Fréttir


Fréttir

EFLA fær fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2012

23.8.2012

Þann 17. ágúst síðastliðinn fékk EFLA verkfræðistofa fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir fallega fyrirtækjalóð, snyrtilegt útisvæði, smekklegan frágang og framúrskarandi aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Höfða.
  • Höfðabakki 9

Árlega veitir Reykjavíkurborg viðurkenningu fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegum stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðum. Að þessu hlutu fimm lóðir og fjögur hús viðurkenningu. Þeir sem einnig hlutu viðurkenningu fyrir lóðir voru Norræna húsið, Icelandair Marina Hótel, Suðurhlíðar 38 a-d, Rauðavað 13-19 og 21-25. Í dómnefnd um lóðir sátu Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt og Valný Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar.

Það er okkur sönn ánægja að fá viðurkenningu fyrir aðstöðu og umgjörðina á EFLU lóðinni þar sem við sjálf mótuðum sýnina, lausnir og frágang. Lóðin okkar er gott fordæmi í fegrun borgarinnar.

Umfjöllun um viðurkenninguna á vef Reykjavíkurborgar. (http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-32499/)

EFLA_Husnaedi_IMG_5511