Brunatækni: Viðurkenning til EFLU
Nýbygging Grunnskólans á Ísafirði hlaut viðurkenninguna ?Lofsvert lagnaverk 2008" af hálfu Lagnafélags Íslands.
Félagið velur ár hvert hús eða byggingu sem hlýtur þessa viðurkenningu.
Var viðurkenningin afhent 18. september, Það gerði forseti Íslands við hátíðlega athöfn í húsakynnum Grunnskólans á Ísafirði.
Tilgangur viðurkenninga af þessu tagi er að efla gæðavitund meðal þeirra aðila sem starfa á þessum vettfangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum.
Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála.
Ásamt Grunnskóla Ísafjarðar hlutu eftirtaldir aðilar viðurkenningu fyrir umrætt lagnaverk: Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. fyrir hönnun lagna- og loftræstikerfa. EFLA hf. fyrir brunatæknilega hönnun, Ferill ehf. fyrir hönnun á vatnsúðakerfi, Aðalblikk ehf. fyrir smíði loftræstikerfis, A.V. pípulagnir ehf. fyrir smíði pípulagna, Straumur ehf. fyrir smíði stjórnkerfis og loks Arkiteo ehf. fyrir samvinnu við gerð lagna- og loftræstikerfa.
mynd fengin af síðu Forsetaembættis Íslands (www.forseti.is)