Fréttir


Fréttir

ABB velur EFLU

21.1.2016

EFLA og ABB skrifuðu nýverið undir samning sem felur í sér að EFLA taki að sér forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfi gufuveitu og stoðkerfis Þeistareykjavirkjunar, nýjustu jarðgufuvirkjun Landsvirkjunar.
  • Þeistareykjavirkjun
    Hreinn Hjartarson, af framkvæmdunum að Þeistareykjum

ABB var hlutskarpast í útboði Landsvirkjunar um stjórnkerfi fyrir Þeistareykjavirkjun síðastliðið vor. Stjórnkerfið sem sett verður upp er af System 800xA gerð og er m.a. útbreytt í raforkuframleiðslu. Sérfræðingar EFLU á Akureyri og í Reykjavík munu vinna náið með ABB að verkefninu sem er nú þegar komið af stað.

Verklok fyrsta áfanga eru áætluð í október 2017.

ABB LV undirrrituFrá undirritun samningsins, f.v. Hjalti Már Bjarnason fagstjóri hjá EFLU, Valur Knútsson frá Landsvirkjun og Per Steffensen frá ABB DK.