Fréttir


Fréttir

Allt mögulegt í 40 ár

14.1.2013

Á þessu ári fagnar EFLA verkfræðistofa 40 ára afmæli.
  • EFLA 40 ára

Á þessu ári fagnar EFLA verkfræðistofa 40 ára afmæli. Saga EFLU hófst árið 1973 með stofnun Verkfræðistofu Suðurlands á Selfossi. Síðan urðu aðrir fyrirrennarar EFLU til hver af öðrum, Verkfræðistofa Norðurlands árið 1974, Línuhönnun árið 1979, AFL árið 1987 og Raftæknistofan (RTS) árið 1988. Sameinuð mynda þessi fyrirtæki nú öfluga heild í EFLU verkfræðistofu, sem varð til sem slík við samruna árið 2008.

Í dag eru dótturfélög EFLA AS í Osló og RTS Engineering í Dubai, auk þess sem EFLA er meðeigandi í nokkrum öðrum félögum erlendis, þ.m.t. Hecla SAS í Frakklandi, Ispol í Póllandi og RTE í Tyrklandi. Þannig hefur mjór orðið mikils vísir.

Fjörutíu ára farsæl saga er EFLU afar verðmæt. Markmið fyrirtækisins er að nýta þessi verðmæti til góðs í þjónustu fyrirtækisins og samskiptum á hverjum degi.