn Árni Páll Jóhannsson til að hanna útlit og voru teikningar af Ísgöngunum kynntar á blaðamannafundinum. Einnig var sýnt tölvugert myndband sem verður aðgengilegt síðar meir á vef verkefnisins. Lesa meira

Samstarfssamningur undirritaður í ráðherrabústaðnum - 20.5.2014

Í dag var undirritaður formlegur samstarfssamningur á milli EFLU, Bremenports, Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps, sem staðfestir ákvörðun að vinna saman um mat á hagkvæmni alþjóðlegrar umskipunar- og þjónustuhafnar í Finnafirði og ábata fyrir nærliggjandi svæði og sveitarfélög. Viðstödd undirritunina voru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Lesa meira

Listaverk afhjúpað í dag - 30.4.2014

Eitt af þeim verkefnum sem EFLA hefur fengist við er stjórnun á undirbúningi og uppsetningu listaverks sem einn fremsti listamaður Íslands, Sigurður Guðmundsson, hefur skapað fyrir leikjafyrirtækið CCP. Lesa meira

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga - 16.4.2014

EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga fyrir árið 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem EFLA tekur saman niðurstöður þeirra sérfræðinga sem koma að vöktuninni. Norðurál og Elkem Ísland standa að vöktuninni sem fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2021. Lesa meira

Frágangur einangrunar í steyptum útveggjum - 9.4.2014

Nú nýverið kom saman hópur nokkurra helstu sérfræðinga landsins á sviði raka- og myglumála til þess að ræða þá þróun sem hefur átt sér stað í uppbyggingu steinsteyptra útveggja, einangraða að innanverðu. Markmið hópsins var að vekja athygli á áhættu í uppbyggingu steinsteyptra útveggja svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi tjón af völdum rangrar útfærslu. Lesa meira

Rammasamningur í áhættugreiningu í Noregi - 9.4.2014

EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá rammasamningi við norsku vegagerðina, Statens Vegvesen, um áhættugreiningar fyrir vegi og jarðgöng. Lesa meira

Borvatnsveita Þeystareykjavirkjunar - 7.4.2014

EFLA verkfræðistofa hefur tekið að sér hönnun og ráðgjöf við uppbyggingu borvatnsveitu fyrir fyrirhugaða 200 MWe jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar við Þeystareyki. Verkefnið snýr að hönnun vatnsveitu fyrir jarðbora á uppbyggingartíma virkjunarinnar ásamt því að útvega vinnubúðum virkjunarinnar köldu neyslu- og brunavatni. Lesa meira

Þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni - 7.4.2014

EFLA verkfræðistofa tók að sér hönnun og ráðgjöf við uppsetningu á kæli- og frystikerfi í þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni í Borgarnesi. Lesa meira

Öryggisáhættugreining vegna handritasýningar - 4.4.2014

EFLA var fengin til að gera öryggisúttekt vegna handritasýningar á Landnámssýningu, en mikil áhersla er á öryggismál vegna handrita, þar sem um mestu gersemar þjóðarinnar er að ræða. Lesa meira

Gangsetning Búðarhálsstöðvar - 6.3.2014

Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett 7. mars 2014. Uppsett afl hennar er 95 MW og framleiðir hún um 585 GWst af rafmagni á ári inn á orkukerfi landsmanna. Lesa meira

Ísbrotvél fyrir gangagerð á Langjökli - 5.3.2014

Innan skamms hefjast framkvæmdir við gerð Ísganga á Langjökli. Hluti verkefnisins er hönnun og smíði á sérhæfðri brotvél sem mala mun niður hjarn og ís við gangagerðina. Mikil heimildaleit leiddi í ljós að líklega hefur slík brotvél fyrir jökulís aldrei verið smíðuð í heiminum Lesa meira

Byggingaframkvæmd Alvogen - 28.2.2014

Í Vatnsmýrinni í Reykjavík er verið að byggja þrettán þúsund fermetra hátæknisetur Alvogen. EFLA er ráðgjafi Alvogen í verkefninu og sér um hönnun burðarvirkja og rafkerfa, hljóðráðgjöf, brunahönnun, kostnaðaráætlanir, verkefnisstjórn og eftirlit með framkvæmdum. Lesa meira

Stöðug uppbygging og þróun - 21.2.2014

Lýsi gangsetti nýja verksmiðju árið 2005. Þessi verksmiðja er ein sú glæsilegasta í heiminum og hefur gengið framar öllum vonum. Það hefur verið stöðug uppbygging og þróun síðan verksmiðjan var gangsett. Árið 2007 fékk verksmiðjan lyfjaframleiðsluleyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins, þá hófst einnig framleiðsla á Omega þykkni. 2012 var gangsett ný verksmiðja við hlið þeirri gömlu og framleiðslugetan tvöfölduð. Árið 2013 var síðan nýjum afkastamiklum eimara bætt við. Lesa meira

Steinsteypudagurinn 2014 - 21.2.2014

Steinsteypudagurinn 2014 fer núna fram á Grand Hótel. Fjölmörg erindi verða flutt á ýmsum sviðum, þar á meðal frá EFLU. Lesa meira

Nýtt launaflsvirki Landsnets á Grundartanga - 17.2.2014

Á Klafastöðum á Grundartanga hefur Landsnet nú tekið í notkun nýtt launaflsvirki, thyristorstýrt SVC virki. Grundartangi er stærsti álagspunkturinn í kerfi Landsnets og truflanir á raforkuafhendingu þar geta haft mikil áhrif á rekstur alls kerfis Landsnets. Lesa meira

EFLA er framúrskarandi - 17.2.2014

EFLA verkfræðistofa er í 46. sæti á lista Creditinfo 2013 í mati á fjárhagslegum styrk og stöðugleika fyrirtækja. EFLA er jafnframt eitt af 115 fyrirtækjum sem náð hafa þeim árangri að vera á listanum síðustu fjögur árin eða allt frá upphafi. Lesa meira

Hjólaleiðir hlutu nýsköpunarverðlaun - 13.2.2014

Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands. Verkefnið var unnið af starfsmönnum EFLU verkfræðistofu, þeim Evu Dís Þórðardóttur sem kemur frá Háskólanum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni sem kemur frá Háskólanum í Lundi. Leiðbeinendur þeirra voru þau Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Árnason starfsmenn EFLU. Lesa meira

EFLA endurnýjar samninga við Statnett - 7.2.2014

EFLA verkfræðistofa hefur undanfarin ár unnið að undirbúningi og hönnun vegna byggingar á 150 kílómetra, 420 kV háspennulínu sem Statnett er að fara að byggja í Norður Noregi. Nú fara framkvæmdir að hefjast við byggingu línunnar og fékk EFLA nú um áramótin endurnýjaða verksamninga í tengslum við verkefnið. Lesa meira

Vetrarhátíð Reykjavíkur og EFLA - 7.2.2014

Vetrarhátíð Reykjavíkur var sett í gær. Listaverk sem kallast "Styttur borgarinnar vakna" er ljóslistaverk sem tveir starfsmenn EFLU, þeir Kristján Gunnar Kristjánsson lýsingahönnuður og Arnar Leifsson rafiðnfræðingur unnu. Ljósverkið gengur út á það að nota margmiðlunartækni og RGB - LED lýsingu til að vekja stytturnar til lífs. Lesa meira

Framkvæmdum að ljúka við Búðarhálsvirkjun - 15.1.2014

Búðarhálsvirkjun er virkjun í Tungnaá sem nýtir fallið í ánni frá frávatni Hrauneyjafossvirkjunar að Sultartangalóni. Með tilkomu Búðarhálsvirkjunar má segja að búið sé að fullnýta fall frá Þórisvatni niður fyrir Búrfell. Uppsett afl verður um 95 MW og orkugeta allt að 585 GWst á ári. Lesa meira

Öflugri EFLA - 10.1.2014

Nú um áramótin runnu Verkfræðistofa Norðurlands og Verkfræðistofa Suðurlands undir hatt EFLU verkfræðistofu en stofurnar hafa verið í fullri eigu EFLU undanfarin ár. Samstarf fyrirtækjanna hafa skilað mjög góðum árangri og verið öllum fyrirtækjunum til hagsbóta. Lesa meira

Eldvarnarmál - Höfðatorgsturninn - 10.1.2014

Brunahönnun bygginga og reglubundið eftirlit með búnaði ásamt rýmingar- og viðbragðsæfinum er forsenda þess að tryggja öryggi fólks og eigna. EFLA hefur tekið að sér ráðgjöf varðandi uppsetningu á eigin eldvarnareftirliti fyrirtækja ásamt rýmingaráætlunum og æfingum. Eitt af þeim fyrirtækjum er turninn á Höfðatorgi þar sem EFLA var með brunahönnun byggingarinnar. Lesa meira

