EFLA hlýtur 2.sæti fyrir áhugaverðasta básinn
Bás EFLU á sýningunni "Reykjanes 2009" fékk viðurkenningu. Þótti dómnefnd básinn vera smekklega útfærður.
Verðlaun voru veitt í dag fyrir athyglisverðustu sýningarsvæðin á Reykjanesi 2009. Viðurkenningar hlutu Norðurál, Efla og Kadeco / Keilir.
Það var Elsa Giljan Kristjánsdóttir, sýningarstjóri Reykjaness 2009, sem afhenti verðlaunin, en með henni í dómnefnd voru þau Kristján Pétur Kristjánsson, ráðgjafi hjá Kapex og Ólafía Ólafsdóttir innanhússarkitekt.
Í efstu sætin röðuðu sér svo Norðurál, Efla og Keilir / Kadeco. Norðurál lenti í þriðja sæti en sýningarsvæði þeirra þótti opið, myndrænt og þjóna vel upplýsingahlutverki sínu.
Efla lenti í öðru sæti og vakti básinn mikla athygli fyrir stórt fiskabúr sem byggt er inn í vegg sýningarsvæðisins.
Það þótti dómnefnd gefa góða hreyfingu, auk þess sem allt útlit svæðisins var smekklegt og stílhreint.
Kadeco / Keilir hrepptu svo fyrsta sætið fyrir athyglisverðasta sýningarsvæðið að mati dómnefndar.
Sýningarsvæði þeirra þótti upplýsandi, vel afmarkað og sniðuglega skipulagt með stórum vegg sem sýndi tímalínu félaganna á einfaldan og skilmerkilegan hátt.
Frétt fengin frá www.reykjanes2009.is
Á mynd: Kjartan Þór Eiríksson, Kadeco, Arnar Ingólfsson, Eflu og Ágúst Hafberg, Norðuráli.