Fréttir

EFLA fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013

27.5.2013

Samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal félagsmanna VR og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði var EFLA verkfræðistofa í sjötta sæti meðal stórra fyrirtækja og hlýtur því nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013.
  • Mynd með Arinbirni, Ástu og Guðmundi

EFLA tekur þátt í könnuninni ár hvert og fær alla starfsmenn fyrirtækisins til þátttöku, ekki einungis félaga í VR, til að fá sem besta mynd af stöðu fyrirtækisins í heild. Svarhlutfall hjá EFLU var með því besta sem gerist í könnuninni og niðurstaðan því mjög ánægjuleg.

Tugþúsundir starfsmanna tóku þátt í könnun VR á viðhorfi starfsmanna til vinnustaðar síns. Mælt er viðhorf starfsmanna til átta lykilþátta á sínum vinnustað, þeir eru: trúverðuleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd og ánægja og stolts af vinnustað.

IMG 3153