Áhættustjórnun og áhættumat í ferðaþjónustu - 3.1.2014

EFLA hefur í samvinnu við Ferðamálastofu unnið nýja útgáfu af ritinu "Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu". Í því er skilgreint nýtt áhættustjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna til að auka öryggi og minnka áhættur, sem víða leynast í því umhverfi. Ritinu er ætlað að auðvelda ferðaþjónustufyrirtækjum, að auka öryggi fyrir þá þjónustu sem í boði er, óháð því í hvaða grein þau eru. Lesa meira

EFLA verkfræðistofa veitir sjö verkefnum styrk - 11.12.2013

Verkfræðistofan EFLA hefur úthlutað í annað sinn úr Samfélagssjóði sínum. Lesa meira

Stefnumót á landsbyggðinni - 26.11.2013

Undanfarnar tvær vikur hefur EFLA verkfræðistofa sótt starfstöðvar sínar heim í tilefni af 40 ára afmæli EFLU. Boðið var til málstofu á Austur, Suður og Norðurlandi þar sem viðskiptavinum og samstarfsfólki var boðið að koma og hlusta á fjölbreyttar kynningar um forvitnileg og mikilvæg viðfangsefni. Hér að neðan má skoða kynningarnar og upplýsingar um fyrirlesarana. Lesa meira

VN verðlaunuð fyrir lofsvert lagnaverk 2012 - 25.10.2013

Dótturfyrirtæki EFLU, Verkfræðistofa Norðurlands, með Grétar Grímsson í broddi fylkingar hlaut verðlaun fyrir "LOFSVERT LAGNAVERK 2012". Lesa meira

EFLA kemur að endurskoðun aðalskipulags - 24.10.2013

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við ráðgjafahóp Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar, EFLU verkfræðistofu og Landmótun, um vinnu við endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Lesa meira

Eflum ungar raddir - 16.10.2013

Samfélagssjóður EFLU var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og er úthlutað úr sjóðinum tvisvar á ári. Lesa meira

Umfangsmikið verkefni í Tyrklandi - 16.10.2013

Undirritaður hefur verið samningur RARIK Orkuþróunar (RED) og EFLU verkfræðistofu við tyrkneska orkufyrirtækið Zorlu Enerji AS um virkjun jarðvarma við fjallið Nemrut í Austur-Tyrklandi. Lesa meira

EFLA verkfræðistofa verður á Arctic Circle - 10.10.2013

Nýr alþjóðlegur vettvangur, Arctic Circle - Hringborð Norðurslóða, heldur sitt fyrsta þing í Hörpu dagana 12.-14. október. Það var Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem ásamt hópi forystufólks í málefnum Norðurslóða, hafði frumkvæði að stofnun þess. Lesa meira

EFLA og hátæknisetur Alvogen - 24.9.2013

Nýverið ákvað borgarráð að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 15-19 vegna Vísindagarða. Á lóðinni fyrirhugar alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu, hátæknisetur, sem rekið verður sem hluti Vísindagarða Háskóla Ísland. Lesa meira

Gildi uppbyggingar flutningskerfis - 10.9.2013

EFLA verkfræðistofa hefur í samvinnu við Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, tekið saman skýrslu þar sem reynt er að meta það hversu mikils virði það er fyrir þjóðfélagið að halda áfram uppbyggingu flutningskerfis raforku. Lesa meira

Rannsóknir við Finnafjörð - 30.8.2013

Allt frá árinu 2012 hefur EFLA unnið að málefnum hugsanlegrar Finnafjarðarhafnar með sveitarfélögunum Vopnafjarðarhreppi, Langanesbyggð og fyrirtækinu Bremenports í Þýskalandi. Lesa meira

EFLA verkhannar vindlundi fyrir Landsvirkjun - 28.8.2013

Landsvirkjun og EFLA hafa skrifað undir samning um verkhönnun vindlunda (vindgarðana) á Hafinu við Búrfellsvirkjun. Hér er um að ræða fyrstu vindlundina sem hannaðir eru á Íslandi en fáeinar stakar vindmyllur hafa verið settar upp hér á landi. Lesa meira

Samanburður hávaðavísa - 10.7.2013

EFLA verkfræðistofa hlaut á vordögum styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til þess að vinna verkefnið Samanburður hávaðavísa - hljóðmælingar og greining. Lesa meira

Áhættu- og áfallaþolsgreining á óperugöngunum í Osló - 2.7.2013

Norska vegagerðin hefur óskað eftir því að EFLA verkfræðistofa framkvæmi áhættugreiningu og áfallaþolsgreiningu vegna lengingar Óperuganganna (Operatunnelen) í miðborg Osló. Lesa meira

Forseti Íslands kynnir verkefni í Finnafirði - 27.6.2013

Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. Lesa meira

Allir öruggir heim - 19.6.2013

Samfélagssjóður EFLU tók þátt í að styrkja verkefnið "Allir öruggir heim" sem er á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Lesa meira

Sjö verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði EFLU - 11.6.2013

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í fyrsta sinn. Lesa meira

EFLA vinnur að endurbótum í Borgartúni - 7.6.2013

EFLA verkfræðistofa, í samvinnu við landslagsarkitektastofuna Landmótun, hefur unnið að hönnun á endurbótum í Borgartúni fyrir Reykjavíkurborg. Lesa meira

EFLA fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013 - 27.5.2013

Samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal félagsmanna VR og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði var EFLA verkfræðistofa í sjötta sæti meðal stórra fyrirtækja og hlýtur því nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013. Lesa meira

40 ára afmælishóf EFLU - 13.5.2013

Á dögunum héldum við upp á 40 ára afmæli EFLU verkfræðistofu með veglegu samkvæmi í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Höfðabakka 9. Vel var mætt en þegar mest lét voru um 700 gestir í húsinu. Lesa meira

EFLA veitir ráðgjöf um jarðgerð - 8.5.2013

Í tilefni af þeirri stefnumörkun og hugmyndavinnu sem unnin hefur verið undir nafninu "Grænt Kjalarnes" bauð umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar íbúum á Kjalarnesi til kynningar á jarðgerð og jarðgerðartunnum. Lesa meira

Hæsta einkunn í hæfnismati - 30.4.2013

EFLA verkfræðistofa hefur nú undirritað sjötta rammasamninginn við norsku vegagerðina Statens Vegvesen. Hefur EFLA þá gert rammasamninga við Statens Vegvesen á fjórum af fimm svæðum Noregs á fjölbreyttum sviðum samgönguverkefna. Lesa meira

Flóðvarnir fyrir Kvosina - 26.4.2013

EFLA, í samvinnu við Landslag ehf, hlaut á dögunum styrk frá Viðlagatryggingu Íslands til að vinna verkefni um flóðvarnir fyrir Kvosina í Reykjavík. Borgaryfirvöld styrkja verkefnið einnig með mótframlagi. Lesa meira

Höfuðstöðvar EFLU fá BREEAM vottun - 24.3.2013

Höfuðstöðvar EFLU verkfræðistofu er fyrsta endurgerða byggingin á Íslandi sem hlýtur BREEAM vottun. BREEAM er alþjóðleg vottun á sjálfbærni bygginga og er samanburðarhæf um allan heim. Byggingin er í eigu Reita fasteignafélags og leigir EFLA húsnæðið. Lesa meira

Með samfélaginu í 40 ár - 22.3.2013

Unnið er að fjölda góðra hugmynda og verðugra verkefna í samfélaginu á degi hverjum. EFLA verkfræðistofa hefur í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins stofnað samfélagssjóð, sem nú leitar að málefnum til að styðja. Lesa meira

Samningur undirritaður við FLUOR - 20.3.2013

EFLA hefur nú gert samning við FLUOR um aðstoð við framkvæmd hönnunar og aðra verkfræðiráðgjöf tengt fjárfestingaverkefnum hjá Alcoa Fjarðaál. Lesa meira

Brú yfir Fossvog - 11.3.2013

EFLA hefur verið ráðgjafi starfshóps Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog og skilaði starfshópurinn greinargerð sinni í síðustu viku. Hlutverk hópsins var að skoða legu og útfærslu brúar yfir Fossvog sem skuli fyrst og fremst þjóna vistvænum ferðamátum, gangandi og hjólandi umferð og mögulega strætisvögnum. Lesa meira

EFLA á IGC 2013 ráðstefnunni - 5.3.2013

Ráðstefnan ICELAND GEOTHERMAL CONFERENCE 2013, er haldin um þessar mundir í Hörpu eða nánar tiltekið frá 5-8.mars. Lesa meira

Samið við EFLU um verkeftirlit með Vaðlaheiðargöngum - 1.2.2013

Í dag var undirritaður samningur milli Vaðlaheiðarganga hf og EFLU verkfræðistofu um verkeftirlit með framkvæmd Vaðlaheiðarganga. Eftirlitssamningurinn var gerður samhliða frágangi samnings Vaðlaheiðarganga hf við ÍAV og svissneska verktakann Marti um gerð ganganna. EFLA gerði tilboð í eftirlitsverkið í samvinnu við GeoTek og Verkfræðistofu Norðurlands. Lesa meira

