EFLA á Sjávarútvegssýningunni 2014
EFLA verkfræðistofa er með sýningarbás á sjávarútvegssýningunni í Smáranum, dagana 25.-27. september.
Við erum staðsett á bás D11, tilbúin til að taka á móti gestum til skrafs og ráðagerða.
Á sýningunni gefst okkur tækifæri til að líta yfir farin veg í samstarfi okkar og ræða framtíðaráform í þjónustu og nýjum verkefnum.
Við bjóðum ykkur velkomin á bás okkar eða að láta vita af ferðum ykkar.