Fréttir


Fréttir

Dagur verkfræðinnar 2016

1.4.2016

Föstudaginn 1. apríl 2016 verður Dagur verkfræðinnar haldinn hátíðlegur í annað sinn, á Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir)
  • Dagur verkfræðinnar 2016

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tensl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.

Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð, þar sem fyrirlestrar og kynningar fara fram í þremur opnum sölum.

Eggert Þorgrímsson rafmagnsverkfræðingur hjá EFLU mun flytja erindið  Róbótar í raforkukerfum þar sem hann mun segja frá rannsókn sem EFLA vann fyrir Stattnet á notkun róbóta við ýmsa vinnu tengda raforkukerfum og framtíðar möguleika.

Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir velkomnir.

 Sjá nánar um dagskrá og skráningu á vef Verkfræðingafélags Íslands