Fréttir


Fréttir

Annir á Austurlandi

16.1.2009

EFLA rekur útibú á Austurlandi og starfa þar fimm sérfræðingar í rafhönnun.

  • Alcoa Fjarðaál

Útibúið var stofnað 1997 í samstarfi við fyrirtækið Hönnun & Ráðgjöf en það starfar ekki lengur.

Starfsemin, sem fellur undir Iðnaðarsvið EFLU, felst einkum í raflagnahönnun í samstarfi við aðrar verkfræði- og arkitektastofur á Austurlandi.

Útibúið hefur þjónustað sveitafélög, t.d. Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Vopnafjarðarhrepp með hönnun raflagna og stýrikerfa og hannað slík kerfi fyrir iðnfyrirtæki t.d. Síldarvinnsluna, Eskju og Alcoa Fjarðaál.

Skrifstofur Austurlandsútibúsins eru að Búðareyri 2 , 730 Reyðarfirði (aðalstoð útibúsins), á Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði (skrifstofa rekin í samstarfi við Verkfræðistofu Austurlands) og að Kaupvangi 5, 700 Egilsstaðir (í húsnæði Verkfræðistofu Austurlands).

Símasamband við skrifstofurnar er um aðalnúmer EFLU 412 6000.