Fréttir


Fréttir

Dokkan í heimsókn hjá EFLU

17.12.2015

Áhugafólk um gæðastjórnun í Dokkunni kom í heimsókn til okkar hjá EFLU í gærmorgun og kynnti sér nýjustu útgáfu af ISO 14001 staðlinum um Umhverfisstjórnunarkerfi. Framsögumaður var Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur og sérfæðingur á umhverfissviði EFLU.
  • Áhugafólk um gæðastjórnun í Dokkunni

ISO 14001 - mál málanna

Vart líður sá dagur að málefni umhverfisins komi ekki við sögu í fréttum fjölmiðla. Í auknum mæli gera menn sér grein fyrir mikilvægi góðrar stjórnunar þessa málaflokks í rekstri fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Umhverfisvandamál á borð við aukin gróðurhúsaáhrif kalla á sameiginlegt átak allra og staðallinn ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi.
Auknar kröfur ásamt leiðsögn um notkun er einmitt það tól sem fyrirtæki geta nýtt sér til að koma á góðri stjórnun umhverfismála.