Fréttir


Fréttir

Annað sæti í samkeppni um skipulag við Stjórnarráðsreit

Stjórnarráðsreitur, Samkeppni, Ríkið, Stjórnarráð, Skipulag

4.12.2018

Úrslit í samkeppni um skipulag Stjórnarráðreits voru tilkynnt í gær 3. desember. EFLA og samstarfsaðilar hlutu annað sætið í samkeppinni.

  • Johanna og Begga
    Jóhanna Helgadóttir og Bergþóra Kristinsdóttir frá EFLU.

Með þingsályktun Alþingis 2016 var ákveðið að efna til samkeppni um Stjórnarráðsreitinn. Um var að ræða tvær samkeppnir, annars vegar hönnun vegna viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og hins vegar vegna skipulags við Stjórnarráðsreitinn. EFLA ásamt samstarfsaðilum tóku þátt í samkeppninni um skipulag reitsins og sendu inn tillögu þar sem meginmarkmið var m.a. að móta skipulag sem stuðlar að góðri heildarlausn fyrir borg og stjórnsýslu ásamt því að tryggja vistvænar lausnir í skipulagi og uppbyggingu.

Höfundar tillögunnar voru Ólafur Finnsson, Diana Cruz, Knut Hovland og Hallgrímur Þór Sigurðsson hjá Nordic – Office of Architecture , Victoria Batten, Louise Fill Hansen hjá SLA og Jóhanna Helgadóttir og Bergþóra Kristinsdóttir hjá EFLU.

Umsögn dómnefndar

Meðal þess sem kom fram í umsögn dómnefndar við mat á tillögunni var eftirfarandi:

„Tillagan tengir Stjórnarráðsreitinn vel við miðborgina og eru tengingar út fyrir samkeppnissvæðið vel útfærðar. Þannig eru sköpuð áhugaverð almenningsrými með fjölbreyttum torgum og gönguleiðum. Stjórnarráðstorgið, menningartorgið og bæjartorgið liggja að ráðuneytisbyggingunni og tengist menningartorgið Þjóðleikhúsinu á skemmtilegan hátt. Styrkleiki tillögunnar felst í sterkri hugmynd þar sem afgerandi opinberar byggingar eru rammaðar inn af Arnarhóli og áhugaverðum almenningsrýmum með góðum göngutengingum, bæði innbyrðis á reitnum og við aðliggjandi svæði. Tillagan er framsækin og metnaðarfull og gefur fyrirheit um skapandi og skemmtilegt umhverfi.“

Sýning opnuð í Safnahúsinu

Átta tillögur bárust í samkeppnina um skipulag reitsins og þrjátíu tillögur í hönnun viðbyggingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaun fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og opnaði sýningu á innsendum tillögum í Safnahúsinu

Nánari upplýsingar um tillögur og niðurstöður má sjá á vef Stjórnarráðsins. 

Tillaga EFLU og samstarfsaðila

Verðlaun í samkeppni um skipalag við Stjórnarráðsreit. ljósmyndari: Sigurjón Ragnar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti Bergþóru og Jóhönnu verðlaunin. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar.

Samkeppni um stjórnaráðsreitinnSkjáskot af skipulagsuppdrætti tillögunnar.

Samkeppni um stjórnaráðsreitinnLíkanmynd frá Arnarhól.