Allt mögulegt í 40 ár - 14.1.2013

Á þessu ári fagnar EFLA verkfræðistofa 40 ára afmæli. Lesa meira

Hugmynd um gerð ísganga í Langjökli - 10.1.2013

Á EFLU verkfræðistofu hefur verið unnið að nýsköpunarverkefni um gerð ísganga í Langjökli allt frá sumrinu 2010. Hugmyndin gengur út á að grafin verði manngeng göng nógu langt ofan í jökulísinn til að finna þéttan jökulís en talið er að hann sé að finna á um 30 m dýpi. Lesa meira

Stórri samgönguframkvæmd í Noregi lokið - 9.1.2013

Solasplitten, sem er 4 km langur vegur á Stavanger svæðinu í Noregi var nýverið opnaður fyrir umferð við hátíðlega athöfn. Það var norska vegagerðin (Statens vegvesen) sem sá um lagningu vegarins. Lesa meira

Mjóafjarðarbrú hluti af verðlaunaframkvæmd - 18.12.2012

Vörðuna, viðurkenningu Vegagerðinnar fyrir mannvirki 2008-2010, hlaut verkefnið Djúpvegur, Reykjanes-Hörtná. Hluti af þeim vegi er þverun Mjóafjarðar með 130 m langri stálbogabrú sem EFLA hannaði. Lesa meira

EFLA veitir styrki til samfélagsins - 13.12.2012

EFLA hefur sett sér það markmið í desember að styrkja uppbyggjandi og jákvæð verkefni og með því lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Lesa meira

EFLA og stækkun Norðuráls - 7.12.2012

Norðurál á Grundartanga hefur samið um stækkun álversins eða því sem nemur 1600 fermetrum. Undirritun samninga var í dag, 7. desember og mun EFLA sjá um tvo þætti þessa verkefnis. Annarsvegar mun EFLA sjá um öryggisstjórnun verkefnisins, sem Sigurjón Svavarsson mun leiða. Hinsvegar mun EFLA sjá um byggingarstjórn verkefnisins, sem Erlendur Örn Fjeldsted mun sjá um. Lesa meira

Olíuleit við Ísland fjársjóður eða firring? - 30.11.2012

Þriðjudaginn 27. nóvember hélt Verkfræðistofnun Háskóla Íslands ársfund sinn. Fundarstjóri var Dr. Hrund Ólöf Andradóttir og var umfjöllunarefni fundarins Olíuleit við Ísland, fjársjóður eða firring? Lesa meira

Samningur um samstarf EFLU og HÍ - 29.11.2012

Í síðasta mánuði var undirritaður samningur um samstarf um kennslu og rannsóknir á sviði mannvirkjahönnunar milli EFLU og Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands. Lesa meira

Vaxandi umsvif EFLU í olíuiðnaði - 26.11.2012

Ráðgjafarþjónusta EFLU verkfræðistofu hefur undanfarið vaxið hratt í olíuiðnaðinum í Noregi. Tekjur EFLU tengdar olíuiðnaðinum í Noregi er nú orðnar um 200 milljónir króna á ársgrundvelli, eða um 17% af væntum heildartekjum EFLU í Noregsverkefnum í ár. EFLA hefur unnið að verkefnum vegna 6 olíuborpalla vítt og breitt við strendur Noregs. Lesa meira

Skipulagsverðlaunin 2012 - 22.11.2012

Skipulagsverðlaunin 2012 voru afhent 8.nóvember síðastliðinn í Iðnó. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt. Í ár var Vistbyggðarráð (www.vbr.is) samstarfsaðili Skipulagsfræðingafélags Íslands, sem stendur fyrir veitingu verðlaunanna annað hvert ár með stuðningi Skipulagsstofnunar. Lesa meira

Rannsóknarskýrsla um umferðarútvarp - 14.11.2012

EFLA kynnti á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar, föstudaginn 9. Nóvember, rannsóknarverkefnið "Umferðarupplýsingar til vegfaranda um bílútvarp". Lesa meira

Bygging Búðarhálsvirkjunar - 12.11.2012

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, lagði hornstein að stöðvarhúsi Búðarhálsvirkjunar við hátíðlega athöfn þann 26. október 2012. Lesa meira

Verkfræðistofa Norðurlands komin með vottun - 1.11.2012

Nú hefur regluleg úttekt BSI farið fram hjá EFLU. Úttektin gekk afar vel en að þessu sinni var áherslan í úttektinni á Samgöngur, Umhverfi og Orku auk Rannsóknastofu, Viðskiptaþróunar og Rekstrarsvið. Lesa meira

Nemendur í skrúðgarðyrkju heimsækja EFLU - 29.10.2012

Þriðjudaginn 23.10.2012 heimsóttu nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands umhverfissvið EFLU. Lesa meira

Áherslur í uppbyggingur grænna svæða - 12.10.2012

Mánudaginn 8. október s.l. var haldin ráðstefna í Árósum um nýjar áherslur í uppbyggingu grænna svæða. Ráðsefnan var haldin að frumkvæði Jordbrugets UddannelsesCenter Århus og þáttakendur voru frá öllum Norðurlöndunum. Lesa meira

Ráðstefna um skaðleg áhrif hávaða - 11.10.2012

Næstkomandi föstudag,12. október, verður haldin ráðstefna tileinkuð minningu Önnu Bjarkar Magnúsdóttur, raddmeinalæknis, vegna starfa hennar í þágu raddverndar. Ráðstefnan ber yfirskriftina "Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna". Lesa meira

EFLA og ástandsvöktun brúa - 3.10.2012

Skoðun verkfræðinga EFLU á ástandi burðarkapla Ölfusárbrúar á Selfossi sumarið 2011, gaf vísbendingar um að kaplarnir hafi skerta burðargetu vegna tæringar. Verkefnið var unnið í samstarfi við sérfræðinga Vegagerðarinnar. Lesa meira

Ráðstefna um jarðhita í Póllandi - 27.9.2012

Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Berlín ásamt sendiráði Íslands í Póllandi, viðskiptaráðuneyti Póllands og pólsku jarðhitasamtökunum stóðu að ráðstefnu um jarðhita í Póllandi dagana 19. og 20. september. Lesa meira

EFLA undirritar fjórða rammasamninginn við norsku vegagerðina - 24.9.2012

EFLA verkfræðistofa undirritaði nýlega fjórða rammasamninginn sem félagið hefur gert við Statens Vegvesen, eða norsku vegagerðina. Samningurinn tekur til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar samgöngumannvirkja í Noregi. Lesa meira

EFLA og jarðhitaskóli sameinuðu þjóðanna - 19.9.2012

Nýverið komu nokkrir nemendur úr jarðhitaskóla sameinuðu þjóðanna (UNU-GTP) í heimsókn til EFLU verkfræðistofu. Lesa meira

Skrifað undir sáttmálann Nordic Built - 30.8.2012

Þann 8. ágúst undirrituðu 20 stjórnendur úr norræna byggingaiðnaðinum Nordic Built sáttmálann í Kaupmannahöfn og sýndu þar með vilja sinn til breytinga. Lesa meira

Framkvæmdum vegna göngubrúar um Kárastaðastíg lokið - 24.8.2012

EFLA verkfræðistofa ásamt Studio Granda fengu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni að göngubrú um Kárastaðastíg í Almannagjá í febrúar 2012. Lesa meira

EFLA fær fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2012 - 23.8.2012

Þann 17. ágúst síðastliðinn fékk EFLA verkfræðistofa fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir fallega fyrirtækjalóð, snyrtilegt útisvæði, smekklegan frágang og framúrskarandi aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Höfða. Lesa meira

Öflugur löndunarkrani í Suður Afríku - 15.8.2012

EFLA Verkfræðistofa er að vinna að verkefni í Richards Bay í Suður Afríku um þessar mundir. Lesa meira

Áhætta er okkar fag - 13.8.2012

Áhættur í þjóðfélaginu breytast í sífellu og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra. Lesa meira

EFLA hlýtur rannsóknarstyrk - 12.7.2012

Miðvikudaginn 11. júlí síðastliðinn afhentu Steingrímur J. Sigfússon, iðnaðarráðherra og Mörður Árnason, formaður orkuráðs, styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2012. Afhendingin fór fram í Þjóðmenningarhúsi. Lesa meira

EFLA verkfræðistofa samstarfsaðili Siemens - 9.7.2012

EFLA verkfræðistofa er Siemens Solution Partner Automation. Lesa meira

EFLA hjólreiðar í Kópavogi - 9.7.2012

EFLA hefur unnið að gerð hjólreiðaráætlunar með Kópavogsbæ sem nú hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Lesa meira

