Álit skipulagsstofnunar á suðvesturlínu
EFLA hefur annast mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína, á svæði frá Hellisheiði út á Reykjanes, fyrir Landsnet.
Skipulagsstofnun hefur fallist á mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína með skilyrðum.
Í áliti stofnunarinnar er í meginatriðum tekið undir niðurstöður matsskýrslunnar en talin sérstök þörf á að setja frekari skilyrði um áflugshættu fugla á nokkrum stöðum á línuleiðinni.
Fyrirhugað er að reisa 507 ný möstur og leggja milli 180 og 190 km af loftlínum og um 50 km af jarðstrengjum en á móti verða rifin 403 eldri möstur.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum verði skipt upp í fimm áfanga á árunum 2010 til 2017.
Nálgast má álit Skipulagstofnunar í heild sinni á vef stofnunarinnar (www.skipulagsstofnun.is)