Aðkoma að Egilshöll
EFLA hefur nú umsjón og eftirlit með framkvæmdum við Egilshöll en hún er eins margir vita stór fjölnota- og íþróttabygging í Grafarvogshverfinu í Reykjavík.
Verkframkvæmdirnar eru þegar hafnar að undangengnu útboði sem unnið var með aðstoð EFLU.
Aðkeyrsla og hluti bílastæða verður malbikaður, hellulagt er við núverandi inngang og lokið við margvíslega lagnavinnu.
Framkvæmdum á að vera lokið seint í september.
Verktaki er SÁ verklausnir ehf.