Fréttir


Fréttir

Brautryðjendastarf á sviði vistvænna bygginga

30.6.2010

Í lok júní var Snæfellsstofa (Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að Skriðuklaustri) opnuð við hátíðlega athöfn.
  • Gestastofa að Skriðuklaustri

Í byggingunni (700 fermetrar) er margvíslega aðstaða og vel unnin sýning, "Veraldarhjólið", um austursvæði þjóðgarðsins.

Meðal þeirra sem tóku til máls var Svandís Svavarsdóttir, Birgir Teitsson frá Arkís og Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá EFLU.

Svandís sagði "brotið í blað í byggingarsögu landsins, því Snæfellsstofa sé fyrsta umhverfisvottaða húsbygging á Íslandi."

Birgir gerði grein fyrir byggingunni en Helga Jóhanna ræddi um sjálfbærni og umhverfisvottun sem til stæði að ganga frá og hvað fælist almennt í henni.

Arkís og EFLA unnu samkeppni um hönnun byggingarinnar á sínum tíma og sá EFLA um alla verkfræðiráðgjöf við byggingarframkvæmdirnar nema rafmagn,

þ.e. burðarvirki, lagnir, loftræstingu, hljóðvist og bruna- og öryggismál sem og umhverfisráðgjöf við vottun byggingarinnar skv. umhverfis- og sjálfbærnistaðlinum BREEAM.

Í honum eru gerðar 58 mismunandi kröfur sem m.a. lúta að aukinni orkunýtingu, vatnsnýtingu, lágmörkun úrgangs,

vali á vistvænum byggingarefnum og viðhaldi vistfræðilegra eiginleika nánasta umhverfis.

Kröfurnar eiga líka við vinnu á byggingartíma.

Einnig eru gerðar kröfur um ýmsa þætti sem miða að því að notendum byggingarinnar líði sem best, t.d. hljóðvist, lýsingu og inniloftgæði.

Ávinningurinn er ljós: Byggingar með BREEAM vottun þarfnast minni orku og minna viðhalds en hefðbundin hús. Byggingarnar eru umhverfisvænni en flest hefðbundin hús.