Fréttir


Fréttir

EFLA hjólar í Kópavog

30.8.2011

Kópavogsbær hefur fengið EFLU verkfræðistofu sér til aðstoðar við að auka veg hjólreiða í bænum og er það liður í því að vinna að einu af markmiðum nýlega samþykktrar umhverfisstefnu bæjarins.
  • Veitingar

Undanfarin ár hefur Kópavogsbær unnið smátt og smátt að því að bæta aðstæður hjólandi og gangandi í bænum en núna vill bærinn ganga lengra og markvissara til verks með gerð hjólreiðaáætlunar. Í henni verður núverandi stöðu lýst, áherslur bæjarins settar fram, mælanleg markmið sett í samræmi við stefnu bæjarins og framkvæmdaáætlun gerð.

Einn fyrsti liður þessarar vinnu er söfnun upplýsinga um núverandi umferð og afstöðu hjólreiðamanna. Talið var á 10 stöðum og var gerð þjónustukönnun meðal hjólreiðamanna við sama tækifæri. Niðurstöður verða væntanlega kynntar í samgönguviku (16.-22. september). Ætlunin er að bæði talningin og könnunin verði árlegur viðburður í bænum.