Málþingið Betri byggingar, bætt heilsa
EFLA með erindi á málþinginu: Betri bygginar, bætt heilsa
Það eru Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ICEiaq, Mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Umhverfisstofnun, Astma og ofnæmisfélag Íslands, Nýsköpunarmiðstöð íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og IÐAN fræðslusetur sem bjóða alla velkomina á málþingið Betri byggingar, bætt heilsa.
Loftgæði á heilbrigðisstofnunum, vinnustöðum og heimilum hafa verið í umræðunni undanfarið ásamt umræðum um viðhald bygginga og endurnnýjun þeirra. Hönnun byggina, efnissval, framkvæmd, viðhald og notkun hefur víðtæk og afgerandi áhrif á daglega líðan okkar, virkni og frammistöðu í leik og starfi. það er brýnt að efla þverfaglegt samstarf fagaðila til að tryggja lífsgæði okkar og heilsu með hagkvæma nýtingu fjármangs að leiðarljósi.
Þau Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá EFLU munu flytja erindi á málþinginu.
Allir eru velkomnir og er ókeypis aðgangur. Skráning fer fram á síðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Dagskrá málþingsins