Samstarfssamningur um ráðgjöf við ECOonline - 27.6.2012

EFLA verkfræðistofa hefur gert samstarfssamning um ráðgjöf við ECOonline hugbúnaðinn á Íslandi. Lesa meira

Unga fólkið á EFLU - 26.6.2012

Starfsfólk EFLU á Íslandi um þessar mundir er rúmlega 220 talsins. Þar af eru yfir 40 sem eru 30 ára eða yngri og 75 manns í fyrirtækinu eru 35 ára eða yngri. Lesa meira

Verkefni Byggingasviðs EFLU í Noregi - 18.6.2012

EFLA hefur náð samningum um fjölda verkefna í Noregi sem unnin eru á flestum sviðum fyrirtækisins. Byggingasvið EFLU er með nokkur verkefni í Noregi en hér að neðan má sjá helstu upplýsingar um þau. Lesa meira

Via Nordica ráðstefnan 2012 - 17.6.2012

Norræna vegasambandið, NVF, hélt Via Nordica 2012 ráðstefnuna hér á Íslandi 11. - 13. júní síðastliðinn. Ráðstefnan er haldin fjórða hvert ár og er nú haldin á Íslandi í fyrsta sinn. Lesa meira

100 MW Gas virkjun í Tanzaníu - 15.5.2012

100 MW Gas virkjun, Ubungo Dar es Salaam, fyrir Tanesco (Tanzanian Electric Supply Company) Tanzaníu. Lesa meira

Kynningardagur Verkfræðistofu Suðurlands - 10.5.2012

Verkfræðistofa Suðurlands (VS) á Selfossi hélt kynningardag fyrir viðskiptavini sína, fimmtudaginn 3. maí sl, í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Lesa meira

Vottuð umhverfisstjórnunarkerfi með EFLU - 17.4.2012

Undanfarin misseri hefur umhverfissvið EFLU unnið með mörgum innlendum fyrirtækjum að því að fá vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001. Lesa meira

EFLA á olíuborpöllum - 26.3.2012

Undanfarna mánuði hafa starfsmenn EFLU unnið við ýmis verkefni fyrir olíuiðnaðinn, má þar nefna forritun stýrivéla og skámyndakerfa fyrir borvökva og steypukerfi ásamt prófunum og gangsetningu kerfanna. Vinnan fer fram um borð í borpallinum Scarabeo 8. Lesa meira

EFLA og Evrópuverkefni SENSE - 5.3.2012

Dagana 22. - 23. febrúar tók EFLA þátt í upphafsfundi á nýju Evrópuverkefni sem kallast SENSE, Harmonised Environmental Sustainability in the European food and drink chain. Lesa meira

Málþing um hjólaferðamennsku á EFLU - 20.2.2012

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er heitið á málþingi sem fram fer 24. febrúar nk. fyrir tilstuðlan samstarfshóps um hjólaleiðir á Íslandi sem EFLA er þátttakandi í. Lesa meira

EFLA og Studio Granda hljóta 1.verðlaun - 14.2.2012

Þingvallanefnd hélt nýlega opna samkeppni um útfærslu á gönguleið í Almannagjá um Kárastaðastíg, þar sem umtalsverð sprunga kom í ljós síðastliðið vor. Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki - 10.2.2012

Creditinfo gerir nú árlega styrk- og stöðugleikamat á íslenskum fyrirtækjum, og var niðurstaðan um framúrskarandi fyrirtæki 2011 nýlega kynnt. Lesa meira

Ný þjóðaröryggisstefna - 30.1.2012

Nú er hafin vinna við mótun nýrrar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Þingmannanefnd mun leiða vinnuna, en stefnan er að huga að fjölbreyttum ógnum, en hernaðarleg ógn hefur sífellt minna vægi. Lesa meira

Heilbrigði trjágróðurs - 27.1.2012

EFLA verkfræðistofa og Rannsóknarstöð skógræktar ríkisins hafa nýlega lokið við rannsóknarskýrslu vegna áhrifa jarðvegfyllinga á heilbrigði og vöxt trjágróðurs. Lesa meira

Flutningur 600 tonna krana - 16.1.2012

EFLA tekur þátt í að flytja 600 tonna löndunarkrana sjóleiðina frá Dubai til Abu Dhabi. Lesa meira

Eigið eldvarnareftirlit - 22.12.2011

Undanfarið hafa starfsmenn EFLU unnið að uppsetningu á eigin eldvarnareftirlits fyrir tónlistarhúsið Hörpu. Lesa meira

Rafmagnshönnun fyrir LÝSI - 1.12.2011

Lýsi er að stækka verksmiðju- og skrifstofuhúsnæði sitt að Fiskislóð í Reykjavík. Lesa meira

Línur í Skaftártungu - 25.11.2011

Landsnet hf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna tengingar Hólmsár- og Búlandsvirkjana með háspennulínum, Skaftárhreppi. Lesa meira

EFLA og NEAS með samning - 1.11.2011

Fimmtudaginn 27. október síðastliðinn fengum við í heimsókn góða gesti frá NEAS Consulting í Noregi. NEAS Consulting er með deild sem starfar við Bruna- og öryggismál og er með eitt stærsta þverfaglega teymi af brunaráðgjöfum í Skandinavíu. Helstu starfssvið þeirra eru brunaráðgjöf, þjálfun, eftirlit, hönnun brunavarnakerfa og áhættugreining Lesa meira

EFLA í forystu - 31.10.2011

EFLA verkfræðistofa náði því takmarki nýverið að fá vottun á starfsemi sinni samkvæmt öryggisstjórnunarkerfinu OHSAS 18001. EFLA hefur áður fengið vottun samkvæmt gæðastjórnunarkerfinu ISO 9001 og umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001. Lesa meira

EFLA og smærri verkefnin - 6.10.2011

Efla lauk nýlega verkefni fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Lesa meira

Hönnun fyrir hjólaumferð - 26.9.2011

EFLA vann leiðbeiningarnar fyrir Umferðar- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og eru þær liður í að framfylgja hjólastefnu borgarinnar sem birt var í ritinu Hjólaborgin Reykjavík. Lesa meira

Sendinefnd heimsækir EFLU - 19.9.2011

EFLA fékk góða gesti í heimsókn í fyrri hluta september. Forseti króatíska þingsins hr. Luka Bebic var ásamt 10 manna sendinefnd í opinberri heimsókn á Íslandi, og óskaði sérstaklega eftir að kynnast starfsemi EFLU og verkefnum fyrirtækisins í Króatíu. Lesa meira

EFLA stækkar í Reykjanesbæ - 13.9.2011

EFLA verkfræðistofa hefur flutt sig um set í Reykjanesbæ. Lesa meira

EFLA hjólar í Kópavog - 30.8.2011

Kópavogsbær hefur fengið EFLU verkfræðistofu sér til aðstoðar við að auka veg hjólreiða í bænum og er það liður í því að vinna að einu af markmiðum nýlega samþykktrar umhverfisstefnu bæjarins. Lesa meira

Ástand jarðganga á vefnum - 28.7.2011

Sérfræðingar EFLU og Vegagerðarinnar hafa útbúið hugbúnaðarlausn sem að miðlar upplýsingum um ástand jarðganga á almenna vef Vegagerðarinnar. Lesa meira

EFLA með aukin réttindi í Noregi - 23.6.2011

Réttindin eru "Sentral Godkjenning for Ansvarsrett" og eru gefin út af STATENS BYGNINGSTEKNISKE ETAT í Noregi. Lesa meira

EFLA og jarðhiti í Króatíu - 26.5.2011

EFLA verkfræðistofa vinnur að jarðhitaverkefni í Króatíu Lesa meira

EFLA verkfræðistofa CE vottar - 18.5.2011

EFLA býður sérfræðiþjónustu í CE-vottunum og merkingum. Lesa meira

Öryggisáhættugreiningar sprengitæknilegir útreikningar - 4.5.2011

EFLA verkfræðistofa hefur stundað ráðgjöf í brunahönnun og öryggismálum frá árinu 1997, sérstakt Bruna- og öryggissvið starfar hjá EFLU. Lesa meira

Fyrirhuguð risaframkvæmd LSH - 5.4.2011

SPITAL er heiti hóps arkitekta- og verkfræðifyrirtækja sem tóku þátt í lokaðri samkeppni um deiliskipulag og byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Fimm hópar tóku þátt í samkeppninni og skiluðu inn tillögum sínum í júní 2010. Tillaga SPITAL-hópsins bar sigur úr býtum. Lesa meira

Menningarverðlaun DV - 9.3.2011

EFLA verkfræðistofa sá um brunahönnun og hljóðhönnun fyrir Ásgarð fimleikahús í Garðabæ, húsið er 3.440 m2. Verkkaupi er Bæjarsjóður Garðabæjar og hönnuður er arkitektastofan Arkitektur.is sem jafnframt fékk menningarverðlaun DV. Lesa meira

