Fréttir


Fréttir

Dagur verkfræðinnar 2015

10.4.2015

Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl 2015 á Hilton Nordica hótel.
  • Dagur verkfræðinnar 2015

Birta Kristín Helgadóttir, verkfræðingu á Orkusviði EFLU fjallaði um vindorku í erindi sínu "Vitið í vindinum". Þar stiklaði hún á stóru um helstu áhrifaþætti á hagkvæmni vindlunda, mikilvægi mælinga, leyfismál, mat á umhverfisáhrifum og fleira er snýr að hönnun vindlunda.

EFLA hefur frá árinu 2013 unnið með Landsvirkjun að hönnun vindlunda á Hafinu, norðan við Búrfell. EFLA býður upp á heildarþjónustu við mat á vindorku, allt frá frummati á orkugetu svæða, hagkvæmniathugunum og umhverfisáhrifum til útboðs- og lokahönnunar, tenginga við flutningskerfið og framkvæmdaeftirlits.