Fréttir


Fréttir

EFLA fær styrk

25.1.2011

Í desember síðastliðnum fékk Verkfræðistofan EFLA ásamt Framkvæmdar- og eignarsviði Reykjavíkurborgar og Framkvæmdarsýslu ríkisins veittan styrk frá Íbúðarlánasjóði Íslands sjá nánar á www.ils.is en ofantaldir aðilar hafa unnið saman að verkefninu "Tenging líftímakostnaðar LCC og vistferilsgreiningar LCA" frá því snemma á árinu 2010.
  • Lækjargata

Verkefnið gengur út á að kanna hvernig hægt sé að tengja saman reiknilíkan vegna líftímakostnaðar bygginga (LCC) og vistferilsgreiningar (LCA). Gagnsemi slíkrar tengingar getur verið afar mikil þegar litið er til hagkvæmni bygginga með tilliti til rekstrar og umhverfisáhrifa. Vonir standa til að í framtíðinni verði gerð sú krafa að fram fari greining á líftímakostnaði og vistferilsgreiningu opinbera bygginga áður en ákvörðun er tekin um framkvæmd og lánakjör þeirra. Slíkar greiningar gætu í mörgum tilfellum leitt til lækkunar á líftímakostnaði og minni umhverfisáhrifum bygginga.

EFLA hefur nú þegar fengið sitt fyrsta verkefni varðandi slíka greiningu, en það mun vera á nýjum og endurbættum Miðbæjarskóla í Reykjavík en Kvennaskólinn í Reykjavík mun ekki flytja alla starfsemi þangað heldur hluta af henni þangað. Einnig stendur til að gera slíka greiningu fyrir nýja Landsspítalann í Reykjavík.