EFLA á Bessastöðum - 25.2.2011

Kristrún Gunnarsdóttir, nemandi við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor HÍ hlaut sérstaka viðurkenningu forseta Íslands á dögunum fyrir framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Lesa meira

Glæsilegir kandídatar frá EFLU - 22.2.2011

Starfsmenn EFLU Verkfræðistofu - fyrstu kandídatar úr Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar Lesa meira

EFLA og Verkfræðistofa Norðurlands sameinast - 7.2.2011

Rekstur EFLU Verkfræðistofu og Verkfræðistofu Norðurlands verður sameinaður. Lesa meira

EFLA fær styrk - 25.1.2011

Í desember síðastliðnum fékk Verkfræðistofan EFLA ásamt Framkvæmdar- og eignarsviði Reykjavíkurborgar og Framkvæmdarsýslu ríkisins veittan styrk frá Íbúðarlánasjóði Íslands sjá nánar á www.ils.is en ofantaldir aðilar hafa unnið saman að verkefninu "Tenging líftímakostnaðar LCC og vistferilsgreiningar LCA" frá því snemma á árinu 2010. Lesa meira

Tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna - 17.12.2010

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir starfsmaður á Umhverfissviði EFLU hefur verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2010. Síðastliðið vor fékk EFLA, í samstarfi við Háskóla Íslands (rannsóknahóp ASCS um hagnýta vöruferla) styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna í verkefnið "Hagnýting umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir". Lesa meira

EFLA styrkir góð málefni - 14.12.2010

Að venju, við jól og áramót, styrkir EFLA þá aðila sem láta gott af sér leiða í samfélaginu. Lesa meira

Klettagos - 14.12.2010

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, opnaði formlega Gosverksmiðjuna Klett í 2. viku desember. Lesa meira

Bolungarvíkurlína 2 Verkefnisstjórn - 7.12.2010

EFLA hefur séð um verkefnisstjórn fyrir Landsnet við lagningu Bolungarvíkurlínu 2. Lesa meira

Löndunarkerfi í Abu Dhabi - 22.11.2010

Starfsmenn EFLU í Dubai voru að ljúka við prófanir á stýrikerfi uppskipunarkerfis eða "ShipUnloader" fyrir álver EMAL í AbuDhabi. Lesa meira

EFLA: Fleiri námskeið - 19.11.2010

Sérfræðingar EFLU í viðhaldi fasteigna, endurbótum á húsnæði og betra umhverfi innandyra hafa tekið þátt í námskeiðum utan Reykjavíkur til að auka þekkingu á fyrrgreindum atriðum. Lesa meira

Hvað þola tré? - 9.11.2010

Hjá EFLU vinna m.a. skrúðgarðatæknar og hefur EFLA, í samstarfi við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, Reykjavíkurborg og Félag skrúðgarðyrkjumeistara, hafið rannsókn á áhrifum þess að trjágróðri sé að hluta sökkt í jarðveg. Lesa meira

Ofanvatnslausnir: Námskeið EHÍ - 20.10.2010

Nýlega var haldið námskeið varðandi sjálfbærar ofanvatnslausnir hjá Endurmenntun HÍ. Það var vel sótt og áttu flestar verkfræðistofur landsins fulltrúa á námskeiðinu. Einnig voru arkitektar, tæknimenn og skrúðgarðyrkjumenn áberandi hluti af þátttakendum. Lesa meira

Tilnefning til alþjóðlegra verðlauna - 14.10.2010

Fyrsta sérhannaða byggingin undir eina af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðsins er risin og komin í rekstur að Skriðuklaustri. Hún hlaut nafnið Snæfellsstofa og hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe arkitektarverðlauanna.
Lesa meira

Aldrað glæsihús fær nýjar lagnir - 12.10.2010

EFLA - (Lagnasvið) fékk það verkefni í hendur að endurnýja allar pípulagnir og hitakerfið í sendiherrabústað Bretlands við Laufásveg í Reykjavík. Lesa meira

Jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur opnuð - 26.9.2010

Mikil ánægja fylgir opnun nýju jarðganganna sem tengja byggðarlögin við utanvert Ísafjarðardjúp betur saman en nokkru sinni fyrr. Lesa meira

Viðskiptasendinefnd Kúrda í heimsókn - 23.9.2010

Sextán manna viðskiptanefnd frá sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Norður-Írak heimsótti höfuðstöðvar EFLU þriðjudaginn 21. september. Lesa meira

Fréttir úr austrinu - 15.9.2010

Starfsmenn við smíði risaálversins í Dubai sendu þessa frétt. Sjá meira Lesa meira

Viðhald og verðmæti: EFLA á opnu námskeiði - 8.9.2010

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður húseigendum og iðnaðarmönnum á opið námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 8. sept. Lesa meira

Gróður og byggingar - 1.9.2010

EFLA hefur, í samvinnu við Málningu hf. og með tilstyrk Orkuveitu Reykjavíkur, unnið að sérstæðu verkefni. Lesa meira

Merkur áfangi - 30.8.2010

Undirritun samnings um skipulag og forhönnun hins nýja Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH) fór fram á Landspítalanum þann 27. ágúst að viðstöddum gestum. Lesa meira

Við flytjum saman - 28.8.2010

Starfsfólk EFLU verkfræðistofu er stolt af nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Þar með hafa fjórar starfsstöðvar EFLU á höfuðborgarsvæðinu verið sameinaðar í endurnýjuðu 3.800 fermetra húsnæði. Lesa meira

Skýrsla um gjaldtöku í íslenska vegakerfinu - 24.8.2010

Rannsóknarverkefninu Gjaldtaka í vegakerfinu var hleypt af stokkunum til að EFLA gæti aflað sér upplýsinga um stöðu gjaldtökumála í íslenska vegakerfinu. Egill Tómasson fer með umsjón verkefnisins. Lesa meira

Rannsóknarverkefni: Endurheimt staðargróðurs - 20.8.2010

Sérfræðingar á umhverfissviði EFLU hafa unnið við gróðurgreiningu í Gunnarsholti. Lesa meira

EFLA í samstarf um orkuvinnslu - 20.8.2010

Þriðjudaginn 6. júlí var undirritað samkomulag milli verkfræðistofunnar EFLU og Energy Institut Hrovje Pozar (EIHP) í Króatíu um samstarf í jarðhitamálum og öðrum orkumálum í landinu og á öðrum svæðum á Balkanaskaga. Lesa meira

Nýtt hátæknisjúkrahús: Teymið með EFLU sigrar í samkeppni - 9.7.2010

Eftir forval fimm teyma hefur farið fram hönnunrasamkeppni fyrir nýjan Landspítala-Háskólasjúkrahús. Úrslit hennar er nú kunn og bar teymi sem EFLA er ábyrgðaraðili fyrir sigur úr býtum. Var þetta tilkynnt við athöfn á Háskólatorginu 9. júlí. Lesa meira

EFLA á norðurlandi: endurbætur á sorphirðu - 1.7.2010

EFLA á Norðurlandi hefur nýverið lokið við gerð útboðsgagna, umsjón með útboði og samningsgerð vegna sorphirðu í sveitarfélaginu Langanesbyggð. Lesa meira

Brautryðjendastarf á sviði vistvænna bygginga - 30.6.2010

Í lok júní var Snæfellsstofa (Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að Skriðuklaustri) opnuð við hátíðlega athöfn. Lesa meira

Búðarhálsvirkjun framundan - 22.6.2010

Síðla í júní auglýsti Landsvirkjun eftir tilboðum í mannvirkjagerð vegna Búðarhálsvirkjunar. Lesa meira

Nýr öflugur samstarfsvettvangur - 22.6.2010

Forystumenn átta leiðandi fyrirtækja í jarðhitanýtingu hér á landi skjalfestu í dag þann ásetning sinn að starfa saman að jarðvarmaverkefnum erlendis. Lesa meira

Svífandi Faust - 14.5.2010

Burðarþol og öryggismál samkvæmt ráðgjöf EFLU tryggja forvitnilega leiksýningu. Lesa meira

Stærsta álver heims - 14.5.2010

EFLA vinnur að fjölþættum og áhugaverðum verkefnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lesa meira

Bilið brúað - 14.5.2010

Eftirtektarvert mannvirki hlýtur viðurkenningar Vegagerðarinnar og Steinsteypufélags Íslands. Lesa meira

VIÐAMIKIÐ FLUTNINGSKERFI - 14.5.2010

Endurbætur og styrking á flutningskerfinu á þéttbýlasta svæði landsins er flókið verkefni sem felur í sér miklar áskoranir. Í verkefninu er mikil áhersla lögð á að samþætta umhverfissjónarmið, tæknileg atriði og hagkvæmni. Lesa meira

Nýtt kennileiti Reykjavíkur - 12.5.2010

EFLA gegnir margþættu hlutverk við eina flóknustu og stærstu byggingu landsins. Lesa meira

EFLA í samstarfi við SLWP í Abu Dhabi - 20.4.2010

EFLA verkfræðistofa er með verkefni í flestum heimsálfum sem stendur. Eitt af þessum erlendu verkefnum eru framkvæmdir við byggingu og gangsetningu risa álvers í Abu Dhabi. Lesa meira

Athugun á þörf á lagningu Dalsbrautar - 18.4.2010

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir tengibraut milli Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis, Dalsbraut, í beinu framhaldi af núverandi Dalsbraut.

