EFLA gefur út skýrsluna Orkuverð á Íslandi
EFLA fylgist náið með orkunotkun og þróun orkuverðs og gefur nú út í annað sinn skýrslu um þróun orkuverðs, en hún kom fyrst út í október 2016.
Skýrslan fjallar um þróun orkuverðs á árunum 2005-2017, eða frá því að ný raforkulög tóku gildi sem klufu rafveitustarfsemi upp í fjóra þætti; vinnslu, sölu,flutning og dreifingu. Fjallað er um þróun raforkuverðs eftir þessar breytingar sem og verð á heitu vatni til húshitunnar.
Fjallað er um verð á eldsneyti og hvernig breytingar á olíuverði á alþjóðamörkuðum sem og álögur stjórnvalda hafa áhrif á verð til neytanda. Álögur og opinber gjöld á eldsneyti eru borin saman við upplýsingar frá nágrannalöndum okkar.
Lagarammi orkugeirans á Íslandi er skoðaður. Umfjöllun er um opinberar álögur, niðurgreiðslur og verðjöfnun sem stjórnvöld hafa staðið fyrir, svo sem niðurgreiðslu á orku til húshitunar og jöfnun á raforkuverði milli þétt- og dreifbýlis.
Svo er rýnt í raforkuverð á heildsölumarkaði og raforkukostnað ólíkra iðnfyrirtækja og þetta tvennt borið saman við orkuverð í Evrópu.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jón Vilhjálmsson, sviðstjóra Orkusviðs, hafi þeir áhuga á að kaupa skýrsluna.
- Netfang: jon.vilhjalmsson@efla.is
- Sími: 412 6139 / 665 6139