Fréttir

Leitum að öflugum brúarverkfræðing

21.12.2015

EFLA leitar að öflugum byggingarverkfræðingi til starfa á brúasviði fyrirtækisins. Brúasvið er hluti af Samgöngusviði EFLU, sérhæft í brúarmannvikjum.
  • Brúarverkfræðing

EFLA leitar að öflugum byggingarverkfræðingi til starfa á brúasviði fyrirtækisins. Brúasvið er hluti af Samgöngusviði EFLU, sérhæft í brúarmannvikjum. Meðal viðfangsefna sviðsins eru hönnun nýrra brúarmannvirkja á Íslandi og í Noregi, ásamt hönnun styrkinga og greiningu á mannvirkjum í rekstri. Umsvif starfseminnar hafa aukist síðustu ár og nýjum starfsmönnum gefst tækifæri á þátttöku í því spennandi þróunarstafi. 

Hæfniskröfur:

  • M.Sc í byggingarverkfræði
  • Góð kunnátta í norsku eða öðru norðurlandamáli
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er mikill kostur
  • Reynsla af hönnunarvinnu fyrir norsku vegagerðina er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, ásamt því að geta unnið vel í hópi


FREKARI UPPLÝSINGAR VEITIR

Mannauðsstjóri EFLU

Ingunn Ólafsdóttir

Netfang: job@efla.is

Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal berast inn í gegnum heimasíðu EFLU.

Umsóknarfrestur: 8.janúar 2016