Lesa meira

Skýrsla fyrir iðnaðarráðuneyti - 9.4.2010

Orkumálaráðgjöf EFLU hefur samið skýrslu fyrir Iðnaðarráðuneytið þar sem teknar eru saman upplýsingar um þróun raforkuverðs á almennum markaði hér á landi frá því raforkulögin frá 2003 tóku gildi í janúar 2005 og fram til janúar 2010.

Lesa meira

Rýmingaráætlun EFLU vegna eldgosa og hlaupa - 25.3.2010

Veturinn 2005-2006 var unnið á EFLU að rýmingaráætlun vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.

Lesa meira

EFLA Akureyri: vel heppnuð kynning - 23.3.2010

Magnús Bjarklind og Árni Bragason frá Umhverfissviði EFLU héldu fyrir skömmu kynningu á Akureyri um rekstur grænna svæða.

Lesa meira

EFLA styður Hönnunarmars 2010 - 22.3.2010

FÉLAGIÐ er spennandi áfangastaður á HönnunarMars í ár.

Þetta er samstarfsverkefni Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta og Félags íslenskra landslagsarkitekta, sem sameinast undir einu þaki og kynna fyrir gestum og gangandi fjölbreytileika fagfélaganna.

 

Lesa meira

Harpa klæðist glerhjúp - 15.3.2010

Sífellt fleiri vinna við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu og bílakjallara sem þar verður.

Í byrjun mars 2010 voru 330 manns að störfum auk þeirra sem vinna að ýmsum verkum utan byggingastaðarins.

Lesa meira

Verkfræðistofan EFLA flytur á árinu - 11.3.2010

Verkfræðistofan EFLA og Reitir fasteignafélag hafa skrifað undir samning um leigu á 3.800 fermetra húsnæði í endurnýjuðum skrifstofugörðum Reita að Höfðabakka 9 - þar sem Tækniskólinn og síðar Háskólinn í Reykjavík voru áður til húsa. Þangað flytur EFLA starfsemina á komandi sumri af fjórum starfsstöðvum í höfuðborginni

Lesa meira

Hvað eru margir naglar í súpunni? - 6.3.2010

EFLA tók þátt í sýningunni VIÐHALD 2010 sem stóð dagana 6. og 7. mars í Smáralind og tók til viðgerða og endurnýjunar húseigna og annarra mannvirkja eins og heitið bendir til.

Bás EFLU vakti athygli fyrir laglega hönnun og rjúkandi naglasúpu

Lesa meira

VISTVÆN BYGGÐ: EFLA STOFNAÐILI - 26.2.2010

Kynningarfundur á Vistvænni byggð er að baki. Á fundinum var farið yfir tildrög samtakanna og tilgang og markmið þeirra (sjá frétt frá 17. feb.). Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá EFLU rakti þróun vistvænnar hönnunar og vottunar hér á landi.

Lesa meira

EFLA kynnir viðhald fasteigna - 24.2.2010

EFLA tekur þátt í sýningunni VIÐHALD 2010 sem verður haldin 5. og 6. mars í Vetrargarðinum í Smáralind.

Fasteigna- og viðhaldssvið fyrirtækisins mun kynna sviðið og fræða gesti um hvernig staðið skuli að viðhaldsframkvæmdum og hvað ber að varast og útskýrir eftirlit með slíkum framkvæmdum.

Lesa meira

VERÐLAUN STEINSTEYPUFÉLAGSINS - 22.2.2010

Steinsteypufélagið hefur veitt göngubrúnum yfir Hringbraut í Reykjavík Steinsteypuverðlaunin 2010.

Forseti Íslands afhenti fulltrúum verkkaupa, hönnuða og verktaka viðurkenninguna að loknum steinsteypudeginum 2010. EFLA sá um verkfræðilega hönnun mannvirkisins.

Lesa meira

VISTVÆN BYGGÐ STOFNUÐ - 17.2.2010

Stofnfundur Vistvænnar byggðar ? Vettvangs um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl.16 í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.

Lesa meira

EFLA á framadögum 2010 - 17.2.2010

Framadagar 2010 fóru fram með pompi og prakt 10. febrúar sl. í Háskólabíói.

Fjöldi fyrirtækja nýtti þetta kjörna tækifæri til þess að styrkja tengsl sín við háskólasamfélagið og var EFLA engin undantekning.

Lesa meira

Styrkur til rannsókna - 16.2.2010

Landsvirkjun úthlutaði styrkjum til margra verkefna 11. febrúar sl.

Lesa meira

Jökulmælingar - 3.2.2010

Í lok nóvember sl. fóru Páll Bjarnason frá Verkfræðistofu Suðurlands ásamt Sveini Svavarssyni og mældu stöðu Gígjökuls, í fylgd Ármanns Inga sem lagði til fjórhjól.

Gígjökull skríður til norðurs úr Eyjafjallajökli og hefur Jöklarannsóknafélagið o.fl. fylgst með framskriði og hopi hans áratugum saman.

Lesa meira

EFLA kemur víða við - 1.2.2010

Sérfræðingur EFLU er nýkominn úr vinnuferð frá Egyptalandi.

Lesa meira

Iðnaðarráðherra heimsækir EFLU - 1.2.2010

Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir kom í heimsókn í höfuðstöðvar EFLU að Suðurlandsbraut 4A, fimmtudaginn 28 febrúar.

Lesa meira

Jarðhitaverkefni í Tyrklandi - 28.1.2010

Í október 2009 var ráðgjafarsamningur á milli BM Muhendislik og Turkison undirritaður í Tyrklandi.

Turkison er dótturfyrirtæki EFLU og hefur aðsetur í Ankara í Tyrklandi.

Lesa meira

EFLA eflir Faust - 20.1.2010

Nú nýverið var forvitnileg íslensk leikgerð hins sígilda verks Faust eftir Goethe frumsýnd í Borgarleikhúsinu.

Vegna víðáttumikillar leikmyndar og óvenjulegra leikbragða þurfti verkfræðilega ráðgjöf við uppsetningu sýningarinnar.

Lesa meira

EFLA og hótel við Hörpu - 19.1.2010

EFLA er ráðgjafi Situs ehf. við að koma upp 4-5 stjörnu hóteli við Tónlistarhúsið Hörpu í Austurhöfninni í Reykjavík.

Lesa meira

EFLA: Tvær háspennulínur í Póllandi - 19.1.2010


EFLA hefur áður haft verkefni með höndum í Póllandi.

Nú vinnur markaðssvið EFLU, sem heitir Orka og veitur, að hönnun tveggja háspennulína í Pólland með dótturfyrirtæki EFLU, Ispol í borginni Lodz. Hjá Ispol starfa nú 21 starfsmaður.

Lesa meira

EFLA athugar orkuöflun í Vopnafirði - 15.1.2010

 Verið að hefja frumathugun á hagkvæmni þess að búa til hitaveitu fyrir byggðakjarnann í Vopnafirði.

Lesa meira

EFLA í Íran - 15.1.2010

Sérfræðingar EFLU koma víða við.

Hrafn Stefánsson frá Iðnaðarsvði EFLU dvaldist í Íran lungann úr nýliðnum nóvember og fram undir miðjan desember.

Lesa meira

Handbók knattspyrnuvalla - 12.1.2010

Verkfræðistofan EFLA hefur gefið út handbókina "Knattspyrnuvellir - umhirða og viðhald - Almennar leiðbeiningar um helstu umhirðu- og viðhaldsverkefni á knattspyrnuvöllum".

Lesa meira

EFLA og vistvæn vottun bygginga - 29.12.2009

Mannvirkjagerð fer ekki varhluta af áberandi þróun á öllum sviðum samfélags okkar. Leitað er betri lausna sem draga úr orkunotkun og auðlindanýtingu.

Lesa meira

Kveðjur í tilefni jóla og nýs árs - 21.12.2009

Starfsfólk EFLU sendir hugheilar kveðjur í tilefni jóla og nýs árs.

Lesa meira

HR: Takmarkið nálgast - 18.12.2009

EFLA hefur séð um verkeftirlit við hina glæsilegu nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við rætur Öskjuhlíðar, skammt frá Nauthólsvík.

Undanfarið hafa um 300 manns unnið við að ljúka fyrri áfanga nýbyggingarinnar.

