Fréttir


Fréttir

Breyttur opnunartími

17.3.2020

Opnunartími allra starfsstöðva EFLU tekur breytingum frá og með mánudeginum 23. mars og verður núna opið alla virka daga frá kl 8:00-16:00.

  • EFLA Lynghálsi 4
    Höfuðstöðvar EFLU eru að Lynghálsi 4.

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid-19 hefur EFLA breytt opnunartíma sínum lítillega. Framvegis verður skrifstofan opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga til föstudaga í stað kl 8:00-17:00. Á þetta einnig við um allar starfsstöðvar fyrirtækisins á Norður-, Vestur-, Suður- og Austurlandi. 

Töluvert af starfsfólki EFLU, sem það geta, hefur fært vinnustöð sína heim og sinnir verkefnum í fjarskiptum og á fjarfundum. 

Starfsstöðvar fyrirtækisins eru þó opnar áfram en gerðar hafa verið ráðstafanir varðandi umgengni og öll samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila. 

Við hvetjum viðskiptavini og aðra sem þurfa að ná í okkur að finna upplýsingar um starfsfólk og þjónustu okkar á vefnum sem alltaf er opinn. Einnig er velkomið að senda okkur tölvupóst.