Fréttir


Fréttir

EFLA á IHA-ráðstefnu

29.6.2009

Nýlokið er alþjóðlegri ráðstefnu “IHA Congress 2009” á Hótel Nordica í Reykjavík.

  • Ráðstefna

International Hydropower Association eru heimssamtök um nýtingu vatnsafls og endurnýjanlegra orkuauðlinda (sjá www.hydropower.org). 

Ráðstefnan var skipulögð af Landsvirkjun Power og voru nokkrir Íslendingar meðal þátttakenda í panelumræðum en aðrir sátu ráðstefnuna.

Þar kom margt forvitnilegt fram um nýtingu vatnsafls í heiminum (um 17% orkuöflunar á heimsvísu).

Í fyrsta sinn tóku tóku stærstu verkfræðistofur landsins, Almenna verkfræðistofan, EFLA, Hnit, Mannvit, Verkís og VSÓ saman höndum til þess kynna íslenskt hugvit og verkfræðiráðgjöf tengda vatnsafli í sameiginlegum bás.

Hönnun hans og uppsetning var á könnu EFLU en hin fyrirtækin sáu um aðra verkþætti kynningarinnar, svo sem ljósmyndasýningu á sex stórum skjám í básnum. 

Fyrirtækin hafa komið að langflestum verkefnum Landsvirkjunar tengdum vatnsafli og gátu kynnt margvíslega þjónustu, allt frá undirbúningi og hönnum virkjana til flutnings raforku.