Fréttir

Áhætta er okkar fag

13.8.2012

Áhættur í þjóðfélaginu breytast í sífellu og þau kerfi og ferlar sem nauðsynlegir eru til mótvægis þarf sífellt að endurskoða og uppfæra.
 • Áhættumat

Áhættustjórnun

Vegna krafna yfirvalda eða eigin krafna um aukið öryggi getur reynst nauðsynlegt að framkvæma áhættumat, hvort sem er fyrir framkvæmdir, rekstur eða almennrar starfsemi. Áhætta er samspil líkinda á atburðum og afleiðinga þeirra. Því geta mjög sjaldgæfir atburðir valdið mikilli áhættu, ef afleiðingar þeirra eru miklar. Skilgreina þarf ásættanlega áhættu út frá markmiðum viðkomandi starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt er mjög mismunandi.

Bregðast þarf við óásættanlegri áhættu, en viðbrögðin geta verið mismunandi eftir því hvert eðli áhættunnar er. Þau geta falist í að minnka líkur eða afleiðingar viðkomandi áhættuþáttar, en gagnvart öðrum þáttur geta t.d. tryggingar eða viðbragðsáætlun verið lausnin. Áhættustjórnunarkerfi er kerfi sem tekur kerfisbundið á áhættum og er með skilgreint ferli til að bregðast við þeim. Í allri óvissu geta falist tækifæri jafnt sem áhættur. Þessi tækifæri er nauðsynlegt að nýta og því höfum við þróað tækifærisstjórnun sem samtvinnuð er áhættustjórnun.

Sérfræðiþekking

Þekking á áhættu innan fyrirtækja takmarkast oft við kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Það er eðlilegt þar sem aðrar hættur, krefjast sérfræðiþekkingar, sem sjaldnast er aðgengileg innan fyrirtækja á Íslandi, nema þeirra allra stærstu. Því getur verið mikilvægt að fá utanaðkomandi sérfræðinga til að gera heildstætt mat á áhættum.

EFLA hefur mikla reynslu á mjög breiðu sviði áhættugreininga, áfallaþolsgreininga og áhættustjórnunar. Við höfum framkvæmt áhættugreiningar og áfallaþolsgreiningar vegna tæknilegra kerfa, brunahættu, flutnings á hættulegum efnum, innbrotahættu og umhverfishættu, auk þess að hanna áhættustjórnunarkerfi vegna áhættu í verkefnum og vinnuverndar. Sérfræðingar EFLU hafa haft frumkvæði að fjölmörgum rannsóknarverkefnum innanlands um áhættugreiningu, verið aðilar að alþjóðlegum rannsóknarverkefnum því tengdu og eru þátttakendur í mótun alþjóðlegra staðla í áhættustjórnun.

Á meðal þjónustusviðanna eru:

 • Áhættustjórnun verkefna og greining tækifæra
 • Áhættu- og áfallaþolsgreiningar fyrir vegi og samgöngur
 • Vinnuvernd og áhættumat starfa
 • Öryggisáhættugreiningar vegna geymslu og flutnings verðmæta og innbrotahættu
 • Upplýsingaöryggi
 • Hönnun öryggisstjórnunarkerfa skv. ISO 18001
 • Áhættustjórnunarkerfi fyrir fyrirtæki og starfsemi
 • Áhættugreiningar vegna brunahættu
 • Umhverfisáhættugreiningar og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001
 • Öryggisáætlun ferðamannastaða

Dæmi um verkefni:

 • Óvissustjórnun; greining áhættu og tækifæra verkefnisins um nýtt háskólasjúkrahús í Reykjavík
 • Áhættugreiningar vegna flutnings á hættulegum efnum, m.t.t. áhættu fyrir fólk, eignir og umhverfi
 • Áhættugreiningar vegna brúa yfir umferðargötur
 • Öryggisáhættugreiningar vegna geymslu á sprengiefni
 • Áhættustjórnunarkerfi fyrir hönnun og framkvæmd virkjunar (project risk management)
 • Áhættugreining fyrir iðnaðarframleiðslufyrirtæki og viðbragðsáætlanir
 • Öryggisáhættugreiningar vegna geymslu og flutnings handrita Íslendinga
 • Öryggisáhættugreiningar vegna innbrotahættu fyrir ýmis fyrirtæki
 • Öryggis- og áhættugreining vegna vinnuverndar í fjölmörgum fyrirtækjum
 • Áhættugreining dreifikerfis rafmagns í Reykjavík
 • Áfallaþolsgreining fyrir sveitarfélag á Suðurlandi
 • Áhættugreining fyrir nýja vatnsveitu
 • Áhættugreiningar m.t.t. brunahættu fyrir fjölmargar byggingar
 • Áfallaþolsgreining fyrir vegakerfi Reykjavíkur
 • Áhættu og áfallaþolsgreiningar fyrir norska vegi (ROS greiningar)
 • Áhættugreining vegna þyrluflugs
 • Öryggisúttektir fyrir Gullfoss, Þingvelli ofl.