Fréttir


Fréttir

EFLA hjólreiðar í Kópavogi

9.7.2012

EFLA hefur unnið að gerð hjólreiðaráætlunar með Kópavogsbæ sem nú hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.
  • Hjólaáætlun


Markmið áætlunarinnar er að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta í Kópavogi þannig hjólreiðar verði aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti. Að þessu hyggst bærinn vinna með því að skapa öruggari aðstæður, hvetja, umbuna og fræða. Kópavogsbær er eitt af örfáum sveitarfélögum á landinu sem hafa markað sér sérstaka stefnu um að auka veg hjólreiða.


Að auka hlutdeild hjólreiða er stórt og flókið langtímaverkefni. Mikilvægt er því að gera sér grein fyrir því hver staðan er, hver stefnan er og hvernig menn hyggjast ná þeim árangri sem að er stemmt. Hjólreiðaáætlun tekur á þessum hlutum. Í henni eru sett fram markmið og aðgerðir sem miða að því að ná markmiðunum verði náð. Hvor tveggja er endurskoðað reglulega.

EFLA óskar Kópavogsbæ til hamingju með nýju hjólreiðaráætlunina.

hjolastigurjpg