Fréttir

EFLA bakhjarl heimsþings kvenleiðtoga

WPL, Women Political Leader Forum, Kvenleiðtogar

27.2.2018

Næstu fjögur ár verður Heimsþing kvenleiðtoga haldið á Íslandi og var landið valið vegna árangurs í jafnréttismálum. EFLA er einn af bakhjörlum þingsins.
  • Reykjavík

Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, um að efna til heimsþings kvenleiðtoga. Heimsþingið verður haldið í Hörpu í Reykjavík árlega í nóvember frá árinu 2018 til ársins 2021.

„WE CAN DO IT“

Ísland hefur í níu ár mælst fremst meðal þjóða heims þegar kemur að stöðu kvenna og því talið að Ísland væri góður staður til að efna til alþjóðlegs samtals kvenleiðtoga um jafnrétti, breytingar og framtíðina. Yfirskrift heimsþinganna næstu fjögur árin verður WE CAN DO IT sem vísar til þess að hægt sé að ná fram breytingum og stuðla að betri heimi með því að tryggja aðkomu kvenna og karla að ákvarðanatöku, stefnumótun og forystu.

Öflugir samstarfsaðilar

Auk WPL, Women Political Leaders, Global Forum og íslenskra stjórnvalda eru sérstakir bakhjarlar Heimsþings kvenleiðtoga eftirfarandi fyrirtæki: Icelandair, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Eimskip, HB Grandi, Marel, Valitor, Alcoa, EFLA verkfræðistofa, Deloitte og Capacent. Einnig eru eftirfarandi samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík; UN Women á Íslandi og Kvenréttindafélag Íslands.