Lesa meira

EFLA styrkir Mæðrastyrksnefnd og Samhjálp - 8.12.2009

Að venju sendir EFLA aðeins út rafrænar jóla- og nýárskveðju til viðskiptavina og samstarfsaðila og er hún hönnuð hér innanhúss.

Lesa meira

Forsetahjónin heimsækja EFLU í Abu Dhabi - 24.11.2009

Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff, forsetafrú heimsóttu Íslendinga sem eru að störfum í EMAL álverinu í Abu Dhabi þann 23.nóvember sl.

Lesa meira

Gegnubrot í Óshlíðargöngum - 20.11.2009

EFLA hefur séð um framkvæmdaeftirlit í Óshlíðargöngum, á leiðinni milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.

Mánudaginn 15. nóvember kl. 13:30 var brotið í gegn í göngunum.

Lesa meira

Sólskinssaga frá Dubai - 13.11.2009

Starfsmenn EFLU hafa dvalið við iðnaðarráðgjöf í Dubai, oft með fjölskyldum sínum.

Arnór Gauti Brynjólfsson heitir ungur drengur sem gengur þar í skóla en gerir meira en það.

Lesa meira

EFLA í Mosambik - 2.11.2009

Tveir starfsmenn EFLU, þeir Helgi Már Hannesson og Kjartan Gíslason, eru komnir til borgarinnar Tete í Mósambík á vegum fyrirtækisins.

Lesa meira

Hjólreiðar efldar - 28.10.2009

Í umhverfisstefnu EFLU segir m.a.:

Brýnt er að minnka orkunotkun í samgöngum og minnka um leið losun lofttegunda og úrgangsefna vegna bruna jarðefnaeldsneytis.

Lesa meira

EFLA: Grænt bókhald fyrir árið 2008 - 27.10.2009

EFLA hefur gefið út ársskýrslu 2008 um grænt bókhald.

Hún tekur mest til starfsemi Línuhönnunar, sem myndaði EFLU með þremur öðrum fyrirtækjum seint á því ári.

Lesa meira

Hljóðvist: EFLA hlýtur styrk - 23.10.2009

Kannanir sýna að víða er hljóðvist ábótavant í vistvænum byggingum.

Þar sem slíkar byggingar verða ?það sem koma skal? er mjög mikilvægt að sjá til þess að hljóðvist í þeim fari ekki aftur miðað við framþróun undanfarinna ára.

Lesa meira

EFLA á ráðstefnu vinnueftirlitsins - 21.10.2009

Evrópsk vinnuverndarvika 2009 hefur staðið yfir og af því tilefni efndi Vinnueftirlit ríkisins til ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík með yfirskriftinni "Áhættumat fyrir alla".

Lesa meira

Ljósmyndasýning EFLU - 21.10.2009

Starfsmannafélag EFLU (með heitinu Öflungur) gekkst fyrir ljósmyndasamkeppni starfsmanna og áttu innsendar myndir að vera af raflínum.

Lesa meira

EFLA á Norðurlandi: fjölmenn opnun - 21.10.2009

EFLA opnaði formlega skrifstofu sína, sem er að Hofsbót 4 á Akureyri (s. 412 6020), þann 15. október sl.

Lesa meira

Verklok á Hraunum - 16.10.2009

Nú er lokið vinnu við síðasta hluta Hraunaveitu sem veitir vatni af Hraunum austan Snæfells um Jökulsárgöng til aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar.

Lesa meira

Ráðstefna um þrýstiúðakerfi í London - 13.10.2009

EFLA verkfræðistofa leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækisins viðhaldi og styrki fagþekkingu sína, og hvetur þá til að sækja ráðstefnur og námskeið erlendis í þeim tilgangi.

Lesa meira

Brunatækni: Viðurkenning til EFLU - 28.9.2009

Nýbygging Grunnskólans á Ísafirði hlaut viðurkenninguna ?Lofsvert lagnaverk 2008" af hálfu Lagnafélags Íslands.

Lesa meira

EFLA sér um brunahönnun á Lækjargötureit - 25.9.2009

Sem kunnugt er brunnu tvö sögufræg hús á horni Lækjargötu og Austurstrætis í Reykjavík, og við Austurstræti sjálft, árið 2007.

Lesa meira

Álit skipulagsstofnunar á suðvesturlínu - 25.9.2009

EFLA hefur annast mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína, á svæði frá Hellisheiði út á Reykjanes, fyrir Landsnet.

Lesa meira

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum - 17.9.2009

Málstofa um hljóðvist í leik-og grunnskólum verður haldin föstudaginn 25.september næstkomandi. 

 Ólafur Daníelsson, hljóðráðgjafi á hljóðvistarsviði EFLU mun flytja erindi um rannsóknarverkefni sem unnið var í samstarfi við Reykjavíkurborg og ber heitið : Hljóðvist skólabygginga ? Samanburður á viðmiðunargildum, mæligildum og áliti notenda. 

Lesa meira

Alltaf í boltanum - 11.9.2009

Stundum liggja leyndarþræðir víða og stundum má gleðjast á vinnustað yfir mörgu utan vinnustaðarins.

Lesa meira

EFLA: Kapaltromlur í Bretlandi - 7.9.2009

EFLA er nú að ljúka við stórt verkefni í Bretlandi fyrir fyrirtækið Munck í Noregi.

Lesa meira

EFLA hlýtur 2.sæti fyrir áhugaverðasta básinn - 6.9.2009

Bás EFLU á sýningunni "Reykjanes 2009" fékk viðurkenningu. Þótti dómnefnd básinn vera smekklega útfærður.

Lesa meira

Bás EFLU á sýningunni Reykjanesi 2009 vekur athygli - 3.9.2009

Bás EFLU á sýningu tengdri Ljósanótt 2009, er hannaður með hliðsjón af tveimur aðal munum og á að vera "lýsandi" dæmi um það sem EFLA vinnur að jafnt í Reykjanesbæ sem annars staðar.

Lesa meira

EFLA tekur þátt í Ljósanótt - 1.9.2009

EFLA mun taka þátt í sýningunni Reykjanes 2009 í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ undir yfirskriftinni "Þekking, orka, tækifæri", 4.-6. september.

Lesa meira

EFLA með samstarfssamning í Króatíu - 26.8.2009

 EFLA og króatíska ráðgjafarfyrirtækið HEP ESCO D.O.O. hafa gert með sér samstarfssamning um ráðgjöf sem miðar að því að auka nýtingu jarðhita í Króatíu.

Lesa meira

EFLA eflir rafveitukerfi í Noregi - 21.8.2009

Nýlega voru undirritaðir samningar, eftir útboð, milli EFLU og BKK sem er rafveitan í Bergen og nágrenni.

Lesa meira

Aflþynningarverksmiðja BECROMAL: EFLA Aðstoðar við starfsleyfi - 19.8.2009

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir aflþynnuverksmiðju Becromal Iceland í 6.000 fermetra húsnæði á Krossanesi við Eyjafjörð.

Lesa meira

Aðkoma að Egilshöll - 17.8.2009

EFLA hefur nú umsjón og eftirlit með framkvæmdum við Egilshöll en hún er eins margir vita stór fjölnota- og íþróttabygging í Grafarvogshverfinu í Reykjavík.

Lesa meira

EFLA og Landgræðslan - 10.8.2009

EFLA vinnur um þessar mundir að rannsóknarverkefni með Landgræðslunni undir heitinu "Meðhöndlun og endurheimt staðargróðurs".

Lesa meira

Enginn leki á Hnjúknum - 8.7.2009

Verkfræðistofa Suðurlands á Selfossi er tengd EFLU traustum böndum.

Þar stunda menn ýmis konar sérfræðistörf og ráðgjöf.

Lesa meira

EFLA á IHA-ráðstefnu - 29.6.2009

Nýlokið er alþjóðlegri ráðstefnu “IHA Congress 2009” á Hótel Nordica í Reykjavík.

Lesa meira

Viljayfirlýsing EFLU og 2012: rafbílavæðing á Íslandi - 26.6.2009

Á heimasíðu 2012 stendur m.a.: "Átaksverkefnið 2012 boðar nýtt upphaf í notkun bíla á Íslandi.

Lesa meira

Grindavík: Aðstoð við mótun Auðlindastefnu - 10.6.2009

EFLA hefur nú í vetur og á vormánuðum aðstoðað við mótun auðlindastefnu Grindavíkur.

Lesa meira

EFLA: Frekari aðstoð við Vatnajökulsþjóðgarð - 10.6.2009

Vatnajökulsþjóðgarður réð EFLU til aðstoðar við lagfæringar á vatnsveitu fyrir hreinlætisaðstöðu við Dettifoss og var í fyrra unnin skýrsla um fyrirkomulag hennar í þjóðgarðinum.

Lesa meira

Rúmur Íslandshringur - 8.6.2009

Eins og áður stóð EFLA sig með ágætum þegar kom að átakinu Hjólað í vinnuna.

