EFLA á framadögum 2010
Framadagar 2010 fóru fram með pompi og prakt 10. febrúar sl. í Háskólabíói.
Fjöldi fyrirtækja nýtti þetta kjörna tækifæri til þess að styrkja tengsl sín við háskólasamfélagið og var EFLA engin undantekning.
Að sama skapi gripu háskólanemarnir gæsina og kynntu sér starfsemi hinna fjölmörgu fyrirtækja milli þess sem þeir hlustuðu á skemmtilega tónlist eða sóttu fyrirlestra.
Fulltrúar EFLU höfðu mikla ánægju af að ræða við unga og efnilega fólkið í háskólunum og svara fyrirspurnum þess.
Nemendur höfðu ýmist áhuga á að kynna sér nánar starfsemi EFLU innanlands sem utan að ræða möguleika á sumarstörfum hjá EFLU.