Fréttir


Fréttir

EFLA á Arctic Circle 2016

11.10.2016

EFLA skipulagði málstofu á fjórðu Arctic Circle ráðstefnunni í október 2016.
  • EFLA in the arctic ráðstefna
    The team that handled the breakout session, from left is Þórður H. Ólafsson, Böðvar Tómasson, Dr. Nathan Reigner, Eva Dís Þórðardóttir and Sigrún María Kristinsdóttir.
Ferðaþjónusta er ört vaxandi uppspretta efnahagslegs og félagslegs ávinnings á norðurslóðum, en þegar hún vex eins hratt og raunin hefur verið, er öryggismálum og innviðum víða ábótavant. Stórbrotin náttúran dregur ferðamenn á norðurslóðir, en hún er jafnframt viðkvæm og getur verið lengi að jafna sig ef gengið er um of á hana. Strjálbýl sveitarfélög og landeigendur reyna hvað þau geta til að takast á við vaxandi fjölda ferðamanna, stýra flæðinu og vernda náttúruna, en hafa oft á tíðum ekki bolmagn til þess vegna smæðar og fjárskorts.

Nauðsynlegar aðgerðir um stýringu og öryggi ferðamanna

Fjallað var um fjölbreyttar og nauðsynlegar aðgerðir til að stýra flæði ferðamanna og tryggja öryggi þeirra á sama tíma og náttúran nýtur þeirrar verndar sem henni ber. Innviðauppbygging var rædd, samvinna sveitarfélaga kynnt og dæmi gefin um lausnir sem hafa virkað bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Fjórir sérfræðingar héldu erindi. Dr. Nathan Reigner, ráðgjafi hjá RSG ráðgjafafyrirtækinu í Vermont í Bandaríkjunum, fjallaði um aðferðir til að hámarka ávinning af ferðaþjónustu fyrir samfélagið og lágmarka á sama tíma áhrif hennar á náttúruna. Eva Dís Þórðardóttir skipulagsfræðingur fjallaði um mögulega lausn sem felst í samvinnu sveitarfélaga á Vestfjörðum, Böðvar Tómasson, sérfræðingur í áhættustýringu fjallaði um hættu sem steðjar að ferðamönnum á Íslandi og Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs ræddi um aukna þörf fyrir innviði í garðinum og aðferðir sem notaðar hafa verið til að bæta náttúruvernd.

Dr. Sigrún María Kristinsdóttir stýrði fundinum.