Fréttir


Fréttir

EFLA: Grænt bókhald fyrir árið 2008

27.10.2009

EFLA hefur gefið út ársskýrslu 2008 um grænt bókhald.

Hún tekur mest til starfsemi Línuhönnunar, sem myndaði EFLU með þremur öðrum fyrirtækjum seint á því ári.

  • Dögg

Fyrir árið 2008 voru sett mælanleg markmið fyrir umhverfisþættina rafmagn, notkun pappírs og akstur.

Sömuleiðis voru vaktaðir umhverfiþættirnir heitt og kalt vatn, notkun prentbleks, notkun hreinsiefna, úrgangur og spilliefni.

Sett voru umhverfismarkmið fyrir ráðgjafahluta fyrirtækisins í þá veru að EFLA sé leiðandi í umræðu og ráðgjöf um umhverfisvæna valkosti við hönnun og stjórnun.

Starfsmenn héldu t.d. nokkur erindi á ráðstefnum og stóðu fyrir opnum fundum um vistvæna hönnun.

Einnig tók EFLA þátt í nokkrum verkefnum við hönnun vistvænna bygginga.

Á yfirstandandi ári var unnið að því að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001 hjá EFLU og er því nú lokið með vottun en fyrir sameiningu vann Línuhönnun samkvæmt kerfinu.

Skýrsluna er að finna á þessari slóð: GRÆNT BÓKHALD 2008