Fréttir


Fréttir

EFLA á norðurlandi: endurbætur á sorphirðu

1.7.2010

EFLA á Norðurlandi hefur nýverið lokið við gerð útboðsgagna, umsjón með útboði og samningsgerð vegna sorphirðu í sveitarfélaginu Langanesbyggð.
  • Endurvinnslutunnur

Langanesbyggð stefnir að mjög góðum árangri við flokkun og endurvinnslu á úrgangi frá heimilum í byggðinni sem dregur úr þörf á urðun eða annarri förgun úrgangs.

Innleitt verður flokkunarkerfi þar sem íbúar geta flokkað úrgang í þrjú ílát við hús sín.

Reknir verða tveir gámavellir, á Þórshöfn og Bakkafirði, fyrir úrgang sem ekki fer í ílátin.

Tvö tilboð voru opnuð í verkið þann 27. maí. Annað barst frá frá Sel sf. á Kópaskeri en hitt frá Íslenska Gámafélaginu.

Gengið var til samninga við Íslenska Gámafélagið og hafist handa með nýju tilhöguninni þann 1. júlí.

Þess má geta að Íslenska Gámafélagið notar vinnuafl úr sveitarfélaginu.

Með þessum breytingum á fyrirkomulagi sorphirðu eru stigin skref til betra umhverfis og þeim breytingum fylgt sem er að verða á neyslusamfélögum í heiminum.

Betri nýting úrgangs eykst stöðugt og lögð er áhersla á að menga ekki umhverfið með óþarfa sóun.

Þess í stað er litið á mest allan úrgang sem auðlind.