Fréttir


Fréttir

EFLA eflir Faust

20.1.2010

Nú nýverið var forvitnileg íslensk leikgerð hins sígilda verks Faust eftir Goethe frumsýnd í Borgarleikhúsinu.

Vegna víðáttumikillar leikmyndar og óvenjulegra leikbragða þurfti verkfræðilega ráðgjöf við uppsetningu sýningarinnar.

  • Faust Lýsing
    EFLA aðstoðaði við að búa til net yfir salinn í uppfærslu Faust. Mynd: Mbl.

Bruna- og öryggissvið EFLU fór yfir brunaöryggismál og veitti ráðgjöf þar að lútandi ásamt því að útbúa sérstaka rýmingaræáætlun vegna aðstæðna og skipuleggja æfingu.

Enn fremur aðstoðaði Byggingarsvið EFLU leikmyndarhönnuð við að búa til net yfir salinn sem leikarar gætu athafnað sig á.

EFLA lagði til hönnun þar sem netið er strekkt á milli tveggja kaðla,er liggja veggja á milli yfir endilangan salinn og hannaði styrkingar fyrir veggina. Voru settir upp álagsmælar sem mæla þann togkraft sem er í netinu í hverri sýningu.

Má af þessu sjá að sviðslistir og verk- og tæknifræði eiga samleið og hefur EFLA alloft aðstoðað við uppsetningu sýninga, leikmynda og áhættuatriða.

Ljósmynd fengin að láni frá mbl.is, fréttinni til aukinnar útskýringar