Fréttir


Fréttir

EFLA hannar Hagahverfi á Akureyri

16.6.2015

EFLA verkfræðistofa hefur í vetur unnið að hönnun á 6. framkvæmdaáfanga Naustahverfis á Akureyri, svokölluðu Hagahverfi, og eru framkvæmdir um það bil að hefjast. Heildarlengd gatna í Hagahverfi er um 5 km og er verkefnið stærsta gatnagerðarframkvæmd á Akureyri um nokkurt skeið.
  • Hönnun Hagahverfis
    Myndin er fengin frá Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. sem sá um gerð deiliskipulags fyrir hverfið.

EFLA verkfræðistofa sá um hönnun gatna og stíga ásamt veitukerfum, þ.e.a.s. götulýsingu, fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu og hönnun undirganga. Einnig sá EFLA verkfræðistofa um líkanagerð fyrir hljóðreikninga til að meta hávaða frá umferð innan hverfisins.

Við hönnun á fráveitu er lögð áhersla á blágrænar ofanvatnslausnir þar sem leitast er við að meðhöndla yfirborðsvatn af svæðinu á sem náttúrulegastan hátt og skila því hreinu aftur út í umhverfið.

Eftir úttekt á gæðum og kostnaði var ákveðið að nota LED lýsingu í stað hefðbundinnar götulýsingar og eru það nýmæli við hönnun á heilu hverfi hér á Íslandi.

Skipulagsuppdráttur af Hagahverfi: http://idr.infrapath.is/Akureyri/files/pdf/dsk_Hagar_1962014.pdf

Skýringaruppdráttur af Hagahverfi: http://idr.infrapath.is/Akureyri/files/pdf/dsk_Hagar_skyringar_1962014.pdf

Greinargerð fyrir deiliskipulag Hagahverfis: http://idr.infrapath.is/Akureyri/files/pdf/hagahverfi_greinargerd.pdf