Byggingaframkvæmd Alvogen
Í Vatnsmýrinni í Reykjavík er verið að byggja þrettán þúsund fermetra hátæknisetur Alvogen. EFLA er ráðgjafi Alvogen í verkefninu og sér um hönnun burðarvirkja og rafkerfa, hljóðráðgjöf, brunahönnun, kostnaðaráætlanir, verkefnisstjórn og eftirlit með framkvæmdum. Verkkaupi sér um hönnunarstjórn, PK arkitektar sjá um arkitektahönnu, Lagnatækni um lagnakerfi hússins og Verkís með BSM-kerfi.
Hátæknisetur Alvogen verður við Sæmundargötu 15-19, innan Vísindagarða Háskóla Íslands og verður alls um þrettán þúsund fermetrar að stærð. Heildarfjárfesting Alvogen vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talið mannvirki í Vatnsmýri fyrir um 8 milljarða króna. Um 400 ársverk munu skapast á rúmlega tveggja ára framkvæmdatíma en auk þess er búist við að 200 ný stöðugildi muni skapast til framtíðar hjá Alvogen á Íslandi á næstu árum.
Íslenskir aðalverktakar hf. hófu framkvæmdir við jarðvinnu í nóvember síðastliðinn og lauk þeim í janúar. Samið var við ÞG-verktaka um framkvæmd á uppsteypu og stýriverktöku framkvæmdinnar. Gert er ráð fyrir að bygging hússins taki um tvö og hálft ár.