Fréttir


Fréttir

EFLA með starfsstöð á Húsavík

30.8.2016

EFLA opnaði starfsstöð á Húsavík á síðasta ári sem var ætlað að styrkja tengingu EFLU við svæðið en mikill uppgangur er á Húsavík um þessar mundir.
  • Höfnin á Húsavík

EFLA kemur að nokkrum verkefnum á svæðinu meðal annars á Bakka þar sem verið er að byggja kísilmálmverksmiðju og á Þeistareykjum þar sem jarðvarmavirkjun rís. Þá hefur EFLA einnig unnið fyrir Norðurþing og Orkuveitu Húsavíkur.

Húsnæði EFLU á Húsavík er á Garðarsbraut 5 eða í Kaupfélagshúsinu eins og það er oftast kallað.

20160830 Husavik 2

Árni Sveinn Sigurðsson svæðisstjóri EFLU Norðurlands stýrir starfsstöðinni á Húsavík.

Meginstarfsemi EFLU er á Íslandi og Noregi. Starfsstöðvar EFLU eru í Reykjavík, Akureyri, Þórshöfn, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Húsavík og Osló. Þá eru dóttur- og hlutdeildarfélög EFLU í Svíþjóð, Frakklandi, Tyrklandi, Póllandi og Dubaí.