Fréttir


Fréttir

Árlegt golfmót EFLU

14.8.2017

Hið árlega golfmót EFLU fór fram á Korpunni föstudaginn 11. ágúst við frábærar aðstæður í blíðskaparviðri.

  • Golfmót EFLU

Þátttakan var með besta móti en 92 kylfingar tóku þátt í mótinu og var leikinn „betri bolti“ í tveggja manna liði.

Úrslit á mótinu voru eftirfarandi:

Vinningshafar
1. sæti: Karl Þráinsson og Rúnar Gunnarsson með 47 punkta.
2. sæti: Einar Erlingsson og Halldór Grétar Gestsson með 46 punkta.
3. sæti: Björn Jónsson og Jóhanna Harpa Árnadóttir með 46 punkta.

Nándarverðlaun
13. braut: Birgir Guðbjörnsson, 1,57 m frá holu.
17. braut: Svanur Bjarnason, 34 cm frá holu.
22. braut: Andri Marteinsson, 1,78 m frá holu.
25. braut: Kjartan Egilsson, 5,4 m frá holu.

Að auki var dregið úr skorkortum og fengu þeir heppnu vinning að launum.

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir skemmtilegan dag og góðar samverustundir.

Golfmót EFLU 2017Sigurvegarar golfmótsins, Karl Þráinsson og Rúnar Gunnarsson.

Golfmót EFLU 2017Einar Erlingsson og Halldór G. Gestsson urðu í öðru sæti.

Golfmót EFLU 2017Björn Jónsson og Jóhanna Harpa Árnadóttir lentu í þriðja sæti á golfmóti EFLU.