Fréttir


Fréttir

EFLA á Framadögum 2023

3.2.2023

EFLA verður á Framadögum sem verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.

Kynningarbás EFLU verður á annarri hæð, nr B-1 og B-2, og hvetjum við alla áhugasama til að kíkja við. Starfsfólk EFLU verður á staðnum til að svara spurningum um starfsemi fyrirtækisins og starfsmöguleika.

Verið velkomin á kynningarbás EFLU á Framadögum í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 9. febrúar milli kl. 10 og 14.