Fréttir


Fréttir

Áhættustjórnun og áhættumat í ferðaþjónustu

3.1.2014

EFLA hefur í samvinnu við Ferðamálastofu unnið nýja útgáfu af ritinu "Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu". Í því er skilgreint nýtt áhættustjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna til að auka öryggi og minnka áhættur, sem víða leynast í því umhverfi. Ritinu er ætlað að auðvelda ferðaþjónustufyrirtækjum, að auka öryggi fyrir þá þjónustu sem í boði er, óháð því í hvaða grein þau eru.

Kerfið byggir á ISO 31000 áhættustjórnunarstaðlinum, auk þess sem tekið er tillit til eldri gagna og aðferðarfræði í ferðaþjónustu. Sérfræðingar EFLU í áhættustjórnun hafa komið að gerð þessa ISO staðals og hafa reynslu í hagnýtingu hans.

Fyrir ferðaþjónustuna nýtist víðtæk þekking EFLU í áhættustjórnun, öryggis- og umhverfismálum, jarðtækni og fleiri greinum við gerð öryggisáætlana og áhættumats. EFLA getur einnig boðið ráðgjöf við gerð áhættumats fyrir ferðamannastaði og hefur meðal annars unnið slíkt mat fyrir fjölsótta ferðamannastaði eins og Gullfoss og Þingvallarþjóðgarð. Einnig býður EFLA ráðgjöf við innleiðingu öryggisstjórnunar samkvæmt OHSAS 18001 staðlinum og öryggisáætlana fyrir ferðamannastaði eða ferðaþjónustufyrirtæki.

Nánari upplýsingar gefa Böðvar Tómasson fagstjóri bruna- og öryggismála hjá EFLU og Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Ferðamálastofu:

http://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/oryggisaaetlanir-i-ferdathjonustu-ny-utgafa