Fréttir


Fréttir

Árlegt golfmót EFLU

13.8.2018

Golfmót viðskiptavina EFLU fór fram síðastliðinn föstudag, 10. ágúst, en mótið hefur verið haldið árlega síðan 2012. Veðrið var með ágætasta móti og aðstæður á vellinum góðar.

 • Golfmót EFLU
  Sigurvegarar í golfmóti EFLU 2018 með 51 punkt. Frá vinstri: Júlíus Jón Jónsson, Gunnlaugur Kárason, Ingi Ingason og Andri Marteinsson.

Til leiks voru skráðir 80 kylfingar og voru leiknar 18 holur með „Betri bolti“ fyrirkomulagi þar sem fjórir eru saman í liði. Þannig spila allir leikmenn sínum bolta af teig í holu á hverri braut. Besta skor, punktalega séð, telur síðan fyrir liðið á hverri holu. 

Úrslit á mótinu voru eftirfarandi:

Sigurvegarar

 • 1. sæti með 51 punkt:
  Gunnlaugur Kárason, Júlíus Jón Jónsson, Ingi Ingason og Andri Marteinsson
 • 2. sæti með 49 punkta:
  Einar Jónsson, Ingunn Ólafsdóttir, Kjartan Briem og Hafdís Hafliðadóttir
 • 3. sæti með 48 punkta:
  Lárus Hjaltested, Bjarni Richter, Gísli K Birgisson og Jón Heiðar Sveinsson 

Nándarverðlaun

 • 17. braut: Birgir Guðbjörnsson, 2,23 m frá holu
 • 11. braut: Sigurður Geirsson, 105 cm frá holu
 • 6. braut: Eggert Eggertsson, 2,06 m frá holu
 • 2. braut: Jón Rafn Valdimarsson, 2.64 m frá holu

Einnig var dregið úr skorkortum og fengu nokkrir heppnir golfarar glaðning að launum. Við þökkum þátttakendum fyrir skemmtilegan dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sigurinn. Hægt er að skoða myndir frá mótinu á myndasíðu EFLU .

Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar um golfmót EFLU.

Golfmót EFLU2. sæti: Frá vinstri: Einar Jónsson, Ingunn Ólafsdóttir, Kjartan Briem og Hafdís Hafliðadóttir með 49 punkta.

Golfmót EFLU3. sæti. Frá vinstri: Bjarni Richter, Lárus Hjaltested og Gísli K. Birgisson með 48 punkta. Á myndina vantar Jón Heiðar Sveinsson.

Golfmót EFLUBirgir Guðbjörnsson og Sigurður Geirsson voru næstir holu á 11. og 17. braut

Golfmót EFLUEggert Eggertsson og Jón Rafn Valdimarsson voru næstir holu á 6. og 2. braut.