Fréttir


Fréttir

EFLA: Frekari aðstoð við Vatnajökulsþjóðgarð

10.6.2009

Vatnajökulsþjóðgarður réð EFLU til aðstoðar við lagfæringar á vatnsveitu fyrir hreinlætisaðstöðu við Dettifoss og var í fyrra unnin skýrsla um fyrirkomulag hennar í þjóðgarðinum.

  • Dettifoss

Nú þarf að að stækka vatnsgeymi og búa betur um rafstöð og stýringarbúnað vatnsveitu við Dettifoss.

Einnig á að taka saman nauðsynlegar upplýsingar um búnað veitunnar sem þarf að viðhalda, hvaða varahluti þarf að hafa á reiðu og hverja skal kalla til við bilun.

Markmiðið er að minnka líkur á bilunum, stytta viðbragðstíma og bæta þar með þjónustustigið en gestafjöldi við Dettifoss er kominn á annað hundrað þúsund hvert sumar.

Á næsta ári og því þarnæsta verður lokið við nýjan Dettifossveg vestan Jökulsár á Fjöllum.

Samhliða mun þurfa að byggja salernis- og hreinlætisaðstöðu vestanmegin við fossinn.