EFLA á Norðurlandi: fjölmenn opnun
EFLA opnaði formlega skrifstofu sína, sem er að Hofsbót 4 á Akureyri (s. 412 6020), þann 15. október sl.
EFLA hefur sinnt margvíslegum verkefnum á norðanverðu landinu en vill með þessu treysta böndin við viðskiptavini hvarvetna á Norðvestur-, Norður- og Norðausturlandi, efla þjónustuna jafnt við þéttbýli sem dreifbýli í landshlutanum og bjóða viðskiptavinum nýja möguleika.
Fjölmenni var við opnunina í húsakynnum Friðriks V í Gilinu á Akureyri.
Komu gestir hvaðanæva af Norðurlandi og hlýddu m.a. á stuttar kynningar Guðmundar Þorbjörnssonar framkvæmdastjóra EFLU og forstöðumanns skrifstofunnar nyrðra, Arnars Más Snorrasonar.