Fréttir


Fréttir

EFLA eflir rafveitukerfi í Noregi

21.8.2009

Nýlega voru undirritaðir samningar, eftir útboð, milli EFLU og BKK sem er rafveitan í Bergen og nágrenni.

  • Nowegian flag - norski fáninn

Rafveitan ræður yfir mörgum virkjunum en sinnir jafnframt flutningi og dreifingu raforku í Bergen og á stóru svæði fyrir sunnan og norðan borgina.

Núverandi aflþörf á svæðinu er um 1.600 MW (um það bil afl þriggja Kárahnjúkavirkjana).

EFLA mun aðstoða við gerð svokallaðra kerfisathuganna og byggir þar á áratuga langri reynslu, m.a. úr vinnu fyrir Landsnet á Íslandi.

Í þeim felst m.a. mat á framkvæmdaþörf í raflínukerfinu til næstu áratuga og hvernig tryggja megi afhendingaröryggi raforku til orkukaupenda.

Starfsmaður frá Orkusviði EFLU er sendur utan til starfa í Noregi á samningstímanum, en einnig verður unnið að verkefninu á Íslandi.