Fréttir


Fréttir

Alltaf í boltanum

11.9.2009

Stundum liggja leyndarþræðir víða og stundum má gleðjast á vinnustað yfir mörgu utan vinnustaðarins.

  • Átök í boltanum

Hjá EFLU gleðjast menn um þessar mundir, og enn frekar þau hjá Verkfræðistofu Suðurlands sem varð hluti EFLU við stofnun.

Þar á bæ er margur fótboltaunnandinn og skyldmenni starfsfólks í skotlínunni á vellinum.

Tilefni gleðinnar er að Selfyssingar unnu stórsigur á Aftureldingu í fótbolta og tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil.

Er þetta í fyrsta skipti sem Selfoss vinnur sig upp í efstu deild karla. Liðið gulltryggði sæti sitt með 6:1 sigri.

Langþráður draumur knattspyrnumanna og verk- og tæknifræðinga á Selfossi er orðinn að veruleika. Hamingjóskir til Selfoss!

Ljósmynd: Sunnlenska/Guðmundur Karl