Fréttir

EFLA gengur í Viðskiptaráð

16.2.2018

EFLA ákvað nýlega að ganga í Viðskiptaráð Íslands og samhliða inngöngu hlaut Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, kosningu í stjórn ráðsins.

  • Guðmundur Þorbjörnsson
    Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU.

Viðskiptaráð Íslands eru samtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi sem leggja áherslu á heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf sem forsendu framfara og bættra lífskjara á Íslandi. 

Samhliða inngöngu EFLU í Viðskiptaráð hlaut Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, kosningu í nýja stjórn ráðsins, sem kynnt var á aðalfundi þess þann 14. febrúar síðastliðinn. 

EFLA leggur áherslu á að rödd tæknisamfélagsins sé virk á þessum vettvangi, en fyrirtækið starfar nú við ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina, með hátt á fjórða hundrað starfsmenn.