Áfangaskýrsla um nýtt leiðanet Strætó
Strætó hefur kynnt fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti. EFLA veitti ráðgjöf við við verkefnastýringu, stefnumótun verkefnisins, kortagerð ásamt því að sinna gerð áfangaskýrslu.
-
Fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti Strætó hafa verið kynntar. Mynd: EFLA.
Strætó hefur kynnt fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti en um er að ræða fyrsta áfanga í endurskoðun leiðanets Strætó. Það sem kallar á heildstæða endurskoðun á leiðaneti og þjónustu Strætó er m.a. uppbygging Borgarlínu, skipulagsbreytingar á Hlemmi og þörf á frekari aðgerðum til að ná markmiðum svæðisskipulagsins höfuðborgarsvæðisins til 2040 um að auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum innan höfuðborgarsvæðisins.
Vinnan hefur staðið yfir síðan í febrúar 2019 og hafa helstu þættir verkefnisins falist í stefnumótunarvinnu, samráði við almenning og fulltrúa sveitarfélaga, sem og hönnun og greiningu á fyrstu hugmyndum af nýju leiðaneti. Næstu skref í þessari vinnu er að endurskoða þessar fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti byggt á þeim athugasemdum sem bárust frá íbúum og sveitarfélögum.
EFLA verkfræðistofa veitti ráðgjöf við verkefnastýringu, stefnumótun verkefnisins, kortagerð ásamt því að sinna gerð áfangaskýrslu.
Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu Strætó.