Fréttir


Fréttir

Búðarhálsvirkjun framundan

22.6.2010

Síðla í júní auglýsti Landsvirkjun eftir tilboðum í mannvirkjagerð vegna Búðarhálsvirkjunar.
  • Búðarhálsvirkjun

Útboðið tekur til um 60% heildarverksins og skiptist í þrjá hluta; stíflugerð og tengd verk, jarðgangagerð og byggingu stöðvarhúss.

EFLA sér um mannvirkjahönnun í samstarfi við Verkís og Mannvit.

Áformað er að framkvæmdir hefjist í október og að þeim ljúki árið 2013.

Afl Búðarhálsvirkjunar verður um 80 MW og orkuframleiðslugetan allt að 585 GWst á ári.

Til samanburðar er uppsett afl Vatnsfellsvirkjunar 90 MW og orkugeta allt að 430 GWst á ári.

Stöðvarhús Búðarhálsvirkjunar verður ofanjarðar, grafið inn í hlíð Búðarháls við Sultartangalón.

Inntakslón virkjunarinnar, Sporðöldulón, verður myndað með rúmlega tveggja km langri stíflu yfir Köldukvísl.

Stíflan verður um 24 m há og flatarmál lónsins 7 ferkílómetrar.

Grafið var fyrir grunni stöðvarhúss og vegur lagður um Búðarháls með brú yfir Tungnaá árin 2001-2002 en framkvæmdum síðan frestað.

Ráðgert er að heildarframkvæmdin hafi 500 ársverk í för með sér og að verkinu ljúki í árslok 2013.