Lesa meira

Mælingar á hljóðstigi frá mismunandi gerðum slitblaða í snjótennur - 30.5.2009

Að beiðni Vegagerðarinnar voru framkvæmdar hljóðstigsmælingar frá nokkrum mismunandi gerðum slitblaða fyrir snjótennur.  Tilgangur mælinganna var að meta muninn á hljóðgjöf og hávaðaútbreiðslu blaðanna. 

Lesa meira

Hljóðvist skólabygginga - 28.5.2009

Rannsóknarverkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg var unnið á hljóðvistarsviði EFLU. Verkefnið ber heitið Hljóðvist skólabygginga, Samanburður á viðmiðunargildum, mæligildum og áliti notenda. 

Lesa meira

Risaplata steypt - 27.5.2009

Nýlokið er við járnalögn og uppslátt á 7000 fermetra botnlötu undir fyrirhugaðan bílakjallara Tónlistarhússins í Reykjavík.

Lesa meira

Ráðstefna um hljóðvist í Reykjavík - 25.5.2009

Um miðjan ágúst á síðasta ári var haldin hér á landi samnorræn og baltneskt ráðstefna um hljóðvist, Joint Baltic-Nordic Acoustics Meeting.

Lesa meira

EFLA vinnur fyrir Statnett - 25.5.2009

Starfsmenn Eflu hafa að undanförnu unnið að verkefni fyrir Statnett í Noregi (svipar til Landsnets á Íslandi).

Lesa meira

Frummatsskýrsla um Suðvesturlínu - 19.5.2009

Frummatsskýrsla vegna fyrirhugaðrar styrkingar og endurbyggingar raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi hefur verið send Skipulagsstofnun til athugunar og verða niðurstöður hennar kynntar hagsmunaðilum og almenningi á næstu vikum.

Lesa meira

Viðbygging við Fjölbrautaskólann í Breiðholti - 19.5.2009

Uppsteypu viðbyggingar við Fjölbrautarskólann í Breiðholti er nú lokið, en Efla annaðist alráðgjöf fyrir S.S. verktaka við verkið.

Lesa meira

Uppsteypu lokið við yfirfall Djúpadalsvirkjunar 2 - 19.5.2009

Nýlega lauk steypuvinnu við yfirfall stíflu Djúpadalsvirkjunar 2, en Efla verkfræðistofa hannaði mannvirkið.

Lesa meira

HR: Byggingarvinnan gengur vel - 6.5.2009

Háskólinn í Reykjavík hélt fund nýbyggingunni sinni 30. apríl sl. Byggingarstarfsemin gengur vel og sér EFLA um eftirlit með framkvæmdunum.

Lesa meira

Mengunarslysaæfing: EFLA með ráðgjöf - 6.5.2009

Þann 5. maí var haldin viðbragðsæfing vegna "mengunarslyss" við Shell-bensínstöðina að Skógarhlíð 16 í Reykjavík.

Lesa meira

Vistvæn bygging: Ráðgjöf EFLU - 20.4.2009

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur auglýst eftir tilboðum í byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri (ein af fjórun nýjum gestastofum), en hún verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum.

Lesa meira

Vel heppnað námskeið hjá SÍGÍ og EFLU - 15.4.2009

Föstudaginn 10. apríl sl. mættu 30 fróðleiksþyrstir námskeiðsækjendur á námskeið SÍGÍ og EFLU í samvinnu við Golfsamband Íslands.

Lesa meira

EFLA: Verkefni í Noregi og á Grænlandi - 6.4.2009

EFLA skrifaði undir rammasamning við Statnett í Noregi í lok síðasta árs.

Lesa meira

Víkingaheimar stefna í opnun - 3.4.2009

Um þessar mundir er byggingu sýningahúss fyrir víkingaskipið Íslending að ljúka. Húsið er staðsett við Fitjar í Reykjanesbæ.

Lesa meira

Öflungur, nýtt starfsmannafélag - 3.4.2009

Við sameiningu þeirra fyrirtækja sem mynda EFLU varð að bræða saman nýtt starfsmannafélag.

Lesa meira

Síutilraunir fyrir fráveitu á Selfossi - 3.4.2009

Í lok síðasta árs fór fram tilraun á skólphreinsun í Selfossbæ með aflfræðilegri hreinsun þar sem notaður var sandsíubúnaður frá Nordic Water.

Lesa meira

Umhirða golf- og knattspyrnuvalla - 26.3.2009

Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem sinna viðhaldi og umhirðu á golf- og knattspyrnuvöllum, m.a. starfsmenn golfklúbba, knattspyrnufélaga og vallarstjóra.

Lesa meira

Kaldir karlar og konur - 24.3.2009

Starfsfólki EFLU virðist ekki veita af kælingu af og til, auk þess að stæla líkama og sál, ef marka má þátttakendur í fyrsta sjósundi EFLU fyrir skömmu.

Lesa meira

Endurheimt staðgróðurs á framkvæmdasvæðum - 18.3.2009

Þann 17. mars fengu EFLA og Landgræðslan styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar.

Lesa meira

Óvenjuleg jarðvegsrannsókn - 18.3.2009

Vegna fyrirhugaðar brúar yfir Þjórsá við Árnes var framkvæmd mjög svo óvenjuleg jarðvegsrannsókn.

Lesa meira

Lífshlaupið: EFLA fær verðlaun - 3.3.2009

Átaki til þess að efla hreyfingu og heilsu, svokölluðu Lífshlaupi 2009, er nú nýlokið.

Lesa meira

Suðurlandsvegur: mat á umhverfisáhrifum - 2.3.2009

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Suðurlandsveg frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði.

Lesa meira

Vottað umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar - 26.2.2009

Á dögunum hlaut Landsvirkjun vottun fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins skv. alþjóðlega staðlinum ISO 14001.

Lesa meira

EFLA sér um kynningar - 19.2.2009

Landsnet gekkst fyrir opnum fundum í bæjarfélögum á Reykjanesskaga til þess að kynna tillögu að umhverfismatsáætlun vegna fyrirhugaðrar styrkingar raforkukerfisins á Suðvesturlandi, allt frá Hellisheiði að Reykjanesvirkjun, svokallaðar Suðvesturlínur (sjá www.sudvesturlinur.is).

Lesa meira

EFLA í Reykjanesbæ - 6.2.2009

EFLA rekur útibú í Reykjanesbæ og starfa þar tveir starfsmenn sem eru á Iðnaðarsviði fyrirtækisins.

Lesa meira

EFLA semur við Statnett í Noregi - 3.2.2009

Undirritaðir hafa verið tvennir rammasamningar milli EFLU og norska fyrirtækisins Statnett en það er eins konar Landsnet þeirra Norðmanna.

Lesa meira

EFLA: Kranar í geimskotsskip - 26.1.2009

EFLA vinnur að verkefni í Long Beach í Kaliforníu.

Um er að ræða vinnu við fjóra krana frá norska fyrirtækinu Munck sem er í nánu samstarfi við EFLU.

Lesa meira

EFLA og handritin: Nýjungar í byggingu - 21.1.2009

EFLA tekur þátt í að koma upp nýrri byggingu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Hönnunin byggir á tillögu Hornsteina arkitekta ehf., (vinningstillögu úr samkeppni 2008). Byggingin verður sporöskjulaga og útveggir skreyttir handritatextum. Hönnun sækir í nýjungar hérlendis: BIM byggingarupplýsingalíkanið verður notað og unnið skv. "bips" (sjá hér neðar) og hönnunin höfð vistvæn samkvæmt Breeam-staðli (sjá neðar).

Lesa meira

EFLA um óhappatíðni eftir breidd og hönnun á hægribeygjum - 21.1.2009

Starfsmenn EFLU kynntu tvö áhugaverð efni á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 7. nóv. 2008.

Lesa meira

EFLA og olían - 16.1.2009

Á Alþingi 2007-2008 var samþykkt þingsályktun um að ríkisstjórnin aðstoðaði Vopnafjarðarhrepp og Langanesbyggð við að undirbúa og kanna þörf á þjónustumiðstöð fyrir olíuleitarskip á Drekasvæðinu.

Lesa meira

Annir á Austurlandi - 16.1.2009

EFLA rekur útibú á Austurlandi og starfa þar fimm sérfræðingar í rafhönnun.

Lesa meira

Útboðshönnun nýrrar virkjunar - 12.1.2009

Starfsmenn EFLU á Orkusviði, þ.e. þeir sem sinna vatnsaflsvirkjunum, eru nú að leggja lokahönd á útboðshönnun Búðarhálsvirkjunar fyrir Landsvirkjun.

Lesa meira

Húsið að Laugavegi 49 lagfært - 12.1.2009

EFLA á sér langa sögu við viðgerðir og endurnýjun sögufrægra eða verndaðra bygginga.

Lesa meira