EFLA endurnýjar samninga við Statnett
Undanfarin tvö ár hefur EFLA aðstoðað Statnett við áætlanagerð ásamt hönnun á möstrum og undirstöðum. Einnig var EFLA með jarðfræði- og jarðtæknilegt mat á línuleiðinni með tilliti til grundunaraðstæðna ásamt borunum í útvöldum mastrastæðum.. Auk þess hefur EFLA komið að áætlanagerð fyrir framkvæmdina, m.a. í samráði við hreindýraræktendur á svæðinu.
EFLA hefur nú fengið endurnýjaða samninga í tengslum við hönnun og ráðgjöf í byggingarfasa, auk nýrra samninga um byggingastjórn og eftirlit.Þetta verkefni er eitt af fjölmörgum verkefnum sem EFLA í Noregi vinnur að með Statnett, sem á og rekur flutningskerfi raforku, og gegnir því sama hlutverki og Landsnet á Íslandi. Á skrifstofu EFLU í Noregi vinna 10 starfsmenn auk undirverktaka. EFLA á Íslandi kemur einnig mikið að verkefnum hjá Statnett í samstarfi við skrifstofu EFLU í Osló.