Fréttir


Fréttir

EFLA flytur höfuðstöðvar sínar

Nýjar höfuðstöðvar, Flutningar, Lyngháls, Flytja, Skrifstofa, Staðsetning

30.10.2018

EFLA verkfræðistofa hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Um er að ræða endurnýjað skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum, alls um 7.200 fermetra.

  • Flutningar L4
    Nýjar höfuðstöðvar EFLU eru að Lynghálsi 4.

Hlutverk EFLU verkfræðistofu er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Með nýrri aðstöðu að Lynghálsi 4 verðum við enn betur í stakk búin til að rækta okkar hlutverk. Starfsfólk EFLU hlakkar til að bjóða viðskiptavini og samstarfsaðila velkomna í nýjar höfuðstöðvar.

Ásamt höfuðstöðvunum á Lynghálsi eru starfsstöðvar EFLU á Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og í Reykjanesbæ og að auki í erlendum dóttur- og hlutdeildarfélögum.

Vistvænar endurbætur

EFLA sá um alla verkfræðihönnun breytinga á húsnæðinu að Lynghálsi en endurbætur á húsnæðinu voru gerðar með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi og í samræmi við BREEAM alþjóðlegan vistvottunarstaðal. Í vottuninni er meðal annars lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif byggingarinnar yfir líftíma hennar, að tryggja góða innivist og stuðla að vistvænum og hagkvæmum rekstri. Þá eru einnig gerðar kröfur um umhverfisstjórnun á framkvæmdatíma.

Nýjar höfuðstöðvar EFLU munu fá BREEAM vottun fyrir fullbúna byggingu en þess má geta að fyrri höfuðstöðvar EFLU voru fyrsta endurnýjaða húsnæðið á Íslandi sem hlaut BREEAM vottun. 

Grjótháls ehf, í eigu Eyktar byggingarfélags, er leigusali húsnæðisins.