Fréttir


Fréttir

EFLA á olíuborpöllum

26.3.2012

Undanfarna mánuði hafa starfsmenn EFLU unnið við ýmis verkefni fyrir olíuiðnaðinn, má þar nefna forritun stýrivéla og skámyndakerfa fyrir borvökva og steypukerfi ásamt prófunum og gangsetningu kerfanna. Vinnan fer fram um borð í borpallinum Scarabeo 8.
  • Kafari í þurrbúning

Einnig hefur verið unnið við uppfærslu stýrikerfa fyrir aflstöðvar um borð í borpöllunum Gyda og endurnýjun skjákerfis um borð í Giant.
Borpallarnir eru staddir úti í Norðursjó, Barentshafi í skipasmíðastöðvum.

Fyrir skömmu fór starfsmaður EFLU á öryggisnámskeið í Stavanger í Noregi.  Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna á olíuborpöllum í Norðursjó, Barentshafi og víðar.

Á námskeiðinu var m.a. farið yfir notkun öryggisbúnaðar á sjó, s.s. flotbúninga, ýmsar útfærslur af neyðarstigum og flóttaleiðum auk lífbáta af ýmsum gerðum.

Eldhættur á borpöllum voru kynntar og viðbrögð við þeim. Einnig var farið yfir fyrstu hjálp og umgengni um þyrlur og flótta úr þeim við nauðlendingar á sjó.

Á meðfylgjandi mynd er Tómas þar sem hann var við slíkar æfingar í Stavanger. Fleiri starfsmenn Eflu fara á sambærilegt námskeið á næstu vikum.

EFLA hefur því enn fært út kvíarnar og býður nú verkfræðiþjónustu um borð í skipum og olíuborpöllum og er orðin leiðandi á þessu sviði hér á landi.

Gyda