Fréttir


Fréttir

EFLA hlýtur rannsóknarstyrk

12.7.2012

Miðvikudaginn 11. júlí síðastliðinn afhentu Steingrímur J. Sigfússon, iðnaðarráðherra og Mörður Árnason, formaður orkuráðs, styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2012. Afhendingin fór fram í Þjóðmenningarhúsi.
  • Samfélagssjóður EFLU

Alls bárust 55 umsóknir um samtals 125,7 m.kr. og voru í þeim hópi ýmis áhugaverð og mikilsverð verkefni sem ekki var unnt að styrkja að þessu sinni.

Lögð var áhersla á verkefni sem snertu hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis.  Í samræmi við ofangreind áhersluatriði Orkuráðs þá eru metan- og lífdísilverkefni áberandi í hópi þeirra sem nú hlutu styrk, en einnig má nefna verkefni sem tengjast orkusparnaði í landbúnaði og sjávarútvegi, þróun greiningartækis til að auðvelda innleiðingu rafbíla, tilraunum með nýjar aðferðir við nýtingu jarðvarma og fræðsluverkefni um orku- og umhverfismál fyrir almenning og skólafólk."

Það var Jóhannes Rúnar Magnússon, sviðsstjóri Jarðvarma- og vélasviðs hjá EFLU sem hlaut styrk upp á 1,25 m.kr fyrir verkefnið sem nefnist "Lífgasvinnsla fyrir sjálfær kúabú".
Verkefnið felst í að skoða minni metanvinnslu fyrir kúabú sem hafa ekki aðgang að hitaveitu eða ódýrum orkugjöfum. Áður hafa verið skoðaðar vinnslur sem melta kúamykju frá nokkrum nærliggjandi búum þar sem þarf að fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði til að fullvinna hreint metan. Lífgas yrði þá leitt inná vélar, án frekari hreinsunar, til hita- og rafmagnsframleiðslu fyrir búið sjálft.