Fréttir


Fréttir

Aflþynningarverksmiðja BECROMAL: EFLA Aðstoðar við starfsleyfi

19.8.2009

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir aflþynnuverksmiðju Becromal Iceland í 6.000 fermetra húsnæði á Krossanesi við Eyjafjörð.

  • Becromal aflþynnuverksmiðja

Þar kemur fram að framleiða má allt að 2.200 tonnum af aflþynnum fyrir rafmagnsþétta á ári hverju, en það er gert með rafhúðun álþynna í kerjum.

Einnig er veitt heimild til að pakka vörunni og til reksturs verkstæðis og annarrar þjónustu auk heimildar til að framleiða ammóníumfosfat sem er hliðarafurð úr vothreinsun.

EFLA vann að gerð starfsleyfisins fyrir hönd Becromal.

Fyrirtækið hefur einnig verið ráðgjafi Becromal í umhverfismálum sem og brunahönnun, gerð viðbragðsáætlunar og komið að vinnuvernd í verksmiðjunni. Starfsleyfið gildir til 